Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Side 22

Skessuhorn - 23.10.2013, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Talsverðar breytingar hafa ver- ið gerðar á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Keppjárnsreykj- um að undanförnu. Síðasta sum- ar var ráðist í breytingar og endur- bætur á anddyri skólans. Anddyr- ið var stækkað lítillega og auk þess unnið að breytingum á tengdum rýmum við það. Mesta breytingin sem orðið hefur er rýmri aðstaða fyrir yngri nemendur í anddyrinu með sinn fatnað og bætt aðgengi þeirra sem bundnir eru við hjóla- stól. Þá fólu breytingar einnig í sér bætta aðstöðu kennara og annars starfsfólks svo sem kaffistofu. Þeg- ar blaðamaður Skessuhorns var á ferð á Kleppjárnsreykjum í liðinni viku og hitti deildarstjóra og kenn- ara við skólann að máli, lýstu þeir yfir ánægju sinni með þessar fram- kvæmdir og einnig þær endurbæt- ur á skólahúsnæðinu og endurnýj- un húsbúnaðar sem átt hafa sér stað síðustu vetur. „Bætt aðstaða í skól- anum hefur ótrúlega mikið að segja og skilar sér út í samfélagið,“ sögðu kennararnir og töldu að Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri sameinaðs Grunnskóla Borgar- fjarðar ætti lof skilið fyrir að fá því áorkað að fjárveitingar fengjust til framkvæmda í skólanum á Klepp- járnsreykjum. þá Í næstu viku hefjast Vökudagar á Akranesi en þeir eru nú haldnir í ell- efta sinn. Vökudagar eru því orðn- ir fastur liður í menningar- og lista- lífi bæjarins og setja skemmtileg- an svip á haustið nokkrum vikum áður en jólastússið tekur við. Hátíð- in verður fjölbreytt að vanda. Hún mun standa yfir í ellefu daga þetta árið en Vökudagar hefjast 30. októ- ber og standa til 9. nóvember. „Það er allt að verða klárt með uppröð- unina á dagskránni en alltaf að bæt- ast eitthvað nýtt við, sem er bara skemmtilegt,“ segir Anna Leif Elí- dóttir, verkefnastjóri menningar- mála hjá Akraneskaupstað í samtali við Skessuhorn. Mikil breidd er í aldri þeirra sem standa að baki viðburðum en hæfi- leikafólk á öllum aldri verða ýmist með sýningar eða viðburði af ein- hverju tagi. „Allir fjórir leikskól- arnir á Akranesi eru með ýmist ljós- mynda- og myndlistasýningar eða tónleika. Svo er alveg upp í ríg- fullorðið fólk sem er með viðburði eða sýningar, þetta er öll breiddin. Ég er mjög stolt af þessari dagskrá, mér finnst hún spennandi. Við höf- um lagt metnað í það að tímasetja viðburðina þannig að líkir viðburðir rekist ekki á,“ segir Anna Leif. Heimur risasjónhverfinga Anna Leif segir að það sé gaman að sjá hversu margir vilja taka þátt í Vökudögum og nefnir að það séu aðallega Skagamenn sem eru með viðburði en einnig verði aðrir gest- ir með í ár. „Töframaðurinn Ein- ar Mikael og heimur risasjónhverf- inga kemur en hann verður með sýningu í Bíóhöllinni sunnudaginn 3. nóvember. Akraneskaupstaður og Faxaflóahafnir bjóða upp á þá sýn- ingu þannig að það er frítt inn fyr- ir börnin. Gestir í Ungir – Gaml- ir eru Matti Matt og Pétur Örn úr Dúndurfréttum, en þeir koma fram með krökkunum í ár. Það verkefni er styrkt af Menningarráði Vestur- lands.