Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Side 14

Skessuhorn - 23.10.2013, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Ný tegund iðnrekstrar hefur nú komið undir sig fótunum í Brák- arey í Borgarnesi. Gamla yfir- byggða fjárrétt sláturhússins, sem þar var starfrækt, er nú að hluta til orðin að bátasmiðju og verkstæði fyrir smíði úr trefjaplasti. Síðastlið- inn fimmtudag var öflugum hrað- fiskibát rennt þar út um dyr. Fleiri bátar bíða þess nú að verða end- urbættir í Brákarey. „Við hófum starfsemi hér í lok nóvember 2006. Við byrjuðum á því að smíða Eld- borgina, sem er einkaverkefni og á að verða snekkjan okkar í ellinni. Hún stendur hér inni. Það er búið að smíða skrokkinn og við eigum allan búnað í hana nema gírinn og skrúfubúnaðinn. Fjórar manneskj- ur gætu alveg lokið smíði hennar á sex mánuðum ef þannig vildi til,“ segja Þorsteinn Máni Árnason og María Sigurjónsdóttir í samtali við Skessuhorn. Þau eiga og reka fyrir- tækið sem þau hafa nefnt; „IKAN- Bátasmiðjan í Brákarey við Borg- arnes.“ Löng reynsla af bátasmíðum Þorsteinn Máni hefur unnið við skipasmíðar í mörg ár og er lærð- ur skipasmíðameistari. Á síðasta ári lauk María síðan námi í trefja- plastssmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þorsteinn Máni er gamalreyndur í skipasmíðunum og hefur jafnframt átt og gert út smábáta um áratuga skeið. „Ég var síðast að vinna að smíði stórra hraðfiskibáta hjá Þor- geir og Ellert á Akranesi. Fyr- ir rétt tæpum þremur árum hóf- um við María svo fulla starfsemi hér í Brákarey í Borgarnesi. Síðan hef ég verið hér í fullri vinnu með einn til þrjá starfsmenn með mér. María hefur svo verið hér í hluta- starfi. Við höfum ekki þegið eina krónu í styrki, ég vil að það komi fram,“ segir Þorsteinn Máni með áherslu. Næg verkefni framundan María bætir við að í Brákarey hafi bæði verið stunduð bátasmíði og breytingar á eldri bátum en líka unnin ýmis önnur verkefni þar sem trefjaplast kemur við sögu, svo sem viðhald á tönkum og annað. „Þetta er þriðji báturinn sem fer héð- an svona mikið breyttur. Sá fyrsti heitir Lárberg SH. Það var verk fyrir Lárus Lárberg Guðmundsson en sá bátur er nú vestur á Grund- arfirði. Síðan var það Örnólfur AK og nú síðast er það Bjargey SH fyr- ir Ásgeir Guðmundsson í Grund- arfirði,“ segir Þorsteinn Máni. „Nú eru tveir bátar í breytingum inni í húsi. Það er einn hér úti við fyrir aftan hús, tveir bíða á Akra- nesi og einn norður á Ströndum. Við þurfum orðið að segja nei við menn. Það eru yfirdrifið næg verk- efni,“ bætir María við. Óviss framtíð um húsnæði Nokkur styr hefur staðið um gömlu fjárréttina í Brákarey. Þetta er gömul aflöng skemma sem er járnklædd. Hún er greinilega kom- in til ára sinna og hefur ekki not- ið mikils ytra viðhalds á liðnum árum. Fyrir efnahagshrunið 2008 stóð til að rífa húsið. Ekkert varð úr framkvæmdum. Húsið stend- ur enn og er reyndar í fullri notk- un. Auk plastiðnaðarins þá eru þar fyrirtækin Njarðtak og Borgar- verk með aðstöðu. Sveitarfélagið Borgarbyggð á bygginguna. Þor- steinn Máni og María fengu á sín- um tíma inni með starfsemi sína en mikil óvissa og jafnvel deilur hafa staðið um framhaldið. Samskipt- in við sveitarstjórnina hafa að sögn þeirra tveggja verið bæði stirð og erfið. „Við höfum ekki samning um húsnæðið. Yfirvöld hér í Borg- arbyggð virðast ekki hafa neinn áhuga á þeirri atvinnusköpun sem við höfum komið hér á fót í Borg- arnesi. Það var nánast heppni eitt sinn fyrir nokkrum árum að hús- ið yrði ekki rifið ofan af okkur. Við höfum reynt að eiga samskipti við embættismenn og kjörna fulltrúa til að fá vilyrði fyrir því að fá að vera hér með rekstur til einhvers tíma, en fáum ekki svör. Við erum því hér í fullkominni óvissu. Full- yrt hefur verið að við borgum ekki húsaleigu hér en það höfum við gert alveg síðan við komum hing- að í nóvember 2006.