Skessuhorn - 23.10.2013, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Freisting vikunnar
Brauðréttur úr fórum Jóhönnu
Einarsdóttur Vestmann
Einfaldur og einstaklega góður
brauðréttur er freisting vikunn-
ar að þessu sinni. Jóhanna Einars-
dóttir Vestmann gaf Skessuhorni
uppskriftina en rétturinn hef-
ur verið vinsæll í boðum í henn-
ar fjölskyldu í áraraðir og klárast
yfirleitt alltaf ef hann er lagður á
borð. Upphaflega var uppskriftin
frá móður Jóhönnu en uppskriftin
hefur gengið á milli kynslóða því
dætur, tengdadætur og barnabörn
Jóhönnu hafa einnig boðið upp
á réttinn í afmælum og boðum.
Rétturinn er einfaldur í gerð en
best er að undirbúa hann einum
eða tveimur dögum áður en hann
er borinn fram.
Það sem þarf í brauðréttinn:
Vínber, bæði græn og blá
2 paprikur, bæði rauð og græn
5 – 6 egg, harðsoðin
skinka, u.þ.b 1 - 1½ bréf
Blaðlaukur – u.þ.b. hálfur en
magnið fer eftir smekk, best að
smakka til.
Ananaskurl, lítil dós (vökvanum
hellt af)
Sætt sinnep
Majones, lítil dós
Þeyttur rjómi eða 18% sýrður
rjómi, u.þ.b. 2 – 3 msk.
Brauð (franskbrauð eða sam-
lokubrauð)
Aðferð:
Fyrst er skorpan skorin af brauð-
inu. Því næst þarf að raða brauð-
sneiðunum í eldfast mót og smyrja
sætu sinnepi létt yfir þær.
Skera paprikuna og blaðlaukinn
smátt, skera soðin egg og skinkuna
í bita og skera vínberin til helm-
inga. Því næst er paprikunni, blað-
lauknum, hluta af vínberjunum,
eggjunum og skinkunni blandað
saman í skál ásamt ananaskurlinu,
majonesi og rjóma. Magnið af
majonesinu og rjómanum fer eft-
ir smekk, eftir því hve fólk vill hafa
réttinn blautan.
Því næst þarf að setja vel af
blöndunni yfir brauðið og svo
setja annað lag af brauði ofan á
með sinnepi og svo koll af kolli en
passa að blandan sé efsta lagið.
Á endanum er skreytt með af-
ganginum af vínberjunum og
plastfilma sett yfir réttinn. Hann
þarf svo að standa í ísskáp yfir
nótt að minnsta kosti, helst aðeins
lengur.
grþ
Freisting vikunnar
Girnd til vífa, valda og fjár varð honum að falli
Vísnahorn
Heilir og sælir lesendur
mínir.
Kunningi minn var að spyrja mig hvort ég
kannaðist eitthvað við eftirfarandi kveðskap
sem hann taldi sig vera búinn að kunna hrafl
úr í ein 50 ár hið minnsta. Hann telur að
þetta hafi verið þrjú erindi en er nú búinn að
gleyma einu og hálfu þannig að það sem eftir
stendur er eitthvað á þessa leið:
They are telling us that very soon
we might be living on the moon
but as for me I do not care
it must be very cold out there.
It might be helpful soon or late
for those who wish to emegrate
?
Þarna gæti verið á ferðinni gamall dægur-
lagatexti eða skáldskapur eftir einhvern sem
á ensku að móðurmáli nú eða bara eftir ein-
hvern gamansaman Íslending. Engin ábyrgð
er hins vegar tekin á réttri stafsetningu eða
að hvert orð sé rétt munað en endilega hafið
samband ef eitthvað rifjast upp.
