Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Page 23

Skessuhorn - 30.10.2013, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Dagskrá: Framtíð Markaðsstofu Vesturlands - vinnufundur 10:00 Björn Páll Fálki Valsson formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands 10:10 Markaðsstofa Vesturlands, hlutverk og helstu verkefni 10:30 Fjárhagur Markaðsstofu Vesturlands 10:45 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 11:00 Vinnuhópar 12:30 Matur Fosshótel Reykholti 13:30 Vinnuhópar kynna niðurstöður Gestafyrirlestrar 14:15 Upplifun leiðsögumanna af Vesturlandi Örvar Már Kristinsson formaður Félags íslenskra leiðsögumanna 14:35 Upplifun ferðaskipuleggjanda á Vesturlandi Þórir Garðarsson sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions 14:55 Menningarmyndband Vesturlands Bryndís Geirsdóttir og Guðni Páll Sæmundsson kvikmyndagerðarmaður 15:05 Ferðast fram í tímann - vitum við hvert við erum að fara og viljum við fara þangað? Andri Snær Magnason 15:30 Óvissuferð um Borgarfjörð 20:00 Kvöldverður Fosshótel Reykholti Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu Vesturlands 2013 Reykholti 7. nóvember Verð á kvöldverð kr. 5.800 og hádegismat kr. 1.400 Skráning á Uppskeruhátíðina hjá kristjang@vesturland.is Gisting bókuð hjá reykholt@fosshotel.is Til Háskólaseturs Snfæfellsness barst í síðustu viku nornakrabbi til rannsóknar, stundum kallaður lang- fótungur (Paromola cuvieri). Fá eintök af þessari krabbategund hafa fundist við Ísland þó þeim fari fjölg- andi með hlýnun sjávar við strend- ur landsins. Árni Ásgeirsson hjá Rannsóknasetri HÍ á Snæfellsnesi segir að hugsanlega sé þetta fyrsti nornakrabbinn sem tilkynnt er um á Breiðafirði og vísar þar til upplýs- inga frá Hafrannsóknastofnun. mm Huðnan Mollý á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði gaf upp öndina í síðustu viku. Sorg ríkir nú á bænum enda var Mollý löngu búin að vinna hug og hjörtu allra þótt hún væri bæði sérvitur, frek, dyntótt og gerði upp á milli bæði manna og dýra. Fyrir aðeins tveimur vikum birti Skessu- horn „Söguna af huðnunni Mollý á Bjarteyjarsandi.“ Sú grein vakti mikla athygli og var m.a. ein mest lesna frétt á vef Skessuhorns frá upphafi. Vitnað hefur verið til hennar í Ríkisútvarpinu og á öðrum vefmiðlum. Mollý fékk þó aldrei að njóta nýfenginnar frægðar. „Þetta bar mjög brátt að. Það var eins og hún hefði fengið einhverja sýkingu, kannski í lungu. Hún fékk háan hita og við kölluðum til dýra- lækni sem setti hana á fúkkalyf. Það dugði ekki til. Hitinn fór upp í 41 gráðu og hún dó,“ segir Arnheiður Hjörleifsdóttir húsfreyja á Bjarteyj- arsandi. Hún segir að nú sé frekar dauft yfir heimilisfólkinu. „Hún var jörðuð með viðhöfn og það sakna allir Mollýar mjög mikið. Þetta er svo sorglegt. Hún varð ekki nema eins og hálfs árs og hafði aldrei orð- ið lasin fyrr. Við huggum okkur við það að Mollý fékk þó skemmtilega ævi hér á bænum. Ég held að hún hafi verið hamingjusöm geit,“ seg- ir Arnheiður. Hún segir að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um að fá aðra geit á bæinn. „Fólk er bara enn að jafna sig.“ mþh Þessir duglegu krakkar komu fær- andi hendi til gjaldkera Grund- arfjarðardeildar Rauða Kross Ís- lands á dögunum. Færður þau RKÍ ágóða af hlutaveltu sem þau héldu til styrktar deildinni. Alls söfnuð- ust 5.258 kr. og munar heldur betur um það. Krakkarnir eru frá vinstri, Margrét Helga Guðmundsdóttir, Sóldís Hind Jakobsdóttir og Leó Guðlaugsson. tfk Vaskir menn fóru í liðinni viku á Arnarvatnsheiði og reistu tengi- byggingu milli gangnamannaskál- ans í Álftakróki og sextíu fermetra hússins sem flutt var þangað í haust. Snorri Jóhannesson segir að í þess- ari ferð hafi verið farið með timbur og annað byggingarefni og búið sé að leggja frárennsli og fylla að hús- inu. „Kolbeinn í Stóra-Ási og Ólaf- ur í Álfaskjóli eru nú búnir að koma upp grind og hluta sperra millibygg- ingarinnar og gátu því haldið reisu- gilli. Örn á Laxeyri sá um mokstur og jöfnun umhverfis húsið á gröfu fá Bergþóri á Húsafelli. Í næstu ferð á heiðina verður húsið svo gert fok- helt,“ segir Snorri veiðivörður. mm Fengu nornakrabba til rannsóknar Mollý er dáin Mollý nýtur einnar af fáum sólarstundum sem gáfust á liðnu sumri. Henni þótti líka gott að liggja uppi í sófa og gaman að fara í bíltúra. Tengja saman húsin tvö í Álftakróki Söfnuðu fyrir Grundarfjarðardeild RKÍ Jólaútsaumur Amma mús – handavinnuhús Laugavegur 18, 101 Reykjavik Opið mán – fös 11-20 lau 11-17 -sun 12-17 sími 511 3399 Ármúla 18, 108 Reykjavik Opið mán – fös 9-18 og lau 11-15 sími 511 3388

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.