Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Page 31

Skessuhorn - 30.10.2013, Page 31
31MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 www.tofrabrogd.is Hagkaup Borgarnesi 3. nóv. kl. 14 áritar Galdrasettið og Galdrabókina. 10 fyr stu fá gef ins DVD d isk Nafn: Ásta Björnsdóttir, bókavörð- ur á Bókasafni Akraness. Uppalin á Akranesi og eftir nám og störf fyrir norðan, vestan og sunn- an flutti ég aftur heim á Skagann. Áhugamálin eru mörg og ólík; tón- list og söngur, ljósmyndun, ferða- lög, bækur/lestur og útivera með henni Skottu minni. Það eru þrír bókaverðir á Bókasafni Akraness. Flesta daga erum við á „afgreiðsluvöktum“ frá kl. 10:00 – 18:00 en einn til tvo daga í viku mætum við kl. 8 og vinnum til kl. 16.00. Starf bókavarðar er afskap- lega fjölbreytt, aldrei dauður tími. Flestir sjá okkur við afgreiðslu- borðið þar sem við lánum bæk- ur út og tökum við þeim aftur að lestri loknum. Leiðbeinum gestum um hvar hægt er að finna bækurn- ar sem þá vantar og aðstoðum nem- endur á hinum ýmsu skólastigum við að finna efni og heimildir fyrir hin ýmsu verkefni. Margir vilja líka láta taka ákveðna bók frá fyrir sig og þá þarf að láta þá vita þegar bókin kemur inn. En það eru mörg fleiri verkefni sem þarf að sinna. Nýjar bækur koma til okkar eftir skráningu og við plöst- um þær og pressum og merkjum á viðeigandi máta. Við gerum líka við bækur sem eru farnar að láta á sjá. Svo þarf að sinna millisafna- lánum. Það þarf að senda út áminn- ingarpósta þegar líður að skiladegi og svo þarf að senda innheimtu- póst ef bókin skilar sér ekki á rétt- um degi. Þjónusta við lesendur á Dvalarheimilinu Höfða og þá sem ekki komast sjálfir á Bókasafnið er líka mikið verk. Það er því óhætt að segja að það er alltaf nóg að gera og bókaverðir sjaldan eða aldrei verk- lausir. Vinnudagurinn: þriðjudagurinn 29. 10. 2013. Ég mæti alltaf kl. 8.00 á þriðjudög- um. Ég byrja á því að kveikja ljós- in, sækja dagblöðin í póstkassann og opna Svöfusalinn þar sem fjarnem- ar frá Háskólanum á Akureyri sækja tíma, stundum strax kl. 8. Sá/sú sem mætir fyrstur sér um að hella uppá og hafa kaffið tilbúið fyrir morg- unvaktina. Svo þarf að raða öllum bókum, tímaritum, hljóðbókum og dvd diskum sem var skilað deginum áður á sinn stað í hillum. Sækja nýj- ar bækur úr frágangi og hafa þær til- búnar á sínum stað fyrir gesti sem mæta kl. 10.00. Stór hluti af mínu starfi sem bóka- vörður felst í barnastarfinu. Á þriðjudögum eru sögustundir fyr- ir leikskólabörn og snemma morg- uns er allt tilbúið fyrir heimsókn þeirra; búið að setja fram tölvuna og skjávarpann, athuga hvort tæk- in séu ekki í lagi. Í leiðinni er lit- ið yfir sögu dagsins og hún rifjuð upp. Sagan verður að vera lifandi og höfða til barnanna og því þarf að aðlaga hana hverjum hóp og aldri barnanna í hvert sinn. Að lokum þarf að setja pullur og púða á gólfið svo allir hafi mjúkt til að sitja á því ef það fer vel um mann þá verður sagan enn skemmtilegri. Rétt áður en Bókasafnið opnar náum við tíma til að fá okkur morg- unkaffið, setjast niður og spjalla pínulítið áður en „dagurinn“ hefst. Kl. 10.00 opnum við og það kem- ur oft fyrir að þá þegar sé „biðröð“ fyrir utan. Fastagestir sem koma til að ná sér í Fréttablaðið og/eða kíkja í „blöðin“ og jafnvel smá kaffisopa í leiðinni. Leikskólahópurinn minn mætir kl. 10.00 í dag. Börn frá Akraseli, tólf þriggja ára kríli með kennurunum sínum. Sagan er sögð með mynd- Dag ur í lífi... Bókavarðar um sem varpað er á vegginn og börnin taka virkan þátt í sögunni. Þau muna hver segir hvað og bæta jafnvel við athugasemdum. Þegar sögunni er lokið fá þau tíma til að skoða bækur. Heimsóknin er líka kennslustund í meðferð á bókum; hvernig á að fletta fallega og ganga frá bókinni á sinn stað. Þegar hóp- urinn kveður þarf að ganga frá, raða bókum og gera tilbúið fyrir aðra litla gesti. Rétt fyrir hádegið set ég í þvotta- vélina. Ha! Þvottavélina, spyr ein- hver. Já, auðvitað. Við þurfum að þvo tuskur, viskastykki og hand- klæði, líka á Bókasafninu. Hádegismatur er snæddur á kaffi- stofunni. Nesti að heiman, samloka, jógúrt og ávöxtur. Eftir hádegið tek ég tíma til að und- irbúa sögu fyrir opna sögustund sem haldin verður í norrænu bóka- safnsvikunni. 14. nóvember kl. 17.00. Það tekur tíma að kynna sér söguna, æfa lestur/frásögn og búa til rétta „andrúmsloftið“ sem hæf- ir sögunni. Klukkan 14.00 var ég að fara yfir bækurnar í bókakofforti sem á að fara á Teigasel eftir helgina. Bóka- safnið býður leikskólunum að fá lánað bókakoffort með 50 bókum og hafa hjá sér í tvo mánuði. Til- gangurinn er að foreldrar og börn velji sér bækur til að hafa með sér heim og eiga saman góða lestrar- stund. Áður en koffortið fer á leik- skólann þarf að velja bækur, fara yfir þær allar og sjá til þess að þær séu í góðu lagi. Það síðasta sem ég gerði var að kíkja á vanskilalistann því ég sé líka um að senda áminningar- og rukkpóst- inn fyrir Bókasafnið. Og svo þarf að ýta reglulega við þeim sem eru komnir langt fram yfir skilatíma. Ég byrjaði í þessu starfi sumar- ið 2009 í sumarafleysingum og var síðan fastráðin snemma árs 2010. Starfið er gefandi og fjölbreytt og það eru forréttindi að hlakka til hvers vinnudags. Að vinna með skemmtilegu og fjölhæfu fólki og taka á móti gestum safnsins og þjón- usta eins vel og maður getur. Ég vildi óska að ég gæti sagt að þetta væri framtíðarstarf mitt því mér líður afskaplega vel á Bókasafn- inu en maður þarf að geta borgað reikningana sína og launakjör bóka- varða eru þannig að nauðsynlegt er að vera sífellt vakandi fyrir öðrum möguleikum á vinnumarkaðinum. Ásta Björnsdóttir, bókavörður á Bókasafni Akraness.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.