Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Page 11

Skessuhorn - 13.11.2013, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 SKÖPUM 1000 NÝ STÖRF FAXAFLÓA kl. 10:00-15:00 N á n a ri d a g sk rá a u g lýst síð a r Tónbergi Stefnumótun um atvinnumál á Akranesi Skráning fer fram á www.akranes.is Fyrirlestrar og vinnuhópar. Taktu þátt - Allir velkomnir. Finndu viðburðinn á facebook - Stefnumótun um atvinnumál á Akranesi 30 / 11 FRAMTÍÐ VIÐ Blóðsykurmæling á Akranesi Laugardaginn 17. nóvember verða Félag sykursjúkra á Vesturlandi og Lions­ klúbbur Akraness með fría blóðsykursmælingu í boði Apóteks Vesturlands. Mælingin fer fram í verslunarmiðstöðinni Smiðjuvöllum 32 (Bónus) og stendur yfir frá kl. 13.00-15.00. Allir eru hvattir til þess að nýta sér mælinguna. S K E S S U H O R N 2 01 3 Verið velkomin opnunartími: 11-18 virka daga 11-15 laugardaga Af því tilefni verður 15% afsláttur af öllum vörum hjá okkur fimmtudaginn 14. nóvember Full búð af fallegum jóla- og tækifærisgjöfum Opið frá 11 - 22 Léttar veitingar í boði! Hlökkum til að sjá ykkur Við erum eins árs Síldardauðinn í Kolgrafafirði síðasta vetur hefur haft þær afleið- ingar að lítið líf er nú á hafsbotn- inum í firðinum. Súrefnisskort- ur vegna rotnunar síldarinnar hef- ur eytt mestöllu botndýralífi. Eft- ir lifa helst ormar sem eru sérhæfð- ir til að komast af í súrefnissnauðu umhverfi. Botnleðjan er víða kol- svört og angar af brennisteinsfýlu sem eru einkenni súrefnisleysis. Þetta eru frumniðurstöður rannsóknar Náttúru- stofu Vesturlands, Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi og Líf- og umhverfisvísinda- stofnunar HÍ. S í l d a r d a u ð - inn í fyrra er talinn hafa orsakað þetta hrun í botndýralíf- inu. „Okkur grun- aði að lífríkið á botni Kolgrafafjarðar yrði fyrir mikl- um skakkaföllum vegna súrefnis- skorts þegar síldin rotnaði. Við vit- um að dauð botndýr rak á land eft- ir síldardauðann í fyrra. Með styrk frá Vegagerðinni var sett af stað samvinnuverkefni um sýnatöku og rannsóknir á botndýralífinu nú í sumar. Tekin voru sýni af botninum á sömu stöðum og gert hafði ver- ið árið 1999 þegar fjörðurinn var rannsakaður vegna umhverfismats í tengslum við fyrirhugaða þverun og vegagerð,“ segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúr- stofu Vesturlands í Stykkishólmi. Niðurstöðurnar eru ekki upp- örvandi. Rotnun síldarinnar á botni fjarðarins hefur framkallað mik- inn súrefnisskort. „Botnleðjan er kolsvört og brennisteinsfnykur af henni sem bendir ótvírætt til súr- efnisskorts. Dýrategundum hefur fækkað mjög samanborið við 1999. Í botnsetinu er nú ríkjandi ein teg- und burstaorma sem er þekkt fyrir að ná miklum þéttleika við aðstæð- ur þar sem er ofgnótt næringarefna og súrefnisskortur, t.d. í grennd við stórar skólpútrásir. Hins veg- ar er lífríkið utan brúar mun fjöl- breyttara og líkt því sem áður var inni á firðinum.“ Róbert segir að ef síldardauðinn endurtaki sig ekki megi þó vænta þess að lífríkið jafni sig aftur á nokkrum árum eftir að rotnuninni er lokið. „Við ætlum að reyna að útvega fjármagn til að fylgjast með þeirri þróun,“ segir Róbert og bætir við að rannsókn- inni á ástandinu sumarið 2013 sé ekki lokið. Hún er einkum unnin af Valtý Sigurðssyni, meistaranema í líffræði, og var kynnt á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands í Reykjavík í síðustu viku. mþh Enn eru engin merki um það að síld hafi gengið inn á Kolgrafafjörð í haust. Mikil umræða hefur farið fram um hugsanlegar mótvægisað- gerðir til að koma í veg fyrir nýjan síldardauða. Róbert Arnar Stefáns- son líffræðingur hjá Náttúrustofu Vesturlands segir að stjórnvöld séu að skoða ýmsa möguleika og reyna að meta kostnað við framkvæmd þeirra. „Það er þá helst að fæla síld- artorfurnar frá því að synda undir brúna með nokkurs konar loftból- uneti, einhvers konar veifum sem settar yrðu ofan í sjóinn eða með því að senda út hvalahljóð neðan- sjávar. Vandinn er bara að menn hafa ekkert fast í hendi um það hvort svona lagað virki.“ Enn sem komið er virðist það huggun harmi gegn að svo er að sjá sem síldin hafi ekki gengið upp að ströndum við norðanvert Snæfells- nes í sama mæli og áður. „Það virð- ist vera miklu minna af síld á þess- um slóðum heldur en í fyrra. Þetta eru kannski nokkrir tugir þúsunda tonna sem hafa þá einkum safnast inn á Hofsstaðavog. Stærstur hluti fullorðna hluta síldarstofnsins hef- ur þannig ekki skilað sér upp að ströndinni hvað sem síðar verður. Menn eru að velta fyrir sér hvort þessi síld hafi gengið austur fyrir land og dvelji þar nú með smásíld- inni við suðausturströndina. Mér skilst að rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunar leiti nú með síldar- skipunum á Breiðafirði,“ segir Ró- bert. Páll Aðalsteinsson í Stykkis- hólmi gerir út tvo smábáta á síld frá Stykkishólmi og hefur í haust róið á þeim báðum. Hann staðfestir það mat að frekar lítið af síld virð- ist hafa gengið á veiðisvæðið sam- anborið við sama tíma í fyrra. Í Stykkishólmi bíða margir eftir því hvort sjávarútvegsráðherra taki nú ákvörðun um aukinn síldarkvóta handa smábátunum. „Það hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum en við eigum von á ákvörðun í þessari viku. Margir smábátanna eru bún- ir með skammtinn en nokkrir hafa ekki enn farið af stað. Það eru þá bátar sem ætluðu að leggja upp til vinnslu í Búðardal en þar mun fyr- irtækið ekki enn vera tilbúið að taka við hráefni.“ mþh Síld landað á dögunum til vinnslu í Stykkishólmi. Minna af síld en á sama tíma í fyrra Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands við rannsóknir í Kolgrafafirði. Botn fjarðarins er víða nánast sem eyðimörk á að líta eftir síldardauðann í fyrra. Botn Kolgrafafjarðar nánast lífvana

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.