Nú stefnir að því að lífið verði heldur rólegra
hjá mörgum en það er hinsvegar ekki mjög
gott fyrir skrokkinn að hreyfingin verði of lít-
il. Þar af leiðir að að sjálfsögðu nauðsyn þess
að stunda einhverja líkamsrækt og eftir Skúla
Pálsson eru eftirfarandi heilsuræktarvísur:
Heilsusamlegt hlaupið er
en hollara og betra
mun að skella í sundlaug sér
og synda þúsund metra.
Mörgum eflaust gera gott
gömul jógafræði,
heldur kýs þó heitan pott
og hugsa þar í næði.
Já, það er margt og mikið hægt
og mikil þörf að vanda
lífið sjálft og leggja rækt
við líkama og anda.
Hremmingar íslensks landbúnaðar virðast
seint ætla að verða við nögl skornar. Samt er
það svo að nánast hver einasti maður þarfn-
ast bónda þrisvar á dag ævina út. Þörf manna
á öðrum starfsstéttum er hinsvegar frá því að
vera kannske tvisvar í viku til tvisvar á ævinni
eða jafnvel aldrei. Þórarinn M Baldursson
orti þessa hugleiðingu um andlegar þjáningar
bænda og landbúnaðarverkamanna:
Margt er böl og bannsett kvöl
sem bóndagreyið hefur.
Illt er að binda ást við kind
sem enga móti gefur.
Ei má kossum eyða á hross
í aðdáunarbríma.
Undir kú gríp aldrei þú
utan mjaltatíma.
Á mun hængur ef í væng
við önd vilt stíga þína,
og út í hött að kalla kött
kærustuna sína.
Upp til dala ergir hal
einsemd lífs á gangi,
unaðs leita ei hjá geit
enda þótt þig langi.
Í framhaldi af þessu kvað svo Aðalsteinn Arn-
björnsson:
Andinn veit að uppí sveit
er unaðsreitur daga,
en aldrei deita ættir geit
unga og feita í haga.
Síst skal ég verða til að gera lítið úr vandræð-
um þeirra sem sitja fastir í skuldabaslinu síð-
an fyrir hrun og bíða úrlausna sem allnokkur
tregða virðist á. Peningavandræði þjóðarinn-
ar eru þó ekki ný af nálinni og á tímum Við-
reisnarstjórnarinnar sálugu var kveðin eftir-
farandi hugleiðing um lífið:
Í fjármálum gekk mér flest til meins
á fjórða viðreisnarári
þó að ég væri alltaf eins
og útspýttur hundsskinnsnári.
Það dundu semsé ósköpin öll
á mér á degi hverjum.
Yfirvofandi víxlaföll
til viðbótar heimiliserjum.
Við hundskömmumst hjónin þó hún sé sko
heilmikið betri en engin
og ég sé bæði af mér og úr mér svo
andskotalega genginn.
Minnið er líkast lekum knör
og líkaminn ógnar skrifli
samt hygg ég kotbóndans kjöt og mör
kransæðar mínar stífli
Um líkt leyti mun einnig þessi klásúla hafa
verið saman sett:
Það lendir svo margt í heimi hér
í handaskolum og pati.
Á landsprófum öllum erum vér
oftast á rótargati
og verðbólgan magnast og vindurinn fer
úr viðreisnarapparati.
Hver sjálfstæðishetja orðin er
aumari en hægri krati!
Stundum verður meðal manna einhver um-
ræða um bragfræðireglurnar en ekki ætla ég
svosem að blanda mér mikið í þá umræðu
enda hef ég aldrei getað lært reglur og að auki
eru þær ekki alltaf þess eðlis að hægt sé að
taka þær bókstaflega. Hermann Jóhannesson
orti eftirfarandi um gagnmerkan guðsmann
og leiðtoga austur í Persíu:
Steyptist erkiklerkur klár
Khomeni af stalli.
Girnd til vífa, valda og fjár
varð honum að falli.
