Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 28

Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Meðal starfsmanna Vegagerðarinn- ar í Borgarnesi er vinnuflokkur sem annast línumerkingar vega. Pét- ur Guðmundsson sem hefur leitt þennan flokk frá árinu 2005 seg- ir að nýliðið sumar sé það erfiðasta veðurfarslega síðan hann byrjaði í vegamáluninni. „Við vorum að klára megnið af okkar svæði núna um miðja vikuna. Fórum þá á Vest- firðina, en venjulega höfum við ver- ið búnir í júlíbyrjun nema með þá kafla sem þá hefur átt eftir að setja yfirlögnina á,“ sagði Pétur þegar blaðamaður Skessuhorns hitti mál- unarflokkinn í porti Vegagerðar- innar í Borgarnesi sl. fimmtudag. Þeir Magnús Magnússon og Davíð Sigþórsson eru að mála veglínurn- ar með Pétri. Þeir sjá um svæðið frá Hvalfjarðarbotni austur á Reyðar- fjörð, að Vestfjörðum, Tröllaskaga og vegum á Héraði meðtöldum. Pétur segir að síðasta sumar hafi verið mjög erfitt vegna mikilla rign- inga. „Við komum okkur fyrir á Ak- ureyri um tíma og sættum svo færis út frá veðurspám í hvaða átt skyldi halda,“ segir Pétur. Svæðið sem þeir Borgnesingar eru með er mjög stórt og á framkvæmdakorti sumarsins mátti sjá að víða var lagt nýtt slitlag á smáköflum. Þá eru einnig margir staðir þar sem mikið álag er á veg- um og mála þarf þykkari línur, svo sem í gegnum þéttbýli og á heiðum og fjallvegum þar sem mikið reyn- ir á m.a. vegna snjómoksturs. Ann- ars segir Pétur að megnið af veg- línunum sé plastefni sem mjög fljótt er að þorna, en nýmáluð miðlína vegar er jafnan varin í smátíma eft- ir að hún er komin á. Pétur segir að nú sé aðeins eftir að mála á Borg- arfjarðarbrú þar sem framkvæmdir standa enn yfir og einnig smákaflar í yfirlögnum á Vesturlandi. þá Mikið stóð til í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykj- um sl. fimmtudag. Krakkarn- ir höfðu í áhugasviðsvali í 8. og 9. bekk á fimmtudögum í haust unn- ið að verkefnum tengdum flótta- mannahjálp. Ástandið í Sýrlandi hefur vakið athygli þeirra svo og þær fréttir sem berast af fleiri stríðshrjáðum svæðum í heimin- um. Til að veita þessum málefn- um lið ákváðu nemendur skólans að efna til flóamarkaðar. Í samstarfi við starfsfólks skólans og heimilin í nágrannasveitunum söfnuðu þau ýmsum munum sem til sölu voru á flóamarkaðnum. Haft var samband við Rauða krossinn og þaðan var fengið flóttamannatjald sem stað- sett var við inngönguna í skólann. Krakkarnir útbjuggu súpu sem var til sölu við tjaldið og rann hún ljúf- lega ofan í gesti. Mikið af fatnaði, bókum og ýms- um varningi safnaðist og var til sölu. Veggir skólans voru skreytt- ir og ýmislegt að sjá. Nemendur voru líka á nytjamarkaðinum með hluti til sýnis sem þeir höfðu gert í áhugasviðsvali og uppboð var á list- munum sem þau höfðu gert. Nem- endur í 1.-8. bekkur voru með tón- listaratriðið „cup song“, en það er lag sem er spilað á glös. Þá léku nemendur á píanó og 10. bekkur var með kaffisölu til að safna fyrir skólaferðalaginu í vor. Á heimasíðu skólans kemur fram að afrakstur hafi verið góður af markaðinum. Súpa seldist fyrir 20.000 krónur og alls seldist varn- ingur fyrir um 89.000 á flóamark- aðinum. Auk þess lagði byggðar- ráð Borgarbyggðar til 100 krónur fyrir hvern nemaenda í sveitarfé- laginu í söfnunina, sem rennur til Rauða krossins og að hluta til Uni- cef barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Þá Alexandra Chernyshova söngkona, Jónína Erna Arnardóttir píanó- leikari og Guðrún Ásmundsdótt- ir leikkona koma fram á næstu tón- leikum Tónlistarfélags Borgar- fjarðar. Tónleikana, sem bera yfir- skriftina Stúlka frá Kænugarði, hafa þær stöllur flutt áður, meðal ann- ars í Hörpu og Selinu á Stokkalæk. Á efnisskrá eru úkraínsk þjóðlög, sum hver frá 16 öld. Þessi lög eru venjulega sungin án undirleiks eða með undirleik á kobza, sem er gam- alt þjóðlegt hljóðfæri. Lögin verða hér flutt í útsetningum frægra úkra- ínskra tónskálda á borð við Lisenko, Ljatoshinskiy, Zaremba, Chisko, Verjevki og Kaufmana. Dagskráin er létt og skemmtileg og tekur um klukkustund í flutningi. Tónleikarnir verða í Borgar- neskirkju miðvikudagskvöldið 30. október næstkomandi og hefjast kl. 20.00. -fréttatilkynning Erfitt sumar til vegmálunar Pétur Guðmundsson til hægri ásamt Magnúsi Magnússyni og Davíð Sigþórs- syni sem kom til starfa í haust í stað Þiðriks Arnar Viðarssonar sem var í vinnuflokknum í sumar. Stúlka frá Kænugarði á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar Nemendur GBF á Kleppjárnsreykjum með flóamarkað Stúlkurnar tilbúnar í súpusöluna við tjaldið. Flóttamannatjald var fengið frá Rauða krossinum og var það staðsett við inngang skólans. Úrval fatnaðar var meðal þess sem til sölu var á flóamarkaðinum. Talsverður fjöldi bóka var til sölu á markaðnum. Ýmis varningur var til sölu. Nemendur hafa smíðað ýmislegt í skólanum í vetur. Guðmundur Friðrik Jónsson smíðaði sér þessa byssu. Veggir skólans voru skreyttir. Þessir strákar hafa dundað við að taka sundur tölvur í vetur og vita nú margt um hvernig þær eru byggðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.