Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Nú gefst þér tækifæri! Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á nám sem heitir Skrifstofuskólinn. Tilgangurinn með náminu í Skrifstofuskólanum er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Skrifstofuskólinn verður í boði á tveimur stöðum á Vesturlandi nú í haust. Snæfellsnes: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00 - 20:55. Kennsla fer fram í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Námið hefst 5. nóvember og lýkur í apríl 2014. Verð: 44.000 (Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga). Borgarnes: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00 - 20:55. Kennsla fer fram í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi. Námið hefst 29. október og lýkur í apríl 2014. Verð: 44.000 (Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga). Nánari upplýsingar veitir Helga Björk Bjarnadóttir á netfangið helga@simenntun.is eða í síma 894 3061. Námskrána má finna hér: http://frae.is/namsskrar/skrifstofuskolinn/ S K E S S U H O R N 2 01 3 Staða bókara/sérfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf í langtíma afleysingu, frá og með 1. janúar 2014 til og með 1. september 2015. Þó er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fyrr sé þess kostur. Heilbrigðisstofnun Vesturlands saman stendur af átta starfsstöðvum, Akranes, Borgarnes, Búðardalur, Grundarfjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Ólafsvík og Stykkishólmur. Starfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Akranesi. Leitað er eftir sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur reynslu og menntun á sviði bókhalds og viðskipta. Kunnátta og reynsla á Oracle e-business suite fjárhagskerfi ríkisins og Microsoft Dynamics NAV (Navision) er æskileg, reynsla af launavinnslu er einnig góður kostur. Gert er ráð fyrir að umsækjandi búi yfir almennri og góðri tölvukunnáttu. Starfsmaður vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra fjármála, aðalbókara og aðra starfsmenn skrifstofu. Störfin felast í skráningu fylgiskjala í bókhaldskerfi, reglubundnar afstemmingar viðskiptamanna og reikninga, ásamt ýmsum öðrum verkefnum er varða daglegan rekstur skrifstofu. Umsóknum sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum skal skilað til framkvæmdastjóra fjármála í síðasta lagi þann 6. nóvember 2013. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármála, netfang asgeir.asgeirsson@hve.is sími 432-1000 Bókari/sérfræðingur Skógræktarfélag Borgarfjarðar efn- ir til athafnar við skóglendi félags- ins í Grímsstaðagirðingu í tilefni af 75 ára afmæli sínu um þessar mund- ir og til heiðurs gefendum landsins næstkomandi laugardag kl. 13. Að lokinni stuttri athöfn verður farið til bæjar og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. Hugmyndin um sérstakt skóg- ræktarfélag í Borgarfirði kom upp innan vébanda ungmennafélag- anna í héraðinu á fjórða árarug lið- innar aldar. Allt frá stofnun þeirra upp úr aldamótunum hafði ver- ið lögð rík áhersla á ræktun lands- ins samfara annarri ræktunarstarf- semi. En nú var orðið knýjandi að mati ungmennafélaga að bindast samtökum um þetta hugsjónamál- efni og 5. nóvember 1938 var boð- að til almenns fundar í Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslum í þeim tilgangi að stofna Skógræktarfélag Borg- arfjarðar. Héraðshöfðinginn Hall- grímur Níelsson, bóndi og hrepps- stjóri á Grímsstöðum á Mýrum, færði félaginu í morgungjöf 10 ha af skóglendi úr landi Grímsstaða og var það fyrsta eignarland félagsins. Frá þessum gjörningi og stofn- un félagsins eru því 75 ár um þess- ar mundir – og af því tilefni efnir fé- lagið til athafnar á laugardaginn 26. október