Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Mesti vöxtur í iðngreinum á Ís-
landi um nokkurt skeið hefur verið í
málmiðnaði. Í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi er starfrækt öfl-
ug málmiðnadeild. Þar stunda nám
á þessu skólaári á áttunda tug nem-
enda, þar af 25 í kvöld- og helgar-
námi. Hörður Baldvinsson deildar-
stjóri málmiðnadeildar FVA segir að
gríðarmikil spurn sé eftir málmiðn-
aðarmönnum á Íslandi þessa dag-
anna. „Málmiðnaðardeild skólans
nýtist afar vel fyrir fyrirtæki á þessu
sviði hér á svæðinu. Sérstaklega er
eftirspurnin mikil eftir málmiðn-
aðarmönnum með margþætta sér-
þekkingu. Við reynum að bregðast
við þörfum fyrirtækja á svæðinu og
eru til að mynda eini skólinn í land-
inu sem getur útskrifað nemend-
ur með „cetop“ réttindi, sem veitir
nemendum alþjóðleg réttindi til að
sinna viðhaldi og rekstri sérhæfðs
vökvabúnaðar. Atvinnulífið hef-
ur verið að kalla eftir námi á þessu
sviði,“ segir Hörður. Hann segir að
kvöld- og helgarnámið nýtist mjög
vel þeim sem erfiðar eiga með að
komast í dagskólann, svo sem þeim
sem komnir eru með fjölskyldur og
unnið hafa í greininni lengi.
Skólinn þjónar
vel svæðinu
Hörður hefur kennt við Fjölbrauta-
skóla Vesturlands síðustu þrjá vet-
ur og tvö ár eru síðan hann tók við
stjórn deildarinnar. Fjórir kenn-
arar starfa í verknámshluta málm-
iðnadeildarinnar. „Ég held ég geti
sagt að við erum með mjög öflug-
an framhaldsskóla hérna á Akranesi
sem þjónar vel þessu svæði. Hér eru
góðir kennarar og gott starfslið.
Nemendurnir eru flestir af svæð-
inu; Akranesi, Borgarnesi, úr sveit-
unum og vestur um á Snæfellsnes.
Við höfum séð það á seinni árum að
nám í verklegum greinum kallar sí-
fellt meira á sérhæfingu. Við erum
að bregðast við þeirri kröfu með
því að bjóða upp á nám í vökva-
tækninni. Við höfðum þrír kenn-
arar sótt okkur kennsluréttindi til
Bretlands til að geta menntað fólk
til að sinna atvinnulífinu á svæðinu,
í landbúnaðinum, sjávarútveginum
og stóriðjunni. Svo er skemmtilegt
að segja frá því að í fyrra tókum við
að okkur að kenna kælitækni fyrir
Framhaldsskóla Austur-Skaftafells-
sýslu á Höfn í Hornafirði. Hingað
komu 12 nemendur til að læra kæli-
tæknina. Við stöndum náttúrulega
svo vel hérna að hafa vist fyrir þá
nemendur sem á þurfa að halda.“
Samvinnan ber ávöxt
Hörður segir að skólinn njóti mikils
samfélagslegs velvilja og sé í góðri
samvinnu við fyrirtæki og aðila á
svæðinu. „Ég myndi segja að sam-
vinnan sem við eigum við Símennt-
unarmiðstöð Vesturlands og Norð-
urál í sambandi við Stóriðjuskólann
sé að bera bullandi ávöxt. Við sjáum
það til dæmis á því að til okkar eru
að koma í kvöld- og helgarnámið
nokkrir starfsmenn Norðuráls. Þeir
hafa komist að því í gegnum Stór-
iðjuskólann að það er ekki komið á
leiðarenda í náminu. Norðurál hef-
ur verið að hjálpa okkur með því
að láta okkur í té búnað og ekki má
gleyma Össuri og HB Granda sem
hafa líka verið okkur mjög velvilj-
uð ásamt fleirum fyrirtækjum. Okk-
ar akkilesarhæll er hins vegar sá að
kennslubúnaður er orðinn of gamall
og skólinn hefur ekki fengið fjárveit-
ingar til að endurnýja hann nægj-
anlega. Við viljum undirbúa okkar
nemendur sem best fyrir atvinnulíf-
ið og áframhaldandi skólagöngu sé
sá áhugi fyrir hendi. Okkur skortir
búnað til að koma til móts við marga
þá nemendur sem við sjáum að eiga
greiða leið í áframhaldandi hönnun
og tækninám. Margt af okkar unga
fólki í dag býr yfir brábærri kunn-
áttu í tölvum og hugbúnaði að við
þyrftum að geta mætt þeim þannig
að þau komist enn lengra á hönnun-
ar- og tæknisviðinu.“
Rökréttur undirbúning-
ur fyrir háskólanám
Allstór hópur í kvöld- og helgar-
náminu var síðan mættur á laug-
ardagsmorgni í kennslustund í afl-
vélavirkjun 202 hjá Þresti Þór
Ólafssyni. Þar var mikið fjallað um
ventla, ventlarými og hvernig leita
á bilana. Þröstur Þór segir að mikið
sé sótt í námið og skólinn sé fram-
arlega í raunfærnimati, það er að
meta stöðu nemenda áður en þeir
koma til náms. „Þar njótum við
góðs af því að þekkja til fyrirtækj-
anna í nágrenninu þar sem nemarn-
ir hafa starfað, þannig að óþarfi er
að kenna fólki það sem það kann.
