Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Síða 16

Skessuhorn - 30.10.2013, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Þau eru mörg haustverkin þessa dagana í húsdýrahaldi í uppsveit- um Borgafjarðar. Sláturtíð á sauðfé er nú til að mynda langt komin. Önnur verk þarf einnig að vinna þótt minna beri á þeim. Búfjárrækt- in þarf vissulega sína athygli en það þarf líka að sinna fiskrækt. Vestur- land býr að mörgum af fengsælustu laxveiðiám landsins. Þær eru mik- il auðlind sem ekki skyldi vanmeta. Nýting veiðihlunninda er ein af stærri búgreinum landsins þar sem miklir fjármunir eru í húfi. Stang- veiði í ám og vötnum á Íslandi veltir um 20 milljörðum króna á ári, sam- kvæmt mati Veiðimálastofnunar. Ein fiskeldisstöð á Vesturlandi sinn- ir því að rækta laxaseiði sem sleppt er í árnar til að rækta fram öfluga veiðistofna og ná fram aukinni laxa- gengd. Skessuhorn leit í síðustu viku við í fiskeldisstöðinni að Laxeyri í Hálsasveit þegar unnið var að mik- ilvægustu haustverkunum og þeim sem skapa grunninn fyrir starfsemi stöðvarinnar. Það er hrognataka og kreisting á klakfiski sem ættaður er úr laxveiðiánum. Búa til seiði sem fara víða Þegar blaðamaður Skessuhorns kemur inn í herbergið þar sem klakið fer fram standa þar nokkrir starfsmenn stöðvarinnar. Nýskorn- ir laxar hanga á krókum meðfram einum veggnum. Það er augljóst að þetta eru fiskar sem hafa dval- ið sumarlangt í laxveiðiánum. Þeir eru komnir í dökka haustliti og eru mjóslegnir. Margar hvítar plastföt- ur standa á borði. Í þeim eru app- elsínugul hrogn. Nýlokið er við að taka hrogn úr laxahrygnunum sem hanga nú meðfram einum veggn- um. Þeirra hlutverki í þessu jarð- lífi er lokið. Þær hafa skilað af sér hrognum sínum og erfðaefni til næstu kynslóðar. Hrognin í fötun- um bíða þess nú að verða frjóvguð. Til að gera það þarf að sækja karl- kyns laxa út í kerin sem standa í eld- issalnum til hliðar við klakherberg- ið. Þeir eru kallaðir hængar. Það þarf að taka þá og kreista úr þeim sæðið sem kallast svil. Svilunum er blandað saman við hrognin sem frjóvgast síðan á augabragði. Næsta kynslóð laxa er kviknuð og tilbúin að taka við keflinu og færa erfða- efnið áfram. Í þetta sinn gerist það með hjálp og stjórnun mannshand- arinnar. Eftirlit alla daga ársins Fiskeldisstöðin er í reynd á tveimur stöðum. Það er í húsum á Laxeyri og svo að Húsafelli. „Hér eru yfir- leitt þrír starfsmenn allt árið. Svo fjölgum við fólki þegar topparnir koma eins og nú á haustin þegar við söfnum klakfiski og svo þegar verið er að kreista. Það er líka mikil vinna í kringum hrognin. Þau klekjast svo út í byrjun janúar. Svo er annríki aftur á vorin þegar verið er að keyra út gönguseiðunum til sleppingar í árnar. Í heildina má segja að þetta sé stanslaus yfirlega að reka svona stöð. Hér koma manneskjur hvern einasta dag ársins, þó ekki sé nema til að hafa eftirlit með að allt sé í lagi,“ segir Jón Guðjónsson stöðv- arstjóri. Hann segir að Veiðifélag Ytri Rangár eigi eldishúsin bæði á Laxeyri og á Húsafelli. „Stöðin hér á Laxeyri ræktaði seiði til sleppinga í Borgarfjarðarárnar og var upphaf- lega í eigu veiðifélaganna á svæðinu eftir að hún var stofnuð fyrir um 30 árum. Veiðifélag Ytri-Rangár eign- aðist stöðvarnar árið 2002. Það tók þá við þessum rekstri hér sem hafði verið frá upphafi og fólst í að þjón- usta árnar hérna í Borgarfirði. Í dag ölum við og afgreiðum seiði í margar ár hér í Borgarfirði, á Snæ- fellsnesi, Vestfjörðum og allt norð- ur í Fljót í Skagafirði. Á Suðurlandi erum við bara með eina á sem er Ytri-Rangá.