Skessuhorn - 23.10.2013, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Mikið líf hefur nú færst yfir höfn-
ina í Stykkishólmi. Breiðafjarðar-
síldin streymir þar á land frá smá-
bátum sem landa þar til vinnslu.
Fáir áttu þó von á því fyrir nokkr-
um árum að þetta silfur hafsins
myndi velja sér innanverðan fjörð-
inn sem vetrardvalarsvæði. En síld-
in hefur alltaf verið dularfullt ólík-
indatól. Nú eru Breiðfirðingar að
færa sig upp á skaftið og rifja upp
gamla takta sem síldveiðimenn og
síldarverkendur. Önnum kafnir sjó-
menn leggjast að bryggju á drekk-
hlöðnum trillum sínum eftir að
hafa stundað veiðar á sundunum í
grennd við Stykkishólm. Í landi er
fólk upptekið við að taka við aflan-
um og vinna úr honum verðmæti.
Gamlir sjómenn sem muna síldar-
ævintýrin miklu frá miðbiki síðustu
aldar koma niður á bryggjurnar til
að upplifa á ný stemmingu gam-
alla tíma þegar saltað var á bryggj-
um víða um land. Sumir hafa jafn-
vel drifið sig aftur á sjó. Nú er síld-
arævintýri í uppsiglingu í Hólmin-
um. Blaðamaður Skessuhorns gerði
sér ferð þangað til að taka púlsinn
á stöðunni nú þegar vertíðin er að
hefjast.
Síldarbærinn leynir á sér
Þegar komið er í Stykkishólm um
hádegisbil á fimmtudegi er fátt
sem bendir til að þetta sé síldarbær.
Enda eru allir bátar sem stunda síld-
veiðarnar á sjó. Höfnin er þögul og
fáir þar á ferli. Á hinn bóginn er líf
í síldarvinnslunni hjá hinu rótgróna
sjávarútvegsfyrirtæki Agustson ehf.
rétt ofan við höfnina. Þar var byrj-
að að taka við síld frá smábátum í
annarri viku október. Þegar Skessu-
horn lítur í heimsókn hefur fyrir-
tækið tekið á móti um 50 tonnum
af síld frá smábátunum á tæpri viku
sem liðin er frá því vinnslan hófst.
Tíu manns starfa þá við vinnsluna.
„Við vitum ekki enn hvort við bæt-
um við fleirum þegar við byrjum
að flaka síldina og salta. Við höfum
einnig framleitt síld í bitum þann-
ig að við roðflettum flökin og bút-
um þau niður og marinerum. Eins
og er þá stundum við bara heilfryst-
ingu á síldinni í pönnur. Það verð-
ur síðan bætt í vinnsluna innan fárra
daga þegar vertíðin kemst á skrið.
Við framleiðum bæði fyrir mark-
að hér innanlands og flytjum út til
Danmerkur. Þangað fer síldin verk-
uð í 100 lítra tunnum og er unnin
áfram þar,“ segir Magnús Ingi Bær-
ingsson framleiðslustjóri. Í máli
hans kemur fram að síldin sé mjög
væn í ár og stærri en í fyrra. „Nú eru
um 80 prósent af aflanum með um
400 gramma meðalþyngd. Í fyrra lá
hún í 300 til 350 grömmum.“
Stífar gæðakröfur
Það er augljóst að síldin er kærkom-
in búbót fyrir fiskvinnsluna. Hún
skapar verðmæti og verkefni fyrir
vinnufúsar hendur. „Við byrjuðum
að taka við síld í fyrra. Það var opn-
að á veiðar smábátanna fyrir tveim-
ur árum. Þá tóku nokkrir eitthvað
smávegis og mest sem beitusíld. Á
síðasta ári var svo gefinn 900 tonna
kvóti á smábátana. Mest af því var
tekið í október og nóvember en síð-
an kom stopp í desember. Svo komu
auknar heimildir frá stjórnvöldum
sem gáfu smá skot í janúar, segir
Magnús vinnslustjóri.
Hann heldur áfram og segir að
síldin sé best á haustin. Þá er hún
feitust en horast svo þegar líður á
veturinn. „Það er líka meiri hætta á
sveppasýkingu í henni eftir því sem
líður á veturinn. Við höfum bless-
unarlega ekkert orðið vör við þessa
sýkingu nú það sem af er þessari
vertíð. Í fyrra sáum við smávegis
af sýktri síld í lokin þegar við vor-
um að hætta í janúar. Það má velta
fyrir sér hvort síldin sýkist ekki ein-
mitt eftir að hún kemur að landinu
og þéttir sig til dæmis inni á firð-
inum. Ég hef grun um að sú sýkta
síld hafi verið tekin af bátum sem
höfðu laumað sér undir brú í Kolg-
rafafirði. Bátarnir hafa þó að lang-
mestu leyti haldið sig við veiðar hér
úti á sundunum. Reynslan af sýk-
ingunni í fyrra kenndi okkur að við
viljum ekki síld úr Kolgrafafirði.
