Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Side 24

Skessuhorn - 30.10.2013, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Í síðustu viku var birt hér í blaðinu ferðasaga kórs Saurbæjarprestakalls til Póllands. Með frásögninni voru birtar tvær myndir. Vegna mistaka í umbroti var myndin rangt skorin og vildi svo leiðinlega til að ritari ferðasögunnar, Kristín Marísdóttir sem stóð lengst til hægri á mynd- inni, féll út. Beðist er velvirðingar á þessu um leið og myndin er birt hér aftur. mm/ Ljósm. Anna Kristjánsdóttir. Endurbirt mynd af kór Saurbæjarprestakalls Einn af þekktari vörubílstjórum í Borgarnesi er Völundur Sigur- björnsson. Völundur hefur alla tíð verið með krana á sínum vörubíl og um langt skeið haft það verkefni að ná í óökufærar bifreiðar sem lent hafa í ákeyrslum eða hafnað utan vega. Snemma beygðist krókurinn hjá Völundi. Smápatti fór hann að smíða sína vörubíla, allt upp í tíu hjóla trukka með fjöðrun á hverju hjóli. „Ég var á undan minni samtíð í þessum smíðum,“ segir Völundur sem meira að segja smíðaði sér snjó- ruðningsbíl. Í dag á hann MAN bíl af stærstu og öflugustu gerð, enda veitir ekkert af því að vera á sterk- um bíl þegar ná þarf stórum tækj- um upp á veg, sem kannski liggja tugi metra frá vegi og stundum ofan í djúpum giljum. Völundur sem er nýorðinn löggiltur segist þó fyrir nokkru hafa gefið frá sér það erfiða verkefni að fást við vöruflutninga- bílana, enda ekki fyrir gamla menn að fást við slíkt verk í verstu veðrum við erfið skilyrði. Alltaf unnið gríðarlega mikið Þegar blaðamaður hitti Völund á verkstæði sínu í iðnaðarhverfinu á Sólabakka í Borgarnesi í síðustu viku, kom á móti honum teinrétt- ur maður sem ekki bar með sér að hafa unnið mikið og oftast erfiðis- vinnu allt sitt líf. Völundur er einn ellefu systkina frá Kelduneskoti í Kelduhverfi. Hann segist alla tíð hafa unnið mikið. Þegar hann var heima í Kelduneskoti, þar sem bæj- arhús eru nú horfin, hafi verið eilíf- ur heymokstur að sumrinu og síð- an skítmokstur að vetrinum. „Það voru stungnir taðhnausar í krón- um og svo bar maður þá út í fang- inu. Um fermingaraldurinn byrjaði ég svo í skipavinnu. Að vorinu voru það áburðarskipin, oftast Dísar- fellið. Þá þurftum við strákarnir að taka upp 50 kílóa pokana og stafla þeim í stroffur. Það var býsna erf- itt og þetta voru engar smá tarnir. Það oft verið að í tvo til þrjá sólar- hringa samfleytt. Ég er hræddur um að unglingar í dag yrðu ansi aum- ir í slíkum þrældómi. Svo voru út- skipanir á kjötinu að haustinu. Þetta var á Kópaskeri sem manni fannst á þessum tíma vera nafli alheimsins,“ segir Völundur kíminn. Í línulögnum hjá Rarik í áratugi Völundur segir að haustið 1963 þegar hann var rétt að verða 16 ára gamall hafi hann farið að heiman og lítið verið heima eftir það. Þá fór hann að vinna við línulögn hjá Ra- rik og það átti síðan eftir að verða hans aðalvinna hátt í þrjá áratugi. „Þetta var óskaplegur þrældómur á okkur mörg fyrstu árin, en fyr- ir unga menn var þetta afskaplega skemmtileg vinna og mikil uppgrip. Það var unninn langur vinnudag- ur og lengi voru þetta þriggja vikna úthald í senn. Það var allt unnið á höndum í mörg ár og grafnar hol- ur allt að þriggja metra djúpar. Við vorum aldrei minna en tíu tíma úti á línunni og þá var kannski eftir tveggja til þriggja tíma gangur heim í búðir. Við fórum með matinn í stórum bala út á línuna, oft kalt kjöt og kartöflur og það þótti bara býsna gott. Ég vann við að leggja byggða- línuna alveg frá Akureyri og suður að Geithálsi við Reykjavík, þannig að það er aðeins kaflinn frá Akur- eyri og austur um að Hryggstekk í Fljótsdal sem ég vann ekki við. Þeg- ar við byrjuðum að leggja línuna frá Varmalíð í Skagafirði til Akureyrar var í fyrstu lögð 66.000 volta lína en hún var síðan tvöfölduð í 132.000 volt,“ segir Völundur. Tengdist Vesturlandi um 1970 Völundur segist hafa tengst Vestur- landi upp úr 1970 þegar hann vann að línulögn á Mýrunum. Þá kynnt- ist hann konunni sinni Signýju Rafns dóttur úr Borgarnesi. Þau hafi síðan byrjað búskap í Borgar- Aðkoman er oft skelfileg þegar