Skessuhorn - 30.10.2013, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Fimmtudaginn 7. nóvember ætl-
ar ferðaþjónustan á Vesturlandi að
halda sína þriðju uppskeruhátíð.
Hún verður í húsakynnum Foss-
hótela í Reykholti í Borgarfirði.
Dagskráin hefst um morguninn
þar sem helsta viðfangsefnið verð-
ur að ræða framtíð Markaðsstofu
Vesturlands. Undanfarin ár hefur
henni verið ætlað að sjá um mark-
aðskynningu og upplýsingagjöf
tengda ferðamálum í landshlutan-
um. Nú bendir margt til að kom-
ið sé að vatnaskilum í rekstrinum
þar sem taka þarf ákvarðanir um
rekstrarform Markaðsstofunnar
til framtíðar.
„Ég vona að sem flestir úr ferða-
þjónustunni á Vesturlandi sjái sér
fært að mæta auk sveitarstjórnar-
fólks. Þarna má fræðast um það
sem Markaðsstofa Vesturlands er
að gera og síðan taka þátt í um-
ræðum um hvernig ferðaþjónu-
greinin vill sjá stoðþjónustu við
þá sem starfa í greininni og hvern-
ig markaðsmálum verði háttað í
framtíðinni. Uppskeruhátíð ferða-
þjónustunnar er samstarfsverkefni
Ferðamálasamtaka Vesturlands og
Markaðsstofu Vesturlands. Við
ætlum að vera með vinnufundi
og starfshópa um morguninn þar
sem farið verður yfir hugsanlegar
breytingar á starfsemi og rekstrar-
fyrirkomulagi Markaðsstofunnar.
Greinin þarf líka að gera það upp
við sig hvort og þá hvernig Mark-
aðsstofu hún vilji hafa í framtíð-
inni,“ segir Rósa Björk Halldórs-
dóttir framkvæmdastjóri Mark-
aðsstofu Vesturlands.
Rósa Björk segir að eignarhaldi
á Markaðsstofunni sé þannig hátt-
að í dag að Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi eiga meirihlutann.
“Síðan eru það Ferðamálasam-
tök Vesturlands sem ráða ekki yfir
miklum fjármunum. Þriðji hlut-
hafinn er All senses ferðaþjón-
ustuklasinn hér á Vesturlandi sem
heldur á enga fjármuni til skipt-
anna. Hlutafé SSV var aukið síð-
astliðið vor. Árið 2012 unnum
við mjög góða stefnumótun fyrir
ferðaþjónustuna á Vesturlandi en
spurningin er hvort greinin þurfi
að leggja meira til en hún hefur
gert.“
Dagskrá uppskeruhátíðar ferða-
þjónustunnar verður í stórum
dráttum þannig að fyrir hádegi
verður vinnufundur þar sem fram-
tíð Markaðsstofu Vesturlands er
aðalviðfangsefnið. „Þessi fund-
ur verður mjög mikilvægur fyr-
ir framtíð Markaðsstofunnar og
hvernig við viljum sinna markaðs-
málum ferðaþjónustunnar á Vest-
urlandi. Við munum fara nán-
ar yfir fjármál og stöðu markaðs-
stofunnar til þessa og kynna ítar-
lega á þessum vinnufundi í Reyk-
holti. Að honum loknum munu
svo áhugaverðir gestafyrirlesar-
ar halda erindi eftir hádegi. Síðan
verður farið í óvissuferð og endað
með kvöldverði á Fosshótel Reyk-
holti,“ segir Rósa Björk.
mþh
Uppskeruhátíð ferða-
þjónustunnar verður í
Reykholti 7. nóvember
Frá Reykolti í Borgarfirði þar sem ferðaþjónustan ætlar að halda uppskeru-
hátíð sína 7. nóvember. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Stjórn Markaðsstofu Vesturlands
hefur ákveðið að leggja niður stöðu
framkvæmdastjóra. Framtíð stof-
unnar og markaðsmála í landshlut-
anum er í nokkurri óvissu. Rétt
áður en stjórnin tók þessa ákvörð-
un hafði Rósa Björk Halldórsdótt-
ir, sem hefur gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra frá 2011, tilkynnt að
hún hygðist segja stöðu sinni lausri.
Þessar hræringar tengjast breyting-
um sem fyrirsjáanlegar eru á rekstr-
arfyrirkomulagi Markaðsstofunnar,
Menningarráðsins, Vaxtarsamnings
og fleiri stoðverkefna á Vesturlandi
sem aðalfundur Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi lagði drög að
á síðasta aðalfundi. „Þegar ég til-
kynnti stjórn Markaðsstofu Vestur-
lands að ég hygðist segja upp stöðu
minni bað stjórnarformaður MV
mig um að bíða með uppsögnina.