Besta síldin er sú sem er nýgengin
upp að ströndinni utan úr Breiða-
firði.“ Strangar kröfur eru gerð-
ar um gæði síldarinnar sem kemur
af smábátunum. „Síldin er ísuð um
borð í trillunum. Þeir búa til krapa
úr ís og sjó sem blandað er með salti
við síldina í körunum. Við gerum
mjög miklar kröfur um að kælingin
sé í lagi. Síldin á helst að vera kæld
niður í milli núll til eina gráðu þeg-
ar hún kemur til okkar. Við tökum
ekki við henni ef hitastigið fer yfir
fjórar gráður.“
Kátir karlar á síld
Smábátarnir sem róa frá Stykk-
ishólmi fara flestir út árla morg-
uns. Við veiðarnar eru notuð svo-
kölluð lagnet. Þetta eru netastubb-
ar sem eru aðeins 18 metra lang-
ir og þrír metrar á dýpt. Netin eru
lögð í lóðningarnar og dregin aft-
ur skömmu síðar, allt eftir því hvað
menn sjá mikið af síld á fiskleitar-
tækjunum. Þá hefur síldin ánetj-
ast. Þessi sérstaka lagnetaveiði smá-
báta er ný af nálinni. Síðustu tvö
árin hafa Hólmarar af hugviti sínu
þróað bæði aðferðir og tækni til
að draga netin og hrista síldina úr
þeim. Margir bátanna eru komn-
ir mér sérstakan búnað í þetta til að
létta verkin. Síldin er þannig hrist
með vélbúnaði úr netunum um leið
og netastubbarnir eru dregnir um
borð og halaðir inn á sérstök kefli.
Um leið og búið er að hrista úr
netinu er það svo tilbúið fyrir nýja
lögn. Þannig er lagt og dregið sitt á
hvað, oftast þar til öll kör um borð
eru orðin full af síld. Flestir bátarnir
koma svo að landi síðdegis. Nokkrir
eru þó farnir að stunda það að fara
út seinni part dag og veiða síðan í
kvöldhúminu og næturmyrkrinu.
Þeir telja að það skili betri árangri.
Á einni af flotbryggjunum hittum
við tvo hressa eldri herramenn sem
eru að sinna veiðibúnaðinum um
borð. Þeir eru nýbúnir að sækja bát-
inn sem þeir ætla að róa til Hafnar-
fjarðar. Það er Þingey ÞH 51, fal-
legur frambyggður trébátur „Það
kakklóðar þarna úti. Við fórum út
í fyrsta túrinn nú í morgun en það
bilaði aðeins svo við þurftum að fara
í land. Meðalaldurinn um borð hjá
okkur er 72 ár. Við viljum endilega
halda áfram að vinna þó við séum
komnir á þennan aldur. Þessar veið-
ar henta okkur mjög vel. Við ætlum
að vera saman á þessu í vetur. Ver-
tíðin leggst mjög vel í okkur,“ segja
Jens Óskarsson og Hermann Braga-
son brosandi með veiðiglampa í
augum.
Aflinn berst á land
Nú er klukkan orðin fimm og
síðdegið fallið á. Síldartrillurn-
ar koma hver eftir aðra að lönd-
unarbryggjunni. Það er augljóst
að veiðin hefur verið góð því þær
eru vel hlaðnar. Páll Aðalsteins-
son, Álfgeir Marínósson og Högna
Ósk Álfgeirsdóttir koma að landi á
Fríðu SH frá Stykkishólmi. Lönd-
un hefst strax. Páll er á löndunar-
krananum. Við tökum hann tali á
meðan hann hífir aflann á land.
„Mér finnst minna komið á svæð-
ið nú á þessum árstíma en á sama
Litla síldarævintýrið í Stykkishólmi
Breiðafjarðarsíldin sem berst að landi í Stykkishólmi í ár er mun vænni en í fyrra. Magnús Geir Bæringsson framleiðslustjóri
hjá Agustson ehf. heldur hér á einni slíkri.
Síld í pönnum staflað á bretti fyrir
frystingu í vinnslunni hjá Agustson
ehf.
Jens Óskarsson um borð í Þingey ÞH. Við hlið hans sést útbúnaðurinn sem
hristir síldina úr lagnetinu og keflið sem netið er dregið inn á. Í bakgrunni hugar
Hermann Óskarsson félagi hans að netinu.
Fríða SH 565 rennur fullhlaðin af síld að bryggju í Stykkishólmi.
Feðginin Högna Ósk Álfgeirsdóttir og Álfgeir Marínósson landa síld úr Fríðu SH.
Síldin ísuð á bryggjunni. Arnar Geir Ævarsson mundar ísskófluna.