Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Page 25

Skessuhorn - 23.10.2013, Page 25
25MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is DEILDARSTJÓRI VERKEFNASTÝRINGA Við leitum að metnaðarfullum og öflugum liðsmanni í margþætt og krefjandi verkefni STARFSSVIÐ: • Stefnumótun við stjórnun fjárfestingaverkefna • Umsjón með gerð og eftirfylgni fjárfestingaáætlana • Framvindu/kostnaðareftirlit með fjárfestinga verkefnum • Skýrslugerð, upplýsingagjöf og mannauðsmál Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfsþróun, frábæran starfs anda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska er í fyrirrúmi. Sótt er um á www.nordural.is til og með 27. október. Upplýsingar veita Einar F. Björnsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og verkfræðisviðs, og Valka Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun • Reynsla af verkefnastjórnun, helst úr iðnaðarumhverfi • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum • Samstarfshæfileikar, öryggisvitund og ábyrgðarkennd Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa rúmlega fimm hundruð manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 280 þúsund tonn af hágæða áli. Norðurál er í eigu Century Aluminum. ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Síðastliðinn fimmtudag var skrif- að undir samning þess efnis að Menntaskóli Borgarfjarðar mun á næstu tveimur árum bjóða nemend- um sínum upp á kennslu í Björgun- armanni 1, sem er grunnnám björg- unarsveitafólks. Fjórar björgunar- sveitir af svæðinu, Brák, Heiðar, Ok og Elliði, auk Björgunarskóla Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, eru aðilar að samningnum en markmið hans er að auka nýliðun í sveitun- um og styðja ungt fólk til að afla sér þekkingar á útivist og slysavörnum. Menntaskóli Borgarfjarðar legg- ur til umsjónarkennara og aðstöðu til bóklegs náms og Björgunarskól- inn leiðbeinendur fyrir verklegan hluta þess. Nemar þurfa svo að vera skráðir og taka þátt í starfi einnar af þeim björgunarsveitum sem þátt taka í verkefninu. Nú þegar er svip- að samkomulag í gildi við Mennta- skólann á Tröllaskaga og fleiri framhaldsskólar hafa sýnt áhuga á að taka upp þetta nám. Kolfinna Jóhannesdóttir skóla- meistari MB segir þetta samstarf mjög gott dæmi um hvað fram- tak og frumkvæði heimaaðila get- ur stutt skólann og hjálpað hon- um að taka mið af þörfum nærsam- félagsins. „Það er margt jákvætt í kringum þetta verkefni. Það eyk- ur fjölbreytni í námi og val nem- enda. Frumkvæði björgunarsveit- anna er frábært og þær afla stuðn- ings við verkefnið hjá sveitarfé- laginu Borgarbyggð og Norður- áli sem standa straum að kostnaði við verkefnið,“ segir Kolfinna. Hún segir nemendurna hafa strax sýnt náminu áhuga og fullt sé orðið í það. Pétur Guðmundsson, formað- ur björgunarsveitarinnar Brákar, segir að björgunarsveitarmenn hafi sýnt þessu mikinn áhuga og vilj- að koma þessu inn í skólana, helst Byrjað verður að kenna grunnnám björgunarsveitafólks í MB alla framhaldsskóla landsins, ekki síst eftir að þetta nám byrjaði við skólann á Tröllaskaga. „Við teljum að þó svo að unglingarnir í náminu ílengist ekki í starfi björgunarsveit- anna, þá gagnist þetta þeim áfram í lífinu. Vissulega vonumst við til að verkefnið nýtist björgunarsveitun- um og hjálpi til við nýliðun í fram- tíðinni,“ segir Pétur í samtali við Skessuhorn. þá Hluti bílaflota björgunarsveitanna í Borgarfirði var á bílastæði við mennta- skólann í tilefni undirskriftar samningsins. Frá undirskrift í Menntaskóla Borgarfjarðar sl. fimmtudag. Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar handsalaði samninginn við Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar. Viðstaddir voru fulltrúar þeirra björgunarsveita sem aðild eiga að samningnum og nemendur skólans.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.