Í framhaldinu og á síðasta stjórn-
arfundi ákvað stjórnin svo að leggja
niður stöðu framkvæmdastjóra. Það
er í sjálfu sér rökrétt. Ef það á að
breyta stöðu Markaðsstofunnar um
áramótin og stokka upp öll fjármál
hennar er eðlilegt að menn reyni að
forðast launaskuldbindingar eftir
þann tíma,“ segir Rósa Björk Hall-
dórsdóttir í samtali við Skessuhorn.
Blómstrandi
atvinnugrein
Rósa segist hafa ákveðna framtíðar-
sýn fyrir ferðaþjónustuna á Vestur-
landi. „Hún byggir á því að við horf-
um nú á ferðaþjónustuna sem þá at-
vinnugrein sem skilar einna mest-
um gjaldeyristekjum fyrir ríkissjóð.
Þetta er orðin stærsta atvinnugrein
landsins. En á sama tíma erum við
mjög fjársvelt en eigum að starfa að
því að búa í haginn fyrir atvinnu-
greinina. Það er vissulega verið að
setja mikla fjármuni í Íslandsstofu.
Hún er að vinna virkilega gott starf.
Landshlutarnir eru hins vegar svelt-
ir og framlög til þeirra sæta skerð-
ingum. Þó höfum við náð miklum
Breytingar í burðarliðnum hjá Markaðsstofu Vesturlands
árangri hér á Vesturlandi þrátt fyr-
ir erfiðar aðstæður. Atvinnugrein-
in hefur vaxið mikið, ferðamanna-
tíminn lengst og töluverð fjölgun
ferðamanna og gistinátta milli ára
hefur skilað sér í okkar landshluta.“
Rósa Björk segir þó skjóta skökku
við að nú sé til dæmis litið á fjölda
gistinátta í ljósi áherslna á að byggja
upp ferðaþjónustu allan ársins hring
með áherslu á vetrartímann, þá hafi
aukningin verið langmest á höfuð-
borgarsvæðinu. „Ég vil berjast fyr-
ir því að það komi meiri fjármunir
til landshlutanna en atvinnugrein-
in sjálf þarf líka að leggja meira af
mörkum. Ekki bara í markaðsmál-
in heldur líka í atvinnuráðgjöf og
styrkingu innviða á ferðamanna-
stöðum á landsbyggðinni. Við verð-
um að efla þetta, en ekki draga sam-
an. Málið snýst um atvinnusköp-
un og byggðamál. Ferðaþjónust-
an skiptir gríðarlega miklu máli
fyrir landsbyggðina. Við verðum
að skapa störfin og fá þau hing-
að. Tengslanetið sem við höfum
myndað hér á Markaðsstofunni er
afar mikilvægt og verður ekki til af
sjálfu sér. Við starfsmenn MV horf-
um stundum til Bændasamtakanna
sem eru mjög vel skipulögð og veita
bændum ýmsa þjónustu. Við þurf-
um svona bakland fyrir ferðaþjón-
ustuna. Hingað kemur fólk nánast í
hverri viku með ótal spurningar því
það er að stofna ný fyrirtæki eða fólk
sem hefur verið í rekstri í nokkurn
tíma og leitar ráðgjafar. Við veitum
að sjálfsögðu ráðgjöf og höfum gert
það ókeypis. Hér hjá Markaðsstof-
unni er fyrir hendi mikil þekking
og við getum auðveldað fólki mjög
alla vinnu við að koma hugmynd-
um í framkvæmd. En það getur ver-
ið tímafrekt og það er eitt af því sem
verður að skoða í framtíðinni; á að
rukka fyrir þessa þjónustu eða á hún
að vera frí?
Viss vonbrigði
Rósa Björk hefur nú starfað í rúm-
lega tvö ár við Markaðsstofu Vest-
urlands. Hún dregur ekki dul á að
þessi tími hafi að mörgu leyti ver-
ið erfiður og starfið valdið henni
vonbrigðum. Samt vilji hún gjarnan
bjóða fram krafta sína til að vinna
að ferðmálum í landshlutanum. „Ég
vann áður hjá ferðaþjónustu,- mat-
væla- og menningarklasanum Ríki
Vatnajökuls með starfsaðstöðu á
Hornafirði. Ég réði mig hingað upp
á það að geta nýtt mína hæfileika,
styrkleika og tengslanet til að starfa
fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.
