Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 40

Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 40
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Útgefandi: Skessuhorn - Kirkjubraut 56 - 300 Akranes - s: 433 5500 Pantanir: www.skessuhorn.is Vefpóstur: tinna@skessuhorn.is Gefin út í tilefni 15 ára afmælis Skessuhorns Úrval vísnaþátta sem birtust í Skessuhorni síðastliðin fimmtán ár. 1760 tækifæris- og lausavísur höfunda víðsvegar af Íslandi. Dagbjartur Dagbjartsson safnaði, skráði og tengdi saman í lifandi frásögn. Myndskreytt með 128 skopteikningum Bjarna Þórs Bjarnasonar. Styrkir til menningar Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013. Menningarstyrkir. Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem fjölga atvinnutækifærum í listum, nýsköpun og í ferðaþjónustu. Samstarf ungs fólks á listasviðinu og erlent samstarf. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Stofn- og rekstrarstyrkir. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu. Umsækjendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmings alls kostnaðar. Umsóknarform er á heimasíðu verkefnisins www.menningarviti.is Þar eru einnig upplýsingar og úthlutunarreglur sem nauðsynlegt er að lesa. Athugið að hér eru tvennskonar styrkir auglýstir og tvö umsóknarform. Auglýsingin er háð fjárlögum ársins 2014. Menningarfulltrúi Elísabet Haraldsdóttir veitir nánari upplýsingar um styrkina í síma 433-2313 / 892-5290 og með netpósti menning@vesturland.is Hikið ekki við að hafa samband. Menningarfulltrúi hefur viðveru í sveitarfélögunum í byrjun nóvember, auglýst verður m.a. á heimasíðum sveitarfélaganna og heimasíðu Menningarráðs hvar og hvenær fundirnir verða. Á laugardagskvöld frumsýndi Ein- ar Kárason rithöfundur sagna- dagskrá sína sem hann kallar Ís- lenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Vart þarf að taka fram að það var húsfyllir og hvert sæti skipað. Einar er að sjálfsögðu með betri sagnamönnum hvort heldur er á bók eða úr munni. Áheyrendur fengu að heyra nær tveggja tíma frá- sögn af mögnuðum einstaklingum. Það var fólk allt frá köppum forn- aldar eins og Agli Skallagrímssyni, Gretti sterka Ásmundarsyni, Þórði kakala Sighvatssyni - að afa Einars sjálfs. Þetta var hin besta skemmtun sem óhætt er að mæla með. mþh Nýverið var upplýst að verslun Krónunnar á Akranesi var best rek- in af tólf Krónuverslunum Kaupáss á síðasta ári. Þrettánda verslunin bættist við í september. Einungis tvö ár eru síðan Krónan á Akranesi hlaut sama titil. Inga Dóra Stein- þórsdóttir er rekstrarstjóri Krón- unnar á Akranesi. Hún kveðst stolt yfir þessum árangri fyrir sína hönd og alls starfsfólks á Akranesi. „Það sem gerir búðina okkar svona sér- staka er að við höfum mikið af góðu starfsfólki sem kann til verka og hefur verið hjá okkur í langan tíma. Þá hafa viðskiptavinir hjálp- að okkur mikið við að gera góða verslun enn betri með vingjarnleg- um ábendingum. Án þeirra værum við ekki með þessa glæsilegu versl- un hér á Akranesi,“ segir Inga Dóra í samtali við Skessuhorn. Við mat á verslun ársins legg- ur Kaupás fram nokkur skilyrði. „Verslunin þarf að vera hrein og vel áfyllt í hillur alla daga. Starfsmönn- um verður að líða vel í vinnunni til að geta tekið vel á móti viðskipta- vinum sínum. Þá þarf lager og bak- svæði verslunar að vera hreint og snyrtilegt alla daga, þar með tal- in salerni, skrifstofur, kaffistofa og lagerinn í heild sinni. Auk þessa þarf verslun að sýna rekstrarniður- stöðu samkvæmt áætlun, vera í sátt við viðskiptavini og umhverfi og tilboð að vera í samræmi við aug- lýsingar, bæði hvað framstillingu, merkingar og staðsetningu varðar,“ segir Inga Dóra. mm Með fyrstu dagskrárliðum menn- ingarhátíðarinnar Vökudaga, sem hefjast á Akranesi í dag, eru tón- leikarnir Ungir gamlir. Tvenn- ir Ungir - gamlir tónleikar verða í Bíóhöllinni á morgun fimmtu- dag, fyrir kvöldmat aðallega ætlaðir nemendum skólanna á Akranesi og síðan um kvöldið eru tónleikar fyr- ir almenna gesti Vökudaga. Ungir - gamlir er sameiginlegt tónlistar- verkefni beggja grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi. Jafn- an er fengið þekkt söng- og tón- listarfólk til að spila og syngja með krökkunum. Að þessu eru það Matti Matt og Pétur Örn Guðmundsson, auk þess sem gestir koma frá Sví- þjóð eins og síðustu ár. Æfingar hafa staðið yfir undanfarið og æft er stíft þessa síðustu daga fyrir tón- leikana. Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari í Brekkubæjar- skóla var að æfa hóp krakka úr skól- unum í tónlistarskólanum í gær. Þar voru æfð klassísk lög úr popp- músíkinni og væntanlega verður margt skemmtilegt sem tónleika- gestir fá að heyra á Ungum - göml- um að þessu sinni. þá Forsvarsmenn verslunarinnar á Akranesi tóku nýverið við viðurkenningu frá Kaupási sem rekur krónubúðirnar. Krónan á Akranesi valin best krónuverslana Stór hluti starfsfólks Krónunnar á Akranesi. Inga Dóra rekstrarstjóri krýpur fremst á myndinni. Á myndina vantar sjö af 33 starfsmönnunum á Akranesi. Einar Kárason segir frá í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Einar Kárason segir frá alvöru fólki Frá æfingu í Tónlistarskólanum á Akranesi í gær. Æft fyrir tónleikana Ungir - gamlir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.