Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 33
33MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam
90,3 milljörðum króna á fyrstu sjö
mánuðum ársins 2013 samanbor-
ið við 95,7 milljarða á sama tíma-
bili 2012. Aflaverðmæti hefur því
dregist saman á milli ára um tæp-
lega 5,4 milljarða króna eða 5,6%.
Aflaverðmæti botnfisks var tæplega
54,2 milljarðar króna og dróst sam-
an um 8% miðað við sama tíma-
bil í fyrra. Aflaverðmæti ýsu nam
6,8 milljörðum og dróst saman
um 14,2% en verðmæti karfaaflans
nam tæpum 7,9 milljörðum, sem er
8% samdráttur frá fyrstu sjö mán-
uðum ársins 2012. Verðmæti út-
hafskarfa nam 2,1 milljarði króna á
fyrstu sjö mánuðum ársins og jókst
um 8,4% miðað við sama tímabil í
fyrra. Verðmæti ufsaaflans jókst um
2,5% milli ára og nam tæpum 5,3
milljörðum króna í janúar til júlí
2013.
Verðmæti uppsjávarafla nam tæp-
um 26,2 milljörðum króna í janúar
til júlí 2013, sem er um 3% aukning
frá fyrra ári. Þá aukningu má rekja
til loðnuafla og kolmunnaafla. Afla-
verðmæti loðnu nam 15,6 milljörð-
um króna á fyrstu sjö mánuðum
ársins sem er 19,2% aukning miðað
við sama tímabil í fyrra. Aflaverð-
mæti kolmunna jókst um 10,1%
frá fyrra ári og var um 2,8 milljarð-
ar króna í janúar til júlí 2013. Afla-
verðmæti síldar dróst saman um
61% milli ára og var 514 milljónir
króna í janúar til júlí 2013. Aflaverð-
mæti makríls var um 6,5 milljarðar
króna á fyrstu sjö mánuðum ársins
sem er 6,6% samdráttur miðað við
sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti
flatfisksafla nam tæpum 6 milljörð-
um króna, sem er 17,9% samdrátt-
ur frá janúar til júlí 2012.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu inn-
anlands nam 45,5 milljörðum króna
og dróst saman um 3,4% miðað við
fyrstu sjö mánuði ársins 2012. Verð-
mæti afla sem keyptur er á markaði
til vinnslu innanlands dróst sam-
an um 6,4% milli ára og nam tæp-
um 12,8 milljörðum króna. Afla-
verðmæti sjófrystingar nam rúm-
um 28,5 milljörðum í janúar til júlí
og dróst saman um 6,7% milli ára
en verðmæti afla sem fluttur er út
óunninn nam tæplega 2,7 milljörð-
um króna, sem er 24,7% samdrátt-
ur frá árinu 2012.
mm
Um liðna helgi var haldið upp á 75
ára afmæli Skógræktarfélags Borg-
arfjarðar. Jafnframt var Hallgríms
Níelssonar og Sigríðar Helga-
dóttur heiðurshjóna á Grímsstöð-
um minnst en þau gáfu félaginu 10
hektara land til skógræktar á stofn-
ári félagsins 1938. Að sögn Sigríð-
ar Júlíu Brynleifsdóttur formanns
skógræktarfélagsins fór athöfnin
fram í Grímsstaðalundi en þar flutti
Óskar Guðmundsson í Reykholti
minningarorð um hjónin. Eftir at-
höfnina fóru gestir heim í gamla
Grímsstaðabæinn þar sem borð
svignuðu undan kræsingum.
„Nokkrar framkvæmdir hafa átt
sér stað í lundinum í tilefni þess-
ara tímamóta. Til dæmis er ver-
ið að lagfæra vegslóða sem ligg-
ur að lundinum. Einnig er búið að
lagfæra girðingu, setja upp veglegt
gönguhlið, útbúa áningarstað og
koma fyrir borði,“ segir Sigríður.
Hún segir að það verkefni sem nú
liggur fyrir hjá félaginu sé skipulag
jólatrjáahöggs. Einnig verður við-
burður sunnudaginn 15. desemb-
er nk. þegar opinn dagur verður í
Reykholti þar sem gestir geta kom-
ið, keypt sér jólatré sem þeir velja
sjálfir og höggva. „Eins og undan-
farin ár verður boðið upp á ketil-
kaffi, heitt kakó, brauð og pipar-
kökur. Framfarafélag Borgfirðinga
ætlar að taka þátt í þessum viðburði
í Reykholti og það verður sannköll-
uð jóla-markaðsstemning í Hösk-
uldargerði í Reykholti,“ segir Sig-
ríður Júlía. mm
Nýlega kom út skýrsla frá Nátt-
úrufræðistofnun um mælingar á
þungmálmum og brennisteini í
mosa og áhrif iðjuvera. Í skýrsl-
unni er fjallað um svæðin á Grund-
artanga, við Straumsvík og Reyð-
arfjörð. Samkvæmt niðurstöðum í
skýrslunni er mengun af völdum
þungmálma við iðjuverin misjöfn,
minnst á Reyðarfirði en langmest
við Straumsvík. „Allhár styrkur
sumra efna eins og arsens og nikk-
els ásamt skemmdum á mosa sum-
arið 2010 við iðjuverin kallar á að
vel sé fylgst með styrk þeirra og að
gróðurbreytingar vaktaðar,“ segir
í niðurstöðunum. Af þeim efnum
sem ótvírætt koma frá álverum (As,
Ni, S) er mengun af völdum arsens
og nikkels nokkur við verksmiðj-
urnar í Reyðarfirði og á Grund-
artanga. Við álverið í Straumsvík
er mengun af völdum þessara efna
veruleg sem þýðir að þar er styrkur
8-27 falt grunngildið þar sem hæst
er. Mengun af völdum brennisteins
(S) við iðnaðarsvæðin þrjú er sam-
kvæmt mengunarstuðlum engin
eða aðeins vísbending um meng-
un. Skemmdir sem fram komu á
mosa sumarið 2010 á Suður- og
Suðvesturlandi má að stórum hluta
rekja til eldgossins í Eyjafjallajökli
fyrr á árinu, samkvæmt niðurstöð-
um í skýrslunni. Skemmdir á mosa
við iðnaðarsvæðin á Grundartanga,
í Straumsvík og við jarðvarma-
virkjanir á Hellisheiði og Svarts-
engi verða þó ekki eingöngu rakt-
ar til gossins heldur er líklegra að
þar komi fram samverkandi áhrif
goss og iðjuvera. Mosaskemmdir
sem fram komu við álverið í Reyð-
arfirði má að öllum líkindum rekja
til mengunar af völdum þess.
Samband efnastyrks og
fjarlægðar
Niðurstöðurnar sýna að styrk-
ur nokkurra efna breytist mark-
tækt með fjarlægð frá iðjuverum.
Í þeim tilvikum hækkar styrkur-
inn eftir því sem nær þeim kemur.
Greiningin sýnir að það eru eink-
um arsen, nikkel og blý sem tengj-
ast sterkt iðjuverunum. Bæði í
Straumsvík og á Grundartanga var
styrkur arsens marktækt hærri við
iðjuverin árið 2000 og eftir það.
Tekið skal fram að fyrir 2000 voru
mælingar of fáar við verin til þess
að hægt væri að reikna sambandið
út. Í Reyðarfirði var styrkur arsens
marktækt hærri við iðjuverið árið
2010. Hvað varðar nikkel var þetta
samband marktækt í Straumsvík
öll þau ár sem mælingar hafa ver-
ið gerðar, eða frá 1990. Á Grund-
artanga var sambandið marktækt
árið 2005 og 2010 en í Reyðar-
firði aðeins við síðustu mælingu
þ.e. árið 2010 (Fjarðaál tók til
starfa árið 2007, innsk. blm). Blý
virðist einnig tengjast iðjuverun-
um þótt sambandið sé ekki eins
sterkt og fyrir arsen og nikkel. Í
Straumsvík er marktækt samband
á milli fjarlægðar og styrks blýs öll
árin nema árið 1995. Á Grundar-
tanga er þetta samband marktækt
árið 2000 og 2010 en í Reyðarfirði
aðeins árið 2010. Nokkur önn-
ur efni sýna marktæka breytingu
á styrk eftir fjarlægð frá iðjuveri.
Marktækt samband er milli fjar-
lægðar og styrks kadmíns bæði í
Straumsvík (2000, 2005 og 2010)
og á Grundartanga (2010). Svip-
aða sögu er að segja um kopar sem
breyttist marktækt eftir fjarlægð í
Straumsvík (2010) og á Grund-
artanga (2000 og 2010). Styrkur
brennisteins er sömuleiðis nokk-
uð tengdur fjarlægð frá iðjuverum
en marktækt samband fjarlægð-
ar og styrks kom fram á Grundar-
tanga (2005 og 2010) og í Reyðar-
firði (2010). Ekkert marktækt sam-
band var hins vegar að finna á milli
fjarlægðar frá iðjuveri og styrks
þriggja efna, þ.e. króms, járns og
kvikasilfurs. Skýrsluna má finna í
heild, m.a. á heimasíðu Elkem.
þá
Aflaverðmæti á fyrstu sjö mán-
uðum ársins minnkaði mikið
Frá höfninni í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum. Ljósm. mþh.
Mengun af völdum þungmálma er minnst í grennd Fjarðaáls fyrir austan en mest í Straumsvík. Myndin er frá iðnaðarsvæðinu
á Grundartanga.
Mengun af völdum þungmálma
misjöfn við iðjuverin
Þær gerast ekki mikið fallegri veislu-
terturnar. Hlaðborð og gluggaútsýnið
frá eldhúsinu á Grímsstöðum.
Ljósm. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Haldið var upp á 75 ára afmæli Skógræktarfélags Borgarfjarðar
Hópurinn sem mætti í afmælið. Ljósm. Laufey Hannesdóttir.
Skiltið á borðinu. Ljósm. Laufey Hannesdóttir.