Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Í byrjun október 2007 birtist frétt í
Skessuhorni þess efnis að til stæði
að bjarga sögufrægum bíl frá glöt-
un. Þetta var hópferðabíll sem
smíðaður var í Reykholti fyrir rétt-
um 50 árum og hafði það hlutverk
að flytja skólabörn á veturna en
var ekið í fjölmargar fjallaferðir á
sumrin. Bíllinn hefur alla tíð heitið
Soffía II. Eftir að hafa legið undir
skemmdum í nokkur ár á geymslu-
svæði í Straumsvík var Soffía II
hýst á Hvítárbakka í Borgarfirði.
Fyrir nokkru var rútan svo lánuð
til kvikmyndagerðar og ekki skilað
til varðveislu aftur og var því aftur
komin á vergang, ef svo má segja,
án þess að unnið hafi verið að við-
gerð eða endurnýjun. Nú hefur El-
ínborg Kristinsdóttir, ekkja Guðna
Sigurjónsson bifreiðasmiðs sem
lengi starfaði í Reykholti, ákveð-
ið að beita sér fyrir söfnun til að
hægt verði að fjármagna uppgerð
á rútunni Soffíu II með skrásetn-
ingarnúmerinu M-720. Þessi rúta á
sér merka sögu sem sjálfsagt er að
halda til haga og rifja hér upp:
Fyrsta Soffían
var magasleði
Byrjum á að vitna í þessa sex ára
gömlu frétt úr Skessuhorni, því sú
frásögn stendur enn: „Soffía II er
fjallabíll með þessu skemmtilega
nafni, borgfirsk að hönnun og gerð
en samsett úr hráefni héðan og
þaðan ættuðu úr smiðju Bedfords
og Bens meðal annars. Smíði bíls-
ins sem um ræðir á sér langa sögu
sem teygir sig til Reykholts í Borg-
arfirði þar sem rekin var umfangs-
mikil yfirbyggingarstarfsemi fyrir
jeppa og rútubíla. Bílasmiðja Guð-
mundar Kjerúlf byggði á 6., 7. og 8.
áratug liðinnar aldar yfir rúmlega
30 stærri bíla, svo sem hópferða-
bíla og eldhúsbíla fyrir Guðmund
Jónasson, Sæmund Sigmundsson,
Úlfar Jakobssen og fleiri hópferða-
fyrirtæki. Þá var einnig byggt yfir
fjölda jeppa af Rússa,- Willys- og
Lapplandergerð svo dæmi séu tek-
in. Í Reykholti var byggt yfir tvo
bíla sem Guðmundur heitinn Kjer-
úlf og Guðni Sigurjónsson, starfs-
maður hans, nýttu til skólaaksturs
á Kleppjárnsreykjum á veturna en
til fjallaferða á sumrin. Þeir bílar
fengu nafnið Soffía II og Soffía III.
Upphafið af Soffíunum var magas-
leði sem þeir smíðuðu og var síð-
ar settur ofan á stýrishús Soffíu I en
á honum stóð „Soffía“ og þar með
festist nafnið á rútur í þeirra eigu.
Soffía III er 34 manna rúta sem enn
er til norður í Skagafirði. Soffía II
var smíðuð árið 1963 í Reykholti
upp úr grind af Bedford frá breska
hernum en með vél úr Bens. Bíllinn
er merkisgripur um margt, mjög
sérstök í útliti og hönnun, og ber
með sér að hjá bílasmiðju G Kjerúlf
voru hagleiksmenn að störfum.“
Er í merkilega
góðu ástandi
Árið 2007 framkvæmdi Jón Frið-
rik Jónsson á Hvítárbakka lauslega
skoðun á ástandi rútunnar. Þá taldi
hann Soffíuna vera í mun betra
ástandi en hann hafði átt von á og
líklega yrði minna mál að gera hana
upp en talið hafði verið. Í hans huga
var Soffía fyrst og fremst Borgfirð-
ingur og ætti hvergi heima nema á
Búvélasafninu á Hvanneyri, þegar
búið yrði að gera hana upp. Grípum
niður í spjall við Jón Friðrik 2007:
“Það er með ólíkindum hvað þessi
bíll er vel með farinn þrátt fyrir að
hafa verið á hrakhólum undanfar-
in ár og ber vott um hvernig lista-
smiðir störfuðu í Reykholti á sínum
tíma. Þá er hönnun rútunnar ekki
síður merkileg og í raun einstök,”
sagði Jón Friðrik.