kl. 13 við hlið Grímsstaða- girðingarinnar. Vegurinn að girð- ingunni frá þjóðveginum hefur ver- ið lagfærður – og við þetta tækifæri verður afhjúpaður minnisskjöldur til heiðurs Hallgrími Níelssyni og Sig- ríði Helgadóttur sem færðu Skóg- ræktarfélagi Borgarfjarðar skóg- lendið innan girðingar að gjöf í til- efni af stofnun félagsins 5. nóvem- ber 1938. Eftir stutta athöfn verður boðið upp á súkkulaði og meðlæti í gamla Grímsstaðabænum. Fréttatilkynning frá Skógræktarfé- lagi Borgarfjarðar Elín Salóme Guðmundsdóttir, guð- fræðingur og kennari, er ein átta umsækjenda um stöðu sóknar- prests á Staðarstað. Elín Salóme lauk embættisprófi í guðfræði í júní 2012. Hennar kjörsvið innan guð- fræðinnar er guðfræðileg siðfræði með áherslu á fjölskyldusiðfræði þar sem hún hefur lagt áherslu á börn í erfiðum aðstæðum og sýn guðfræð- innar á arfleið og umhverfi óvígðr- ar sambúðar nútímans. Hún hefur starfað við kennslu í tæpa þrjá ára- tugi og hefur mikla reynslu af því að starfa með börnum og unglingum. Hún starfar nú við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Elín Salóme hefur jafn- framt tekið virkan þátt í starfi kirkj- unnar undanfarinn áratug m.a. sem leiðbeinandi á Alfa námskeiðum, leiðbeinandi í foreldra- og barna- starfi kirkjunnar og sungið í kirkju- kór. Elín Salóme segir að fyrir sér sé manneskjan, í öllum sínum fjöl- breytileika, mikilvægasta viðfangs- efni prests á hverjum stað. „Prest- urinn er þjónn, hann er þjónn Guðs og kirkjunnar við Guð sjálfan, söfn- uðinn og samferðarfólk. Hann er þjónn mannsins og lífsins, lífs hans í öryggi, kærleika, friði og sátt,“ seg- ir Elín Salóme. Elín Salóme heldur úti vefsíðunni www.elinsalome.is þar sem hægt er að kynnast betur sýn hennar á kirkju og stafnaðarstarf á Staðastað. -fréttatilkynning Unnið var að viðhaldi girðingarinnar í skógarreitnum sl. sunnudag og hér er svipmynd frá deginum. Ljósm. sjb. Afmæli Skógræktarfélags Borgarfjarðar Elín Salóme sækir um sem sóknarprestur á Staðarstað tíma í fyrra og hitteðfyrra. Við höf- um verið hérna vestur við eyjarn- ar í grennd við Bjarnarhöfn. Síldin þar er öll frekar á djúpu, hún hef- ur ekki komið enn að minnsta kosti upp á grunnið eins og hún gerði síðustu tvö árin. Það er betra að eiga við hana þar heldur en á djúp- inu,“ segir Páll um leið og hann sveiflar barmafullu kari af vænni síld upp úr Fríðu SH og slakar því á bryggjuna. „Við erum með tvo báta á síld- inni en erum búnir að veiða viku- skammtinn á hinn bátinn. Því þurftum við að skipta um bát. Hver bátur má taka átta tonna afla á viku. Nú á fimmtudegi erum við búnir að veiða skammtana á báða bátana og megum því ekki halda áfram fyrr en eftir helgi. Það hefst ný veiðivika á mánudag,“ útskýrir Páll. Blaðamann fýsir að vita hvort það sé sæmileg afkoma á þessu? „Nei,“ svarar Páll ákveðið. „Það er aldrei þannig til sjós,“ segir hann svo og kímir. „Við leigjum heim- ildirnar á 13 krónur kílóið frá rík- inu og greiðum af þessu veiðigjald. Það er 9,50 á kílóið. Síðan fáum við 80 krónur fyrir kílóið þegar við seljum. Það má því segja að það fari um 14 krónur af. Við erum því að fá 66.000 krónur fyrir tonnið. Þess vegna erum við tveir að basla við að róa með tvo báta til að hafa laun við þetta. Veiðipotturinn er bara allt of lítill og það er mjög mikið af síld,“ segir Páll Aðalsteinsson sem er að hefja sína síldarvertíð þriðja árið í röð frá Stykkishólmi. Hólmarar sjá fram á síldarhrotu sem gæti varað fram á vordaga. „Við ætlum að vera á þessu í vet- ur. Í hitteðfyrra vorum við fram í mars. Þetta er gaman á meðan það stendur yfir, ekki síst í góða veðr- inu,“ segir Páll Aðalsteinsson. mþh Páll Aðalsteinsson á Fríðu SH.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.