Skessuhorn - 30.10.2013, Page 19
19MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Reykjavík
Grunartangi
Akranes
Borgarnes
Ferðaþjónustufæri
við Akraneshöfn !
Faxabraut 1 til sölu – tilboð óskast
Faxaflóahafnir sf. óska eftir kauptilboðum í fasteignina Faxabraut 1,
hafnarhúsið við Akraneshöfn, og munu horfa sérstaklega til bjóðenda
sem ráðgera að reka þarna veitingastað eða aðra þjónustustarfsemi.
Faxaflóahafnir og Akraneskaupstaður vilja stuðla að fjölbreyttri starf-
semi við Akraneshöfn, einkum í tengslum við haftengda ferðaþjónustu.
Húsið sjálft er vel fallið til að hýsa veitingarekstur eða ýmsa þjón-
ustustarfsemi og staðsetningin er einstök, frábært útsýni yfir höfnina í
grennd við vitana á Breiðinni og Langasandi.
Húsið er tvær hæðir, samtals 210,6 fermetrar að gólffleti.
Verönd á efri hæð snýr í suður.
Leigulóð fylgir húsinu samkvæmt drögum að deiliskipulagi.
Húsið var byggt úr steinsteypu á árinu 1982.
Starfsemi Akraneshafnar hefur síðan þá verið þarna,
nú síðast í nafni Faxaflóahafna sf.
Nánari upplýsingar og gögn um eignina má nálgast á skrifstofu
Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17 í Reykjavík, sími 525 8900.
Húseignin verður til sýnis í samráði við Faxaflóahafnir sf.
Hver bjóðandi getur aðeins skilað inn einu tilboði og áskilja
Faxaflóahafnir sf. sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
Tilboð skulu berast skrifstofu Faxaflóahafna sf., Tryggvgötu 17,
fyrir kl. 14:00 föstudaginn 29. nóvember 2013.
Umsóknir um styrki
Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2014 vegna
menningar-, íþrótta- og atvinnumála.
Umsókn þarf að vera skrifleg og fylgja upplýsingar um tilefni styrkbeiðni, tíma og verkáætlun
verkefnis, önnur fjármögnun sem tengist verkefninu og hvort sótt hafi verið um styrki eða
þeim verið úthlutað annars staðar frá vegna viðkomandi verkefnis.
Með umsóknir verður farið samkvæmt málsmeðferðarreglum vegna styrkumsókna sem
samþykktar voru í bæjarráði 22. október 2013. Reglurnar eru á vef Akraneskaupstaðar
www.akraneskaupstadur.is.
Umsóknarfrestur er til 2. desember 2013
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Fyrir stuttu sagði Skessuhorn frá
tveimur vinkonum sem hafa und-
anfarin ár staðið fyrir nytjamörk-
uðum á Akranesi. Oftast hafa þær
verið með barnafatamarkað og ný-
verið tóku þær gamla pósthúsið við
Kirkjubraut á leigu. Skemmst er
frá því að segja að hugmyndin um
barnafatamarkaðinn hefur held-
ur betur undið upp á sig. Önnur
þeirra, Hrefna Björnsdóttir, ætlar
að opna barnafataverslunina Hans
og Gréta á sama stað ásamt eigin-
manni sínum, Helga Björgvinssyni,
föstudaginn 1. nóvember næstkom-
andi.
„Þetta spinnst út frá markaðn-
um. Ég var búin að hugsa um þetta
í langan tíma og við ákváðum að
þróa hugmyndina út í þetta,“ seg-
ir Hrefna í samtali við blaðamann.
Í versluninni verður hægt að kaupa
bæði notuð barnaföt og ný. „Við
verðum með notaðan barnafatn-
að frá minnstu stærðum fyrir ný-
fædd og upp í minnstu fullorðins-
stærð. Fötin eru öll mjög vel yfir-
farin, ekkert blettótt og engin göt
heldur eingöngu mjög vel með far-
inn fatnaður. Við kaupum not-
uð föt af fólki og borgum 1600 kr.
fyrir kílóið, eða 2000 kr. ef greitt
er út með inneign,“ útskýrir hún.
Meðgöngufatnaður verður einnig
til sölu og óskar hún eftir vel með
förnum meðgöngufatnaði til sölu.
„Við erum líka með nýjan fatnað.
Erum til dæmis að taka inn jólafatn-
að bæði á stráka og stelpur; náttföt,
nærföt, sokka, sokkabuxur og gjafa-
vörur svo eitthvað sé nefnt.“ Fatn-
aðurinn er frá ýmsum merkjum og
er bæði hægt að fá ódýr föt og dýr-
ari merki. Einnig verða bæði ný og
notuð leikföng og fleiri barnavör-
ur til sölu. „Við keyptum lager frá
Barnaleik, tókum við af þeim. Það
eru næturljós, flottir fjölnota veg-
glímmiðar og alls kyns leikföng
svo sem þroskaleikföng og ung-
barnaleikföng meðal annars,“ seg-
ir Hrefna.
Auðvelt að gleyma sér
Hrefna er dagmóðir að atvinnu
og mun halda því áfram að öllu
óbreyttu. Því hefur verið nóg að
gera við að finna réttu vörurnar
og gera allt tilbúið eftir hefðbund-
inn vinnudag. Hrefna segir að auð-
velt sé að gleyma sér og fara fram
úr sér í huganum þegar hún hugsar
um verslunina en mikið er til af fal-
legum barnafatnaði og vörum sem
gaman væri að bjóða til sölu. „Mað-
ur er að reyna að dempa sig nið-
ur og byrja smátt og leyfa þessu að
þróast. Ég hef fengið góðan stuðn-
ing frá fjölskyldu og vinum, þess
vegna er ég að þessu,“ segir þessi
duglega kona að endingu.
Opnunartími verslunarinn-
ar verður frekar óhefðbundinn, en
hjónin verða einnig með vefsíð-
una www.hansoggreta.is. Þar verð-
ur hægt að skoða úrvalið í verslun-
inni ásamt því að panta vörur. Sem
fyrr segir þá verður verslunin opn-
uð föstudaginn 1. nóvember. Hún
verður opin frá kl. 17 – 19 þann dag
og eru allir velkomnir. Fram að jól-
um verður svo opið miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá 17 –
19 og laugardaga frá 11 – 15.
grþEingöngu falleg og vel með farin föt verða til sölu.
Nytjamarkaður verður að
barnafataverslun
Hrefna í versluninni Hans og Gréta, sem er að taka á sig mynd