Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Fyrir áhugafólk um kvikmyndir má benda á að þessa dagana er að hefj- ast kvikmyndahátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Glæsileg dag- skrá og óvenjulega fjölbreytt úrval mynda úr ýmsum heimsálfum. Það eru umhleypingar í kortunum. Á fimmtudag er spáð hvassri sunn- anátt með hlýnandi veðri þannig að snjókoma eða slydda syðra breytist í rigningu, en úrkomulítið verður aust- an til. Á föstudag snýst í strekkings vestanátt með rigningu og slyddu og éljum um kvöldið. Á laugardag er spáð áfram vestlægri átt með élj- um en víða léttskýjuðu á austurhlua landsins. Hitastig yfirleitt frá núlli að sex stiga frosti á landinu. Á sunnu- dag og mánudag er útlit fyrir norð- læga eða breytilega átt með éljum í flestum landshlutum. Kalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvar kaupir þú meirihluta jólagjafanna í ár?“ Í heimabyggð sögðu 35,84%, á höfuðborgarsvæð- inu 25,94%, á mörgum stöðum 11,88%, í útlöndum 10,5%, geri þær sjálf/ur sögðu 2,77%, í gegnum net- ið sögðu 2,18% og í öðrum lands- hlutum sögðu 1,19%. 5,15% sögð- ust ekki gefa gjafir 4,55% höfðu ekki myndað sér skoðun um það enn. Í þessari viku er spurt: Hvernig líst þér á tillögurnar til hagræðingar í ríkisrekstri? Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítar dal er Vestlendingur vikunnar. Hún er í landsliði Íslands í skák og er að gera góða hluti á EM í Póllandi. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Minningar­ tónleikar STYKKISH: Sunnudaginn 17. nóvember kl. 15 verða haldn- ir minningartónleikar um Haf- stein Sigurðsson tónlistarmann og fyrrum kennara Tónlistar- skólans í Stykkishólmi. Tón- leikarnir verða í samkomusal Hótel Stykkishólms. Þar kenn- ir margra grasa, bæði hljóð- færaleikur og söngur; harmon- ikkutónlist, leikústónlist, klez- mer-tónlist, klassíska tónlist og danstónlist. Einnig verða rifjað- ar upp nokkrar af gamanvísum sem Haddi gerði. Fjöldi tón- listarfólks kemur fram úr hópi vina, samstarfsmanna og fjöl- skyldu. Þá verða sýndar mynd- ir af tónlistarferlinum o.fl. Eng- inn aðgangseyrir er að tónleik- unum, en fólki gefst kostur á að greiða frjálst framlag í sérstakan minningarsjóð um Hafstein sem ætlað er að styðja ungt tónlist- arfólk á ýmsa lund. Reiknings- númer: 0309-22-344 - Kenni- tala: 650269-3579. –fréttatilk. Blóðsykur mældur AKRANES: Alþjóðadagur syk- ursjúkra er á morgun, fimmtu- daginn 14. nóvember. Að því tilefni mun Vesturlandsdeild Samtaka sykursjúkra, í sam- starfi við Lionsklúbb Akraness, standa fyrir blóðsykursmælingu og kynningu á laugardaginn á týpu 1 og 2 við Apótek Vestur- lands í verslunarmiðstöðinni að Smiðjuvöllum á Akranesi frá kl. 13-15. Mælingarnar eru í boði Apóteks Vesturlands og eru frí- ar. Stjórnir félaganna hvetja íbúa og aðra nærsveitamenn til að mæta og kynna sér málefn- ið og láta mæla í sér blóðsykur- inn. –hlh Minniháttar meiðsli í óhöppum LBD: Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borga- firði og Dölum í vikunni, tvö að talið er vegna hálku. Minnihátt- ar meiðsli urðu á fólki í tveimur bílveltum og einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Þrír ökumenn voru teknir fyr- ir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku í umdæmi LBD. –þá Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin um næstu helgi Gerðu þér ferð til Grundarfjarðar um helgina. Nánar á: GrundarfjörDur 15.-17. nóvember 2013 Myndir frá yfir 40 löndum Barnabíó Kaffisala á staðnum Ball og tónleikar Fiskiveisla Norðurljós Komdu í heimsreisu um helgina 6. Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin Kröpp lægð gekk hratt yfir vestan- vert landið síðdegis á sunnudag- inn. Um tíma var veðurofsinn slík- ur að þjóðveginum var lokað und- ir Hafnarfjalli og við Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit. Strætóferðir féllu einnig niður um Kjalarnes. Vind- hraði undir Hafnarfjalli fór upp í rúma 50 metra á sekúndu í verstu kviðunum. „Við höfum haft nóg af Óveðurshvellur á sunnanverðu Vesturlandi síðasta sunnudag verkefnum og erum nú með átta hópa úti við hjálparstörf. Það er þak að fjúka af sumarhúsi í Hafnarskógi, húsbíll, kerrur og fiskikör hafa far- ið af stað, þakplötur hafa losnað af húsum á Akranesi og í einu tilviki fokið á bifreið og valdið skemmd- um. Við viljum mælast til þess að fólk sé ekki á ferli utandyra,“sagði Þór Bínó formaður Björgunarfélags Akraness við Skessuhorn síðdegis á sunnudaginn þegar veðrið var hvað verst. Þakplötur losnuðu einn- ig af húsum í Borgarnesi og gám- ur fauk af stað og felldi ljósastaur. Í höfninni á Grundartanga losnaði flutningaskipið Fernanda þar sem það var bundið við bryggju. Skip- ið lamdist ítrekað í bryggjukantinn. Höggin voru svo þung að klæðning brotnaði á bryggjunni. Alls voru 17 útköll á Akranesi og níu í Borgar- nesi vegna óveðursins. Björgunar- sveitir á sunnanverðu Vesturlandi sinntu því vel á þriðja tug útkalla í þessu óveðri. Upp úr klukkan 18 á sunnudaginn var mesti stormurinn genginn yfir. Engin meiðsl urðu á fólki og eignatjón varð minna en ella, þar sem björgunarstarf gekk greiðlega. mþh Þessi gámur fauk í loftköstum á Digranesgötu í Borgarnesi og straujaði ljósa- staurinn ofan í bílastæðið. Þetta hefði getað farið verr því gámurinn var aðeins um metra frá Arion banka þegar hann fór framhjá. Ljósm. Björgunarsveitin Brák. Klæðningar og þakplötur losnuðu á nokkrum húsum á Akranesi. Ljósm. ki Hemja þurfti girðingar sem búið var að reisa kringum fram- kvæmdir á Akratorgi. Ljósm. ki. Kerrur voru næstum farnar á flug við N1 á Akranesi en því var forðað fyrir snarræði björgunarsveitarliða. Ljósm. ki. Flutningaskipið Fernanda sem frægt er orðið minnti á sig þegar það losnaði frá bryggju á Grundartanga og slóst utan í hana af svo miklu afli að klæðning bryggjunnar brotnaði. Nokkuð sá einnig á brenndum byrðingi skipsins. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.