Tafir hafa orðið
á verkinu
Árið 2007 þegar Soffíu II var kom-
ið í húsaskjól naut Guðna Sigur-
jónssonar enn við, en hann lést
árið eftir án þess að byrjað yrði
að gera bílinn upp eins og hugur
hans hafði vissulega staðið til. Nú
vill Elínborg ekkja Guðna varð-
veita rútuna og hefja söfnun til
verksins, vegna sögu þessa bíls og
til minningar um mennina sem í
Reykholti störfuðu á þessum tíma.
Elínborg segir að engum vafa sé
undirorpið að með varðveislu bíls-
ins verði menningarverðmætum
forðað frá glötun og merkilegum
hluta borgfirskrar samgöngusögu
haldið til haga. Undanfarin ellefu
ár hefur Soffía II verið að drabbast
niður og segist Elínborg vilja gera
allt sem í hennar valdi stendur til
að Soffía II fái þá virðingu sem
henni ber. Til þess hafi hún notið
aðstoðar fjölskyldunnar og ýmissa
annarra, en hefur nú opnað söfn-
unarreikning til að hægt verði að
hefja hina eiginlegu endurbygg-
ingu bílsins.
Á kaf í djúpu laugina
„Menn hafa lýst bílnum þannig að
allt sem sést þarfnist án efa endur-
nýjunar og endurgerðar. Ástand-
ið á bílnum er mun verra í dag en
það var 2007. Kramið er hins veg-
ar í merkilega góðu lagi og Soffían
fer í gang. Nú verður bíllinn tek-
inn í sundur og endurbyggður eft-
ir því sem efni og aðstæður leyfa,“
segir Elínborg.
Síðastliðinn sunnudag var Soffía
II flutt í húsnæði byggingafyrir-
tækisins Aleflis í Mosfellssveit, en
Arnar Guðnason, sonur Elínborg-
ar á hlut í fyrirtækinu. Búið er að
stúka af bil í iðnaðarhúsi Aleflis
þar sem hugmyndin er að Soffía
verði rifin og endurbyggð smám
saman á ný. „Ég veit að ég er að
henda mér út í djúpu laugina með
að beita mér fyrir þessu, en það
verður bara að koma í ljós hvernig
gengur að krafla sig upp á bakkann
aftur. Það hafa líka margir fleiri en
Arnar og félagar hans lofað að-
komu og stuðningi sem fyrr við
þetta verkefni. Meðal annars hef-
ur Steindi frá Brennistöðum lof-
að mér að hafa umsjón með verk-
lega hlutanum. Það verður byrj-
að að taka yfirbygginguna af og
skoða grindina. Sjálfur undirvagn-
inn á að vera í þokkalegu lagi og
vélin fer í gang. Það er yfirbygg-
ingin og það sem sést sem er verst
farið og nú hefst bara vinnan á
langlegudeildinni sem opnuð hef-
ur verið fyrir bílinn. Tíminn verð-
ur svo að leiða í ljós hversu langt
þetta kemst og hvenær,“ segir El-
ínborg að endingu.
Söfnunarreikningur vegna end-
urbyggingar hinnar borgfirsku
Soffíu II er þessi: 0115-26-10720
og kennitalan 090741-2689.
mm
Hinni fimmtugu Reykholts-Soffíu II bjargað frá glötun
Soffía II í einni af fjölmörgum fjallaferðum meðan hún var upp á sitt besta. Hér á Gæsavatnsleið.
Þannig leit Soffían út á sunnudaginn skömmu áður en hún var færð inn á „lang-
legudeildina“ í húsnæði Aleflis í Mosfellsbæ.
Það er enginn bilbugur á Elínborgu Kristinsdóttur og ætlar hún nú að hefja söfnun
til stuðnings endurbyggingu Soffíunnar.
Hér eru f.v. Guðni Freyr Arnarsson, Magnús Kristinsson, Arnar Guðnason og
Elínborg Kristinsdóttir.
Þessi mynd var tekin þegar Soffíu II var í fyrra skiptið komið í húsaskjól árið 2007
eftir erfiða útiveru í Straumsvík.
Soffía III og Soffía II, skólabílar á Kleppjárnsreykjum til fjölmargra ára. Soffía III er
til norður í Skagafirði.
Hér er fyrsta Soffían; Soffía I. og magasleðinn uppi á þaki hennar.