Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Page 1

Skessuhorn - 30.10.2013, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 16. árg. 30. október 2013 - kr. 600 í lausasölu 10 töflur 25% afslát tur FISKI- OG HUMARSÚPA Í HÁDEGINU ALLA DAGA OPIÐ: 11.00–18.00 MÁN–FÖS WWW.SHIPOHOJ.IS BORGARNESI ERUM BYRJUÐ AD TAKA NIÐUR PANTANIR FYRIR SKÖTU OG ÚTVATNAÐAN SALTFISK KLÁRA Í POTTINN Á ÞORLÁKSMESSU SÍMI 691-7367 (MÆJA) HÖFUM TEKIÐ Í SÖLU ILMVÖRUR FRÁ CHANEL FYRIR DÖMUR OG HERRA NÝTT NÝTT Íbúar Dalabyggðar eru mjög ósáttir við þær fyrirætlanir ríkis- stjórnar sem fram koma í fjárlög- um fyrir næsta ár, að annar tveggja sjúkrabíla í Búðardal verði færð- ur af staðnum og þar með verði enginn varabíll til staðar. Íbú- ar sem Skessuhorn hefur rætt við segja að með þessu sé enn verið að skerða öryggi fólks á svæðinu og þar með svæðisins sem búsetu- kosts. Fyrst hafi föst lögreglustaða verið tekin burtu og nú sé skert ör- yggi hvað sjúkra- flutningana varð- ar. Sveitarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum í gær- kveldi, um svipað leyti og Skessuhorn fór í prent- un. Sveinn Pálsson sveitarstjóri sagði þegar rætt var við hann í gærdag að flutningi sjúkrabílsins yrði mótmælt með bókun og rök- stuðningi. Sveitarstjórn liti þann- ig á að með því væri dregið úr ör- yggi íbúa fyrir sáralítinn sparnað. „Við sjáum ekki að annað myndi sparast en bifreiðagjöld og trygg- ingar, þar sem að rekstarþáttur- inn hefur ekki verið stór,“ sagði Sveinn í samtali við Skessuhorn. Gert er ráð fyrir í áætlunum stjórnvalda að um næstu ára- mót verði sjúkrabílum í Búðar- dal, Ólafsvík og á Hvammstanga fækkað úr tveimur í einn. Áætlan- ir gera ráð fyrir að áður en 2015 gengur í garð verði búið að fækka sjúkrabílum á landinu um níu, úr 77 í 68. Liður í sparnaðaraðgerð- unum er einnig að minni sjúkra- bílum í rekstri muni fjölga en þeim stærri fækka. Þórður Ing- ólfsson héraðslæknir í Búðardal hefur tjáð sig um málið. Hann segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Vegalengdir séu miklar á svæðinu og tíma- frekt sé að komast á milli staða. Með- allengd útkalla sé um fjórir tímar og þau geti farið upp í átta tíma. Það segi sig því sjálft að öryggið skerðist stórlega með því að enginn sjúkrabíll verði til vara ef annar verði færður burtu. Um- ferð hefur aukist stórlega sein- ustu árin um Dalina með tilkomu Djúpvegar yfir Þröskulda. Þórður segir að þegar alvarleg umferða- slys verði þurfi iðulega að senda tvo sjúkrabíla á vettvang. Hann segist ekki hafa nákvæmar tölur um fjölda þeirra útkalla á árinu sem báðir bílarnir voru sendir út á sama tíma, en þau séu nokkur. „Við sendum varabílinn aldrei út nema um bráðatilvik sé að ræða. Fjarlægðir og löng útköll þýða að varabíll er okkur nauðsynlegur,“ segir Þórður héraðslæknir. þá Á Hausthátíð Félags sauðfjárbænda í Dölum var margt á dagskrá, en hátíðin fór fram um liðna helgi. Meðal annars var blásið til ljósmyndasamkeppni. Fyrstu verðlaun hlaut þessi mynd Valdísar Einarsdóttur af smalahundi við skyldustörf. Nánar um hausthátíðina á bls. 32. Tvennum sögum fer af síldveið- unum í Breiðafirði. Fjöldi smábáta hefur stundað lagnetaveiðar á und- anförnum vikum en nú eru flest- ir við það að stöðvast þar sem afla- heimildir til trilluflotans eru á þrot- um. Stóru skipin fá hins vegar ým- ist í ökkla eða eyra. Dæmi eru um að menn „búmmi“ gersamlega sem kallað er, en þá kasta menn nót- unum og fá lítið eða ekkert. Aðrir hafa verið heppnari og fengið stór köst. Síldveiðiskipin eru að veið- um örgrunnt uppi í harða landi við ströndina í Helgafellssveit. „Það eru 14 smábátar á sjó núna en menn fara að verða stopp því kvótinn sem þeim var úthlutað er á þrotum. Það veit enginn hvort og þá hve- nær stjórnvöld úthluta meiri síldar- kvóta til smábátanna. Síldveiðarnar eru búnar að ganga ljómandi vel og líklega komin um 280 tonn á land hér í Stykkishólmi. Langmest hefur verið unnið hér í bænum hjá Agust- son ehf.,“ sagði Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi þegar Skessuhorn hafði samband síðdeg- is í gær. Á sama tíma var áhöfn HB Granda skipsins Faxa RE lón- andi á skipi sínu rétt austan við Bjarnarhöfn. „Það er mjög lítið að sjá. Þessi vertíð ætlar að fara mjög rólega af stað. Við komum hingað í gær og köstuðum einu sinni en fengum ekki neitt. Síð- an fengum við gefins 300 tonn úr nótinni hjá Sighvati Bjarna- syni VE. Okkur hefur ekki tek- ist að kasta á neitt í dag. Hér er mikið af trillum og þær eru fyr- ir. Svo er að koma myrkur og þá getum við ekkert unnið og síð- an er spáð leiðinda veðri á morg- un,“ sagði Albert Sveinsson skip- stjóri í gær. Að hans sögn voru að- stæður um margt erfiðar og veið- arnar hafa ekki gengið án óhapps fyrir útgerðina. „Stóru skipin hafa verið að fara mjög grunnt, það er kannski ekki nema eins eða tveggja faðma dýpi undir kilinum. Enda fór það svo að Lundey tók niðri þegar hún rak fiskleitartækjastaut- ana niður í botninn og varð að fara aftur til hafnar á Akranesi og leita viðgerða aðfararnótt mánudags. Þá vorum við á Faxa sendir út frá Akraneshöfn,“ sagði Albert skip- stjóri á Faxa RE. mþh Dalamenn mjög uggandi vegna sjúkraflutningsmála Þessi mynd er um margt lýsandi fyrir ástandið á veiðum Breiðafjarðarsíldarinnar þessa dagana. Börkur NS frá Norðfirði dælir úr nótinni á meðan Friðborg SH úr Stykkishólmi dregur netið. Báðir eru við veiðar uppi í harða landi. Ljósm. Alfons Finnsson. Rólegt á síld hjá stóru skipunum en smábátar að stoppa vegna kvótaleysis

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.