bílarnir eru sóttir Spjallað við Völund Sigurbjörnsson vörubílstjóra í Borgarnesi nesi 1980. Völundur segist í raun hafa komið undir sig fótunum fjár- hagslega í uppgripunum í línuvinn- unni. Í janúar 1981 rættist lang- þráður draumur að eignast vöru- bíl. Það var gamall MAN, húdd- ari eins og Völundur kallar, einn af þessum orange gulu sem þóttu góðir og margir áttu. „Ég fékk mér strax bíl með krana og stílaði allt- af upp á kranavinnu. Fyrsti kraninn minn var aðeins þriggja tonna met- er eins og það var kallað, með að- eins eina skotbómu meter á lengd. Til samanburðar er bíllinn hjá mér í dag með alls 60 metra arm. Kran- inn sjálfur 27 metrar og skotbóm- urnar ellefu. Það veitir ekki af þeg- ar ná þarf í bíla langt út í móa eða ofan í djúp gil. Lengi vel alveg þar til steypudælurnar komu sá ég um að hífa steypu í flestar byggingar í Borgarfirði.“ Allt rauðglóandi Völundur segir að oft sé aðkom- an skelfileg þegar náð er í bíla eft- ir slys eða óhöpp í umferðinni. „Langverst var þó að eiga við þetta í fljúgandi hálku, myrkri og óveðri að vetrinum þegar flutningabílarn- ir fóru út af, gjarnan á Holtavörðu- heiðinni. Það voru mikil átök við þessa þungu bíla, allt rauðglóandi og viðvörunarljósin loguðu hvert af öðru. Ég man til dæmis eftir afar erfiðum aðstæðum í Hæðasteins- brekkunni efst í heiðinni. Vöru- flutningabíll með tengivagn varð að stoppa í brekkunni þar sem fram- an við hann var fastur fólksbíll. Í þann mund kom annar vöruflutn- ingabíll niður brekkuna og skall framan á hinum vörubílnum. Eft- ir mikið bras endaði þetta á því að það þurfti að fá trukk frá ET mér til aðstoðar, þar sem draga þurfti vörubílinn með tengivagninn upp brekkuna. Það þurfti sem sagt tvo trukka keðjaða á öllum hjólum til þess og var enginn afgangur. Þetta er gríðarlega erfið vinna að fást við vörubílana. Oft þurfti ég að keðja á öllum fjórum hásingunum sem er engin smá vinna, enda er ég bú- inn að gefa þetta frá mér. Kem ekki lengur nálægt því að fást við vöru- bílana.“ Maðurinn var þá ekki viðlátinn Völundur segir að þrátt fyrir mikla vinnu sé skrokkurinn enn í þokka- legu standi og hann ætli að halda áfram með Maninn og kranann með- an heilsa og þrek endist. „Annars er ég náttúrlega enn svolítið aum- ur í skrokknum eftir bílslysið sem ég lenti í,“ segir Völundur og það lend- ir svona neðanmáls hjá honum í þessu spjalli við blaðamann. Þetta gerðist sumarið 1995 á sunnudegi. Völundur var á leið í sumarbústaðahverfi fyrir ofan Borgarnes að undirbúa verkefni með kranann. Skrapp á heimilisbíln- um og var kominn rétt til móts við Hamar þegar óhappið varð. „Það var mikil umferð og á móti mér kom löng bílaröð. Svo allt í einu tók einn öku- maður sinn bíl út úr röðinni og birtist beint fyrir framan mig. Það var eng- inn tími til neins. Það næsta sem ég vissi var að ég lá með konu klofvega ofan á mér sem hélt brjóstkassanum á mér út. Heppilegt var að kona í einum bílanna kunni til verka, enda nýkomin af skyndihjálparnámskeiði sem hald- ið var uppi á Varmalandi. Fljótlega kom svo þyrlan og sótti mig. Þegar ég var kominn um borð fékk ég mor- fín og þá fór mér farið að líða rosa- lega vel. Mér fannst eins og ég gæti flogið suður ég þyrfti ekkert þyrl- una,“ segir Völundur og hlær. „Það broslega við þetta var svo að lögregl- an hafði strax samband um að báð- ir bílarnir yrðu sóttir, en þá var mað- urinn náttúrlega ekki til staðar,“ seg- ir Völundur og brosir. „En ég átti ansi lengi í þessu, enda enginn smáárekst- ur. Hann var svo harður að mótor- inn í bílnum sem lenti framan á mín- um bíl varð eftir ásamt drifinu fyrir framan minn bíl. Minn bíll var allur í klessu og brakið af hinum bílnum fyr- ir aftan hann. Strákurinn sem keyrði fótbrotnaði illa,“ segir Völundur þeg- ar hann minnist þessa slyss. Að lok- um segir svo Völundur sposkur á svip. „Ætli ég keyri ekki eitthvað áfram, en hef vonandi vit á því að hætta áður en ég verð alveg ruglaður.“ þá Mikill munur er á þeim MAN vörubíl sem Völundur á í dag og þeim sem hann keypti gamlan 1981. Völundur Sigurbjörnsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.