“ mþh Bátasmíðar hafnar í Brákarey Bátasmiðirnir Þorsteinn Máni Árnason og María Sigurjónsdóttir. Þorsteinn Máni Árnason stýrir verkum þegar Bjargey SH 155 frá Grundarfirði var dregin út í fyrsta sinn í liðinni viku eftir miklar endurbætur og breytingar. Hraðfiskibáturinn Bjargey SH 155 frá Grundarfirði er gerbreyttur frá því sem áður var. Hið eina sem sýnir að hér er á ferðinni gamall fiskibát- ur af gerð Sómi 800 er hluti af stefn- inu. Allt annað virðist nýtt. Ásgeir Valdimarsson skipstjóri og útgerð- armaður Bjargeyjar SH er ánægður með breytingarnar sem voru unn- ar af bátasmiðjunni IKAN í gömlu fjárréttinni í Brákarey í Borgarnesi. „Ég er búinn að vera í þessu síðan 1985. Þá keypti ég fyrsta Sómabát- inn. Ég var svo í smábátaútgerð um árabil þar til ég stofnaði fyrirtækið Sægarp árið 2000. Það var um veið- ar og vinnslu á beitukóngi og við störfuðum í Grundarfirði. Það fyr- irtæki seldi ég 2010. Þá keypti ég þennan bát sem var smíðaður 1987. Upphafið að kaupunum var að við vorum að þjónusta sjávarrann- sóknasetrið Vör í Ólafsvík. Við fór- um með starfsmenn þaðan í ferðir á sjó til sýnatöku,“ segir Ásgeir Valdi- marsson útgerðarmaður og skip- stjóri í samtali við Skessuhorn. Síldin varð kveikjan að framkvæmdum Ásgeir segir að mikil síldveiði í grennd við Grundarfjörð hafi orð- ið til þess að honum þótti kominn tími til endurbóta á Bjargey SH. Það var ákveðið að lengja bátinn. „Við fórum á síldina með lagnet- um í fyrrahaust og vetur. Báturinn var þá alltaf drekkhlaðinn og nán- ast á kafi, segir Ásgeir og hlær við endurminninguna. „Þá fór mað- ur að láta sér detta í hug að breyta honum. Ég hitti Þorstein Mána og Maríu hér í Borgarnesi og við fór- um að skoða það að lengja hann. Eitt leiddi af öðru. Þau höfðu ný- lega lokið við að breyta hraðfiski- bátinum Örnólfi AK og mér leist mjög vel á þá vinnu. Þá fæddust ýmsar hugmyndir. Þannig endaði þetta í miklu meiri breytingum en lagt var upp með. Það vill oft verða þannig.“ Vill ekki vera án þess að eiga bát En hefði ekki verið einfaldara og jafnvel ódýrara að kaupa bara nýja bát í staðinn fyrir að fara út í svona miklar breytingar? „Það má velta því fyrir sér, en með þessu fær mað- ur hlutina eins og maður vill hafa þá. Nú er þetta orðið rosalega flott. Maður getur gert nánast hvað sem manni sýnist. Ég fer nú í að ganga frá því sem eftir er. Það á eftir að setja í öll tæki nema vélina. Hún var ný og verður áfram, það er 320 hestafla Yanmar í honum. Það þarf svo að leggja rafmagn og setja upp innréttingar.“ Ásgeir kvíðir því ekki að finna verkefni fyrir bátinn. „Þegar snýr Gamall bátur verður nýr í Borgarnesi að fiskveiðum í atvinnuskyni þá er kannski er ekki mikið sem hægt er að gera við svona báta í dag nema kaupa á þá aflaheimildir. Hugsan- lega kaupum við einhvern kvóta á bátinn. Það væri fínt ef maður gæti verið með 20 tonn á honum. Það myndi alveg duga manni. En það eru þó möguleikar í síldveiðum, makríl og strandveiðum. Ég hyggst reyna við makrílinn næsta sumar og svo síldina. Það er nægt pláss um borð fyrir búnað bæði til að dorga makríl og veiða síld í net. Svo getur verið að maður skoði möguleika til að sigla með ferðamenn.“ Útgerð Bjargeyjar SH er fjöl- skyldufyrirtæki. „Við eigum þetta hjónin. Valdís dóttir mín var með mér í þessu í mörg ár, bæði á sjón- um og svo þegar við vorum með Sæ- garp og í vinnslunni þar. Hún er nú farin að starfa hjá Fiskistofu þannig að ég verð að mestu einn á þessum. Maður verður að hafa eitthvað að gera í ellinni, segir Ásgeir og kímir. „Það er eins og Færeyingarnir segja – bundinn er bátlaus maður.“ mþh Ásgeir Jakobsson. Ásgeir Valdimarsson við ný endurbætta Bjargey SH með eiginkonu sinni Huldu Jeremíasdóttur og Valdísi dóttur þeirra hjóna sem verið hefur með þeim í útgerðinni. Bjargey SH eftir breytingarnar, nýkomin út úr húsnæði IKAN bátasmiðjunnar í Brákey í Borgarnesi. Báturinn hefur verið lengdur úr 8,60 metrum í 10,70 metra. Hann hefur gerbreyst við endurbæturnar og er nánast óþekkjanlegur frá því sem áður var. Bjargey SH fyrir breytingar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.