“ Fjölbreytt dagskrá „Það verða 18 tónleikar, allt frá nem- endatónleikum Vallarsels og Ungir – Gamlir yfir í sópransöngkonu frá Kænugarði í Úkraínu sem býr inni í Hvalfjarðarsveit og sunnudags- tónleikar Hönnu Þóru Guðbrands- dóttur. Síðan erum við með töluvert mikið af eins konar popptónleikum sem höfða til mjög margra og Stúk- urnar verða með írska konu í heim- sókn, þær verða með tónleika í Akra- nesvita,“ segir Anna Leif meðal ann- ars um dagskrána. Nóg verður að sjá og skoða en til viðbótar við þessa 18 tónleika verða meðal annars fjöl- margar ljósmyndasýningar, mynd- listarsýningar, fyrirlestrar, eldsmiðj- an í Görðum, kaffihúsastemning og leikþáttur að ógleymdri afhend- ingu menningarverðlauna Akraness en fjölmargar tilnefningar hafa bor- ist. „Það verður eitthvað um að vera alla dagana, flesta dagana verða 3 – 5 viðburðir en svo eru aðrir dag- ar alveg pakkaðir af dagskrá,“ bæt- ir hún við. Leikþáttur sýndur í miðri málverkasýningu Fjölmargar nýjungar verða á Vöku- dögum þetta árið. Í Safnaskálanum í Görðum verður Kristín Tryggva- dóttir með myndlistarsýningu en á henni verða sýnd stór abstrakt verk. „Hluti þeirra eru máluð meðal ann- ars undir áhrifum frá náttúrunni hér í kring. Verkin voru máluð í hlöð- unni á Leirá í fyrrasumar og verða nú sýnd hér. Hún málaði stærsta málverkið á 20 fermetra striga á vegg sem nú er búið að skera nið- ur í fjögur eða fimm málverk. Þetta er sama málverkið, sem búið að búa til minni málverk úr.“ Skagaleik- flokkurinn verður með leikþátt um sagnakonuna Guðnýju Böðvarsdótt- ur og til stendur að sú sýning verði sýnd inni í málverkasýningu Krist- ínar og listformunum þannig bland- að saman. Af öðrum nýjungum ber helst að nefna svokallað „Pub - quiz“ eða spurningakvöld í Stúkuhúsinu, þar sem þemað verður saga Akraness. Þar geta allir haft gagn og gaman af en vinsældir „Pub – quiz“ spurn- ingakeppna hafa farið vaxandi und- anfarið. Einnig verður vinstri hand- ar skákmót haldið í anddyri Tónlist- arskólans. Þar verður einungis leyfi- legt að nota vinstri höndina meðan teflt er, ef hægri höndin er óvart not- uð er viðkomandi sjálfkrafa búinn að tapa skákinni. Dagskráin verður svipuð að um- fangi og í fyrra en þá var fólk dug- legt að sækja viðburði og fara á milli staða. Þetta árið verður dagskrár- bæklingnum ekki dreift á heimili. Hann verður tiltækur á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. „Við erum í grænum pælingum og erum ekki að prenta of mikið. Fólk getur prentað þetta sjálft út af netinu ef það vill hafa bæklinginn í pappír,“ segir Anna Leif að lokum. grþ Nýtt anddyri og endurbætur á Kleppjárnsreykjum Kennarar í endurbættri starfsmannaaðstöðu; Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Magnea Helgadóttir, Magnea Kristleifsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir og Ingibjörg Abba Konráðsdóttir deildarstjóri. Stækkað anddyri á Kleppsjárnsreykjum. Vika í að Vökudagar á Akranesi hefjist Börn af leikskólanum Teigaseli að undirbúa ljósmyndasýninguna Milli fjalls og fjöru. Ljósm. Sæunn Sigurðardóttir. Guttormur Jónsson mun sýna verk úr grjóti á Vökudögum. Ljósm. Helena Guttormsdóttir. Opin vinnustofa verður í Galleríi Bjarna Þórs að Kirkjubraut 1 á Vökudögum. Ljósm. Bjarni Þór Bjarnason. Nemendur og kennarar úr Grundaskóla verða með samsýningu sem kallast Akrafjall, sóknarfæri til sköpunar. Hér sést undirbúningsvinna, þar sem samvinna nemenda og kennara er óháð aldri og reynslu. Ljósm. Borghildur Jósúadóttir. Undirbúningur sýningarinnar Handan við hafið. Ljósm. Ásgeir Kristinsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.