Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 34

Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Um liðna helgi hófst rjúpnaveiði- tímabilið, en það verður í haust yfir fjórar helgar frá föstudegi til sunnudags. Veiðmönnum er heim- ilt að veiða þar sem það er ekki beinlínis bannað af landeigendum, það er á afréttum og í almenning- um sem eru sameiginleg eign fjórð- ungs til veiða, reka eða beita. Regl- an er í raun einföld en vandinn snýst um að vita hvar skilin liggja. Þar getur vefur óbyggðanefndar (www.obyggdanefnd.is) komið að góðu gagni. Stór hluti veiðimanna veiðir þó iðulega á eignarlandi með leyfi landeiganda. Mikilvægt er að rjúpnaveiðimenn hugi að öryggi sínu áður en þeir leggja af stað til veiða. Með því má draga úr líkum á slysum og koma í veg fyrir að vill- ur eða aðrar ógönur. Engu að síður kalla rjúpnaveiðimenn á hverju ári eftir aðstoð björgunarsveita. Eng- inn á að veigra sér við því ef vanda- mál koma upp. Það er samt skylda hvers og eins að kynna sér aðstæð- ur og veðurfar vel og sýna af sér örugga og ábyrga hegðun til að auka öryggi sitt og annarra. Mikilvægt er að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi: Kynna sér færð og veður, en • upplýsingar um það má sjá á www.vegagerdin.is, www. belgingur.is og www.ved- ur.is. Öryggi er fólgið í því að vera • ekki einn á ferð. Skilja ferðaáætlun eftir hjá • aðstandendum. Þar þarf að koma fram hvert á að fara, hvaða leið á að velja, hverj- ir verða með í för, hvenær heimkoma er áætluð og hvaða búnaður er með í för. Hafa fjarskiptatæki með í • för og gæta að hleðslu raf- hlaða. Hlaða 112 snjallsímaforrit-• inu niður ef síminn býður upp á það. Hafa kort og áttavita með-• ferðis og kunna að nota það. Hafa farartækið í lagi og • gæta þess að það sé á vetr- ardekkjum. Hafa nauðsynlegustu verk-• færi og viðgerðarbúnað fyrir bílinn með ásamt skóflu og teygjuspotta. Vanda val á fatnaði. Klæðast • nokkrum lögum og skjól- góðum utanyfirfatnaði í áberandi lit. Velja vatnshelda grófbotna • skó sem styðja vel við ökkla. Taka orkuríkt nesti með, • vökva og neyðarnesti. Hafa byssu ekki hlaðna í • bílnum og hafa öryggið ávallt á á göngu með byss- una. Gæta að því að fleiri rjúpna-• veiðimenn geta verið á svæðinu. Hafa þekkingu á skyndihjálp • og sjúkragögn meðferðis. Nota ávallt bílbelti og vera • viss um að allir aðrir í bíln- um geri það líka. Festa allan farangur niður. • mm Húsið Bjargasteinn var byggt árið 1908 og stóð við Vesturgötu 64 á Akranesi í 104 ár. Fyrir nokkrum árum keypti Akraneskirkja hús- ið af Christel Einvarðsson. Hún hafði búið þar ásamt manni sín- um Jósef Einvarðssyni og börnum frá því þau keyptu húsið árið 1963. Kirkjan festi kaup á húsinu með því augnamiði að fjarlægja það svo fjölga mætti bílastæðum við Akra- neskirkju og safnaðarheimilið Vina- minni. Fyrirtækið SÓ húsbygging- ar í Borgarnesi, sem hefur sérhæft sig í endurbyggingu gamalla húsa, fékk húsið afhent frá Akraneskirkju til eignar gegn því að fjarlægja það af lóðinni. Í mars síðastliðinn var það svo tekið af grunni sínum og flutt að verkstæði SÓ húsbygginga við Sól- bakka 27 í Borgarnesi. Nú er end- urbótum á húsinu að ljúka og það verður síðan boðið til sölu. „Gömul múrhúð var brotin utan af húsinu og gamalt bárujárn þar undir fjar- lægt. Húsið var í mjög góðu standi undir klæðningunni og nánast laust við fúa. Við höfum einangrað út- veggi, endurnýjað glugga og klætt húsið að utan með bárujárni. Það er því sem næst í upprunalegri mynd í dag og stendur tilbúið til flutn- ings á burðarbitum. Húsið er 34 fermetrar að grunnfleti og á tveim- ur hæðum,“ segir Stefán Ólafsson byggingameistari hjá SÓ húsbygg- ingum. Aðspurður segir hann að Akurnesingar hafi enn sem komið er að minnsta kosti ekki falast eft- ir húsinu aftur. „Það er öllum frjálst að hafa samband.“ mþh Í sumar hafa staðið yfir endurbæt- ur á aðstöðu fyrir ferðamenn í Mal- arrifi á Snæfellsnesi. Jörðin er inn- an marka þjóðgarðsins Snæfellsjök- uls og framkvæmdirnar því á veg- um hans. Búið er að setja upp leik- tæki fyrir börn og hafinn er und- irbúningur þess að koma upp að- stöðu svo fólk geti grillað mat á staðnum. Einnig er ætlunin að setja upp salernisaðstöðu. Þegar farið er eftir afleggjaranum niður að Malar- rifsvita má sjá hvar nýstárleg leik- tæki hafa verið sett upp spölkorn frá veginum. Þetta er enginn venju- legur róluvöllur heldur gripir sem bera með sér að vera öðruvísi en venjuleg leiktæki. „Þau eru hluti af tíu ára afmæl- isgjöf Umhverfisráðuneytisins til þjóðgarðsins. Við val á leiktækjum tókum við mið af hönnun sem okk- ur fannst passa inn í þetta náttúru- lega umhverfi við Malarrif. Þau eru framleidd í Danmörku úr viði sem fæst úr sjálfbært ræktuðum skóg- um Evrópu. Viðurinn er harðger og endingargóður og tækin upp- fylla staðla um öryggi. Við erum þó ekki alveg búin með uppsetn- inguna. Það stendur til að koma upp við þau fróðleik fyrir börnin um það hvernig tækin virka, eðlis- fræðina sem tengist þeim og annað þess háttar. Það er á léttum nótum, svo sem að þau yngstu telji tröpp- urnar þegar þau hoppa. Þessi tæki eiga að efla börnin líkamlega, þjálfa jafnvægisskyn og annað og kalla fram samspil leikja og náms,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarð- svörður í samtali við Skessuhorn. Guðbjörg segir að í sumar hafi verið byrjað á endurbótum í Mal- arrifi. „Þjóðgarðurinn hefur til um- ráða gömlu útihúsin þar og það var hreinsað út úr hlöðunni. Rafmagn var endurnýjað í húsunum. Þau eiga að hluta til að verða vinnuað- staða fyrir landverði í þjóðgarðin- um. Það var borað fyrir vatni í fyrra og það fannst vatn sem talið er að dugi starfsemi okkar á staðnum. Erlendir sjálfboðaliðar hlóðu eld- stæði á bak við húsin þar sem hægt er að grilla.“ Fleira er á döfinni en markmið- ið er að bæta aðstöðu fyrir ferða- fólk til muna í Malarrifi. „Það eru frábærar gönguleiðir við Malarrif. Þarna er mikil veðursæld og nátt- úrufegurð,“ segir Guðbjörg. mþh Að ýmsu að hyggja áður en haldið er til rjúpnaveiða Bjargasteini bjargað í Borgarnesi Bjargasteinn eftir endurbætur á lóð SÓ húsbygginga í Borganesi. Þórður Gíslason húsasmiður stendur hjá en hann hefur unnið að verkinu. Húsið Bjargasteinn tilbúið til flutnings af Vesturgötu 64 á Akranesi eftir að hafa staðið þar í 104 ár. Þessar myndir sýna þrjú af leiktækjunum sem sett voru upp á Malarrifi í sumar. Ljósm. Lárus Kjartansson. Endurbætur og leiktæki sett upp í Malarrifi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.