Mér finnst ég nánast ekki hafa feng-
ið vinnufrið til þess vegna þess að
það hefur farið svo mikil orka í
rekstur Markaðsstofunnar. Þegar
ég hóf störf lá fyrir eldri taprekstur
upp á níu milljónir króna. Við höf-
um verið að leita leiða til að greiða
niður þetta gamla tap og háa yfir-
dráttarheimild við viðskiptabank-
ann. Það hefur verið erfitt og fjöt-
ur um fót því við höfum líka þurft
að berjast fyrir því að eiga einhverja
fjármuni í markaðsmálin. Þrátt fyr-
ir þessa erfiðleika er ég hins veg-
ar reiðubúin að halda áfram ef for-
sendur breytast þannig að ég fái frið
til að einbeita mér að því að ná ár-
angri fyrir landshlutann.“
Vill nánari tengsl
við SSV
Hún segir að ýmsar hugmynd-
ir séu nú á borðinu. „Það er ver-
ið að hugsa þetta þannig að rekst-
ur Markaðsstofunnar fari yfir til
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
(SSV). Þar eru rekstrarfræðingar
sem eru miklu betur í stakk búnir
að sjá um rekstrarhlutann á Mark-
aðsstofunni. Við sem störfum hér
gætum og eigum að sinna mark-
aðsmálunum, vöruþróun og ráðgjöf
til greinarinnar,“ segir Rósa. Hún
bendir á að Vestfirðingar hafi val-
ið þessa leið og ekki sé annað að sjá
en það hafi gefið góða raun. „Mark-
aðsstofa Vestfjarða var sett undir
hatt Fjórðungssambands Vestfirð-
inga. Það hefur gengið ágætlega. Sú
óskastaða sem ég sé fyrir mér væri
að það væri hægt að byrja aftur á
núlli þannig að starfsmaður Mark-
aðsstofu Vesturlands þyrfti ekki að
hafa áhyggjur af daglegum rekstri.
Það yrði skýr rammi að starfa eftir
og þetta yrði sú Markaðsstofa sem
hún á að vera. Við yrðum áfram í
sama húsnæði hér í Borgarnesi en í
nánari tengslum við SSV. Þegar ég
starfaði hjá Ríki Vatnajökuls hafði
ég skrifstofu í Nýheimum á Horna-
firði. Þar er þekkingarsetur með
fólki úr ólíkum áttum. Við kom-
um saman á stuttum klasafundum
á hverjum degi og fengum þannig
stuðning hvert af öðru,“ segir Rósa.
Hún telur að hæglega megi koma
á svipuðu fyrirkomulagi með sam-
vinnu starfsfólks Markaðsstofunn-
ar við þann mannauð sem skrifstofa
SSV býr að í dag.
Rekstur upplýsingamið-
stöðva á Vesturlandi
Rósa Björk segir að það sé mikilvægt
að halda áfram rekstri upplýsinga-
miðstöðvar landshlutans í Borgar-
nesi. Þrátt fyrir að þetta sé ekki arð-
bær rekstur þá sé starfsemin mikil-
væg gagnvart ferðamönnum. „Þar
af leiðandi skiptir þetta miklu fyrir
ferðaþjónustugreinina í landshlut-
anum. Það eru klárlega samlegðar-
áhrif með upplýsingagjöf og mark-
aðssetningu. Við höfum puttann á
púlsinum á ferðamönnunum hverju
sinni og fáum upplýsingar sem nýt-
ast í markaðstarfi. Það vantar bara
tíma til þess að vinna úr upplýsing-
unum. Það þarf að efla samstarf-
ið milli upplýsingamiðstöðva á öll-
um svæðum landshlutans og þær
þurfa að tengjast betur landshluta-
miðstöðinni í Borgarnesi. Mikil-
vægt að samþætta upplýsingagjöf á
svæðunum við rekstur safna og sýn-
inga sem eru á framfæri sveitafélaga
í hagræðingarskyni en einnig til þess
að ná fram lengri opnunartíma. Það
er synd að mikill hluti þeirra góðu
safna og sýninga sem starfrækt eru í
landshlutanum séu lokuð á jaðar- og
vetrartíma þegar ferðamenn sækjast
eftir afþreyingu innanhúss.“
mþh
Ferðaþjónustan blómstrar á Vesturlandi. Hér eru ferðalangar við Deildartungu-
hver.
Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands.