Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Sunnudaginn 20. október sl. var haldin hrútasýning að Lækjarbug á Mýrum. Eigendur mættu með 31 lambhrút. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum; mislitir, kollóttir og hvítir hyrndir, en auk þess voru veitt verðlaun fyrir besta hrút sýn- ingarinnar „Mýrahrútinn”. Í flokki mislitra var talinn bestur Óli frá Leirulæk númer 71, grár undan Gaur 09-879. Í öðru sæti var einn- ig grár hrútur, frá Brúarfossi núm- er 91 undan Kál-Móra. Í þriðja sæti var hrútur frá Leirulæk, númer 71 undan Streng 09-891. Af kollóttum hrútum þótti af öðrum bera hrút- ur númer 55 frá Lækjabug undan Stera 07-855. Í öðru sæti var hrútur númer 145 frá Rauðanesi III undan Streng 09-891 og þriðji Hrói númer 10 frá Tröðum undan Hetti 09-887. Af hvítum hyrndum hrútum var dæmdur bestur hrútur númer 45 frá Mel undan Hergli 08-870. Hann hlaut einnig hinn eftirsótta verð- launaskjöld og titilinn “Mýrahrút- urinn 2013” og munu hjónin á Mel, þau Þórey og Sigurjón, varðveita skjöldinn næsta árið. Næstbestur í þessum flokki var hrútur númer 151 frá Rauðanesi III undan Jaka frá sama bæ. Þriðji var „Kristján minn” númer 115 frá Tröðum undan Snæ 07-867. Dómarar á sýningunni voru þeir Lárus Birgisson og Jón Viðar Jón- mundsson. Í lok sýningarinnar af- henti Jón Viðar verðlaunaskjöldinn og flutti í leiðinni stutta tölu þar sem hann sagði hrúta hafa verið jafna og góða. Sagðist hann einnig hafa verið viðloðandi fjárrækt á Mýrunum síð- an 1974 og að síðan þá hefðu orð- ið miklar framfarir í ræktun, sérstak- lega í afurðum ánna. Fjölmenni var á sýningunni og fóru menn glað- ir heim með sín verðlaun, sem voru í boði Kaupfélags Borgfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga. Þeir sem engin verðlaun hlutu gátu leitað sér huggunar í veitingum í boði ungmennafélagsins og byrjað að leggja drög að betri árangri að ári liðnu, segir Guðbrandur á Stað- arhrauni sem sendi blaðinu þennan pistil. þá/ Ljósm. frá Staðarhrauni. Hrútasýningar á Snæfellsnesi fóru fram um síðasta helgi, á föstudags- kvöldið í Haukatungu í fyrrum Kol- beinsstaðarhreppi en á laugardegi á Hömrum við Grundarfjörð. Vegna varnarlínu verður að hafa tvær sýn- ingar á Snæfellsnesi. Á laugardeg- inum voru svo veitt verðlaun fyr- ir bestu hrúta í hverjum flokki. Keppt er í þremur flokkum; koll- óttum, mislitum og hvítir hyrnd- ir hrútar. Mætt var til leiks nú með töluvert færri hrúta en undanfar- in ár, trúlega vegna slæms árferð- is og lömb almennt lakari en und- anfarin ár. Dómarar voru Jón Viðar Jónmundsson og Lárus Birgisson. Nefndi Jón Viðar það sérstaklega hvað það hefðu orðið miklar fram- farir í ræktuninni á undanförnum árum. Minna væri þó um toppana en hrútarnar væru orðnir jafn góðir og gerði það dómarastörfin töluvert erfiðari. Einnig minntist hann á að minna væri af hrútum undan sæð- ishrútum, en á flestum bæjum eru heimahrútarnir orðnir mjög góðir og gefa hrútum Sæðingarstöðvar- innar ekkert eftir. Einnig voru veitt verðlaun fyr- ir kindur fæddar 2008 sem eru með hæst kynbótamat. Í 3. sæti var kind frá Kristbirni og Aðalbjörgu Hrauns- múla, í öðru sæti kind frá Önnu Dóru og Jóni Bjarna á Bergi og í fyrsta sæti var kind frá Jörfabúinu. Í flokki kollóttra hrúta kepptu ein- ungis tíu hrútar, þrír sunnan meg- in og sjö vestan megin. Í 3. sæti varð hrútur frá Ólafi Tryggvasyni frá Grundarfirði og í 1. og 2. sæti voru hrútar frá Hjarðarfelli. Í flokki mis- litra kepptu 13 hrútar, þrír sunn- an megin en tíu vestan megin. Þar varð í 3. sæti hrútur frá Hofstöð- um, 2. sæti hrútur frá Hraunsmúla og í 1. sæti hosubotnóttur hrútur frá Sigurði Gylfasyni frá Tungu. Í flokki hvítra hyrnda hrúta kepptu 36 hrútar, 15 sunnan girðingar og 21 vestan. Í 3. sæti varð hrútur frá Bæring og Hermanni í Stykkis- hólmi, í 2. sæti hrútur frá Mávahlíð og í 1. sæti varð hrútur frá Hjarð- arfelli. Sá hrútur var einnig valinn besti hrútur sýningarinnar og fengu Hjarðarfellshjónin farandskjöld- inn til varðveislu. Þessi skjöldur er afar glæsilegur og trúlega elsti far- andgripur sem veittur er við svona tilefni. Efstu þrír í hverjum flokki fengu einnig gjafabréf frá verslun- inni Blómsturvöllum á Hellissandi, nýju bókina Sauðfjárrækt á Íslandi og einnig ýsuflök. þá/iss/tfk Hrútasýningar á Snæfellsnesi Eigendur efstu sæta hyrndra hrúta. Ljósm. Iðunn Silja. Eigendur hrúta í efstu sætum í flokki mislitra. Ljósm. Iðunn Silja. Harpa og Guðbjartur frá Hjarðarfelli áttu tvö efstu í flokki kollóttra og efsta hyrnda hrútinn sem var einnig valinn besti hrútur sýningarinnar. Ljósm. tfr. Hosubotnóttur hrútur frá Sigurði Gylfasyni frá Tungu var efstur í flokki mislitra. Ljósm. tfk. Mikið var þreifað á hrútasýningunni. Ljósm. tfk. Vel var mætt á hrútasýninguna. Ljósm. tfk. Fjölskylda sigurvegarans. Þórey og Sigurjón á Mel varðveita skjöldinn næsta árið. Hrútasýning að Lækjarbaug á Mýrum Tveir gráir. Bjarki Blær heldur í besta kollótta hrútinn sem hann á sjálfur. Flottir Mýramenn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.