“ Góður árangur í Ytri-Rangá Jón segir að Veiðifélag Ytri-Rangár sé orðið mjög öflugt enda hefur áin verið með þeim aflahæstu á landinu um árabil. Vel heppnuð framleiðsla á laxaseiðum á Laxeyri eigi stór- an þátt í þeirri velgengni. „Eigend- ur veiðifélagsins voru orðnir þreytt- ir á því að fá léleg seiði frá hinum og þessum seiðaeldisstöðvum. Þeir réðust því í kaup á þessum stöðv- um hér í Borgarfirði og hófu fram- leiðslu á eigin seiðum til slepping- ar í ána. Þá árið 2002 veiddust um 700 laxar á sumri í Ytri-Rangá. Í dag er hún yfirleitt að fara yfir fimm þúsund laxa hvert sumar. Mest var þegar við fórum í 14.700 laxa eitt sumarið,“ segir Jón sem hefur ver- ið stöðvarstjóri öll árin síðan Veiði- félag Ytri-Rangár tók við rekstrin- um. Hann útskýrir að það sé alfarið sleppt gönguseiðum í Ytri-Rangá. Gönguseiði eru laxaseiði sem eru orðin það stór og þroskuð að þau eru tilbúin að ganga úr ferskvatni árinnar og í sjó. Seiðin eru þá flutt úr stöðinni og sett í tjarnir við ár- bakkann. Tjarnirnar eru opnar þannig að þegar seiðin eru tilbú- in fyrir umskiptin að fara úr fersk- vatni í saltvatn þá er þeim frjálst að fara og synda til sjávar. Það ger- ist í maí. Laxaseiðin sem sleppt er í Ytri-Rangá eru að stórum hluta hinn svokallaði Kollafjarðarstofn sem var stofngerð á laxi sem hafði verið ræktuð fram á sínum tíma í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Sá fiskur var reyndar að mestu úr Ell- iðaánum. „Við erum síðan búin að kynbæta þennan stofn í gegnum tíðina þar sem við höfum reynt að ná fram stofngerð sem hentar nátt- úruskilyrðum í Ytri-Rangá. Við veljum stórar tveggja ára hrygn- ur til kreistingar. Í dag má segja að þetta sé orðinn Rangárstofn sem er í ánni. Við reynum að framleiða góð gönguseiði. Náttúrulegu seið- in sem klekjast út í ánni eru kannski 12 til 18 grömm að stærð þegar þau eru gönguseiði en við erum að sleppa gönguseiðum sem eru 45 til 50 grömm. Þar af leiðandi eru þau sterkari og á allan hátt öflugri og eiga því betri möguleika á að komast af. Við höfum líka framleitt svoköll- uð sumaralin seiði, sem eru þá hér í stöðinni fyrsta sumarið eftir klak en er þá sleppt sem smáseiðum í árnar þar sem þau alast upp. Slík seiði fara mest á ófiskgeng svæði í ánum þar sem laxinn kemst ekki sjálfur upp til að hrygna,“ segir Jón. „Klakfiski í Ytri-Rangá er safn- að þannig að veiðimennirnir setja sjálfir lifandi fiska sem þeir veiða í kistur sem eru í ánni. Veiðifélag- ið kaupir þannig laxana af þeim. Í hinum ánum er stundaður ádrátt- ur með netum seint á haustin þeg- ar stangveiðitímanum lýkur. Lax- inn er fangaður í þessi net og farið með hann hingað í stöðina. Hing- að komnir eru allir laxar merktir svo hægt sé að sjá úr hvaða á þeir eru. Þegar gengið er til kreistingar er líftíma laxanna í reynd lokið enda drepast flestir laxar eftir hrygningu. Við slátrum hrygnunum og tökum úr þeim hrognin og kreistum svo svilin úr hængunum og frjóvgum þannig hrognin.“ Mjög strangt sjúkdómaeftirlit Einn er sá maður sem er ómissandi þegar laxahrogn eru tekin og frjóvg- uð í eldisstöðinni á Laxeyri. Það er Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúk- dóma. Hann stendur önnum kaf- inn og tekur sýni úr hverjum ein- asta laxi sem notaður er í hrogna- tökuna. „Það eru tekin sýni bæði úr nýrum og hjörtum og sett í rækt- un að Keldum,“ útskýrir Gísli þar sem hann stendur með sýnatöku- tól sín, sker og setur prufur í til- raunaglös. Svokölluð nýrnaveiki er laxasjúkdómur sem hefur reynst skæður hér á landi. Þetta er bakt- Við hrognatöku laxa á Laxeyri Seiðaeldisstöðin á Laxeyri í Hálsasveit stendur á bökkum Hvítár. Þrír af starfsmönnum stöðvarinnar, þau Jón Guðjónsson stöðvarstjóri, Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir og Ingvar Þór Jóhannsson. Jón Guðjónsson stöðvarstjóri með væna hrygnu sem fengin var með ádrætti í haust úr Svartá í Húnavatnssýslu. Jón stöðvarstjóri velur hænga til kreistingar ásamt Ingvari Þór Jóhannssyni og Kjartani Sigurjónssyni starfsmönnum stöðvarinnar. Jón Guðjónsson kreistir svil úr hæng ofan í hrognafötur til að frjóvga hrognin.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.