Séra Stefán á Mosfelli var sömuleiðis stór-
merkur klerkur og einkum frægur fyrir krafta
sína. Eitt sinn dró hann fullorðna kú upp úr
dýi með því að taka í eyrun á henni og þótti
hraustlega gert að vonum. Um þá atburði
kvað Hermann:
Stebbi sterki, klerkur klár,
kúna dró úr feni.
Sá var ekki síður knár
en sérann hinn, Khomeni.
Mörgum kann að virðast að í þessari vísu séu
aukastuðlar til baga en séu fyrstu línurnar
bornar saman sést að þar ræður mestu skipt-
ing orðanna þannig að alltaf verður að ein-
hverju leyti um huglægt mat að ræða. Hins-
vegar fyrst búið er að blanda séra Stefáni inn
í þetta er kannske rétt að birta vísu um ung-
versku frelsishetjuna Kossúth eftir Benedikt
Gröndal:
Mér er sem ég sjái hann Kossúth
á sinni gráu reka hross út.
Sína gerir hann svipu upp vega
sérastefánsámosfellilega.
Á fyrstu árum hins svokallaða atómkveðskap-
ar var töluverð umræða um þá bókmennta-
grein og sýndist sem oftar sitt hverjum. Einn
gamall og góður vinur minn hélt því fram að
þetta væri jafnréttismál því atómkveðskap-
urinn hefði verið fundinn upp til þess að all-
ir gætu ort, líka þeir sem ekki gætu ort. Ekki
man ég betur en það væri Bjarni frá Gröf sem
kvað:
Ég elska þessi atómljóð sem enginn skilur.
Þau hvíla alveg í mér vitið
sem er að verða þreytt og slitið.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Laugardaginn 26.
október klukkan 20
frumsýnir Einar Kára-
son „Íslenskar hetjur
frá Gretti til Péturs
Hoffmanns,“ í Land-
námssetrinu í Borgar-
nesi. Einar er sagna-
maður af lífi og sál
og hrýfur áhorfend-
ur með sér inn í töfra-
heim sagnalistarinn-
ar. Að þessu sinni
fer hann með gest-
um í gegnum Íslands-
söguna í 1000 ár allt
frá tímum Grettis Ás-
mundarsonar til Pét-
urs Hoffmanns. Ein-
ar segir sögur af alvöru
hetjum, merkilegu og
skemmtilegu fólki sem
á vegi okkar verða á
leiðinni í gegnum ald-
irnar.
-fréttatilkynning
Sr. Bára Friðriksdóttir er einn átta
umsækjenda um embætti sóknar-
prests á Staðarstað. Maki hennar
er Guðmundur Steinþór Ásmunds-
son, prentsmiður og eiga þau tvö
uppkomin börn. „Sr. Bára hefur
15 ára prestsreynslu bæði af lands-
byggð og höfuðborgarsvæði. Þar af
var hún settur héraðsprestur tvö ár
í Hallgrímskirkju. Hún hefur dá-
læti á börnum og hefur unnið mik-
ið með þeim í gegnum tíðina. Auk
guðfræði hefur hún lært nokkuð í
sjúkrahúsprestsnámi og er langt
komin með meistaranám í samnor-
rænum öldrunarfræðum sem nýtist
vel í prestsþjónustu. Eitt ár leysti
hún af sem félagsmálastjóri og hef-
ur því einnig reynslu af málefnum
einstaklinga út frá hlutverki stjórn-
sýsluvaldsins. Hún hefur alla tíð
sungið í kórum og gutlar á gítar.
Sr. Bára hefur opnað heimasíðu á
www.barafrid.wordpress.com þar
sem m.a. má fylgjast með yfirferð
hennar í sveitunum fram að kjör-
degi,“ segir í tilkynningu. mm
Rétturinn lítur vel út eftir að búið er að skreyta með vínberjum.
Einar Kárason.
Hetjur frá Gretti til
Péturs Hoffmanns
Séra Bára býður sig fram
í prestskosningu