Sem dæmi vitum við t.d. að þeir
sem koma frá Skaganum eru vel
að sér í suðu á ryðfríu stáli,“ segir
Þröstur Þór. Hann segir að þeir sem
fara í gegnum námið á iðnbrautun-
um standi mjög vel að vígi gagnvart
því að bæta við sig og fara í háskóla-
nám. „Það er mjög rökrétt og eðli-
legt framhald að bæta við sig stú-
dentsprófinu og viðkomandi nem-
andi kemur þá mjög vel undirbúinn
í verkfræðinám í háskólanum. Þar
er iðn- og verkmenntunin mjög vel
metin,“ segir Þröstur Þór.
Starfsréttinda krafist
Gylfi Sigurðsson er einn þeirra sem
dreif sig í vélvirkjanám og ætlar að
ná sér í réttindin. Gylfi segist hafa
tekið nokkra áfanga í Iðnskólan-
um á sínum tíma og unnið í nokk-
ur ár á verkstæði Skipasmíðastöðvar
Marzelíusar þegar hann bjó vestur á
Ísafirði. „Það væri synd og skömm
að nýta sér ekki þessa möguleika að
ná sér í réttindin,“ segir Gylfi sem
byrjaði í náminu vélvirkjun sam-
hliða vinnu haustið 2011. Hann er
reyndar að hluta lík a í dagsskólan-
um og helgar sig að mestu náminu
þessi misserin. „Svo er það til skoð-
unar hvað ég geri þegar ég er komin
með réttindin, jafnvel hvort ég haldi
áfram í námi,“ segir Gylfi.
Guðmundur Geir Valgeirs-
son hefur starfað á verkstæðinu
hjá GTT á Grundartanga í nokk-
ur ár og hefur unnið að iðninni á
fleiri stöðum, svo sem hjá Þorgeiri
& Ellert á Akranesi og Marel í 12
ár. Hann kann því ýmislegt fyrir
sér en réttindin vantar. Guðmund-
ur Geir segir að hann hafi ungur
orðið fjölskyldumaður og talið sér
trú um að hvorki tími né efni væri
að fara í iðnnám á þeim tíma. „En
svo er komin pressa hjá vinnuveit-
andanum og þeim sem hann þjón-
ar að fagmenntun og starfsréttindi
séu til staðar. Þetta var því kjörið
tækifæri fyrir mig að það skyldi vera
boðið upp á þetta nám. Þetta geng-
ur ágætlega og ég vona að fögin sem
ég á eftir komi inn í þeirri röð að ég
klári jafnvel fyrr en ég reiknaði með
í upphafi,“ segir Guðmundur Geir.
Góður andi í hópnum
„Ég hef mikinn áhuga á öllu sem
tengist vélum. En það að ég skyldi
fara í vélvirkjunina tengist líklega
fjölskyldunni. Frændi minn var
hérna í skólanum og lét vel af því.
Ég stefni á að læra bílasprautun og
kannski að fara út í bílasmíði. Ég lít
á þetta sem fína grunnmenntun fyrir
það,“ segir Snorri Freyr Þórarinsson
frá Borgarnesi sem er á fimmtu önn
í dagsskólanum. Aðspurður segir
Snorri að sér líki rosalega vel í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. „Hérna er
ágætis aðstaða, fín verkfæri og góð-
ur andi í hópnum. Allir tilbúnir að
hjálpa hver öðrum og þess háttar.
Síðasta sumar vann ég á verkstæð-
inu hjá Límtré Vírneti í Borgarnesi
og stefni á að vinna líka á verkstæði
næsta sumar,“ segir Snorri. Vinna
þarf í 15 mánuði á verkstæði eða við
smíðar á viðurkenndum vinnustað
svo nemendur fái að gangast undir
sveinspróf í iðninni.
Námið á eftir að
nýtast vel
Bergþór Jóhannesson frá Staf-
holtsveggjum í Borgarfirði er líka á
fimmtu önn í málmiðnadeild dags-
skóla FVA. „Mér finnst þetta nám
henta mér vel og klárlega á það eft-
ir að nýtast mér. Ég ætla að fara að
koma mér á verkstæði til að ljúka
sveinsprófinu, en hef ekki ákveðið á
hvaða verkstæði ég fer. Býst svo við
að fara í stúdentsnám í framhald-
inu,“ segir Bergþór. Líkt og Snorri
Freyr kann Bergþór rosalega vel
við sig í skólanum, en hann keyrir
á milli kvölds og morgna, Stafholts-
veggja og Akraness.
þá
Mikil ásókn í málmiðnanám í Fjölbrautaskóla Vesturlands
Hörður Baldvinsson deildarstjóri málmiðnaðardeildar.
Þröstur Þór Ólafsson leiðbeinir í kennslustund í vélaflfræði.
Í kennslustundinni var m.a. fjallað um hvernig leita á bilana í vél.
Gylfi Sigurðsson.
Guðmundur Geir Valgeirsson.
Snorri Freyr Þórarinsson.
Bergþór Jóhannesson.