Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Frá og með 2. janúar næstkomandi vantar
sérkennara til starfa í unglingadeild við
Grunnskólann í Borgarnesi.
Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með
289 nemendur í 1.–10. bekk. Skólinn vinnur samkvæmt
Uppbyggingarstefnunni, er Heilsueflandi grunnskóli og
Grænfánaskóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og
hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi.
Einkunnarorð skólans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing
og samhugur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu
skólans www.grunnborg.is
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að
sveigjanlegu skólastarfi og í teymisvinnu samkvæmt
stefnu skólans.
Menntun, reynsla og hæfni:
• B.ed. próf.
• Æskilegt að viðkomandi hafi meistarapróf
í sérkennslufræðum.
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.
• Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af kennslu
nemenda með sérþarfir.
Umsóknarfrestur er til og með 9. desember nk.
Nánari upplýsingar gefur Hilmar Már Arason,
hilmara@grunnborg.is skólastjóri í síma 4371229.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís-
lands heimsótti Háskólann á Bif-
röst mánudaginn 11. nóvember
og átti fund með bæði nemendum
og starfsfólki skólans. Hann byrj-
aði á því að ganga um skólabygg-
ingarnar í fylgd Vilhjálms Egilsson-
ar rektors og Þóris Páls Guðjóns-
sonar kennara við skólann til langs
tíma. Skoðuðu þeir m.a. myndir af
fyrrum nemendum skólans og fóru
í Hollvinastofuna á Bifröst sem
geymir gamla hluti frá skólastarfi á
Bifröst í gegnum árin. Því næst átti
forsetinn fund með kennurum og
öðru starfsfólki skólans. Á fundin-
um kynnti hann sér málefni skólans
og fjallaði um þær breytingar sem
hafa orðið á kennsluháttum vegna
tækniframfara og alþjóðavæðing-
ar og hvernig búa megi nemendur
sem best fyrir framtíðina.
Ólafur Ragnar ávarpaði svo nem-
endur á sal á málstofu þar sem hann
fjallaði um stöðu Íslands í alþjóð-
legu samhengi. Nefndi hann sér-
staklega þrjú atriði þar sem Ísland
yrði mjög áberandi á alþjóða vett-
vangi. Í fyrsta lagi er það jarðhitinn
og hvernig hægt er að nýta hann
víðsvegar um heiminn. Í öðru lagi
nefndi hann ferðaþjónustuna og þá
sögulegu arfleið sem Ísland á og
ferðamenn koma að skoða og upp-
lifa. Í þriðja og síðasta lagi fjallaði
forsetinn um það hlutverk sem Ís-
land getur gegnt á sviði norður-
heimskautsmála, eins og með til-
komu alþjóðlegrar skipahöfn í
Finnafirði en mikil tækifæri liggja í
að gera landið að viðkomustað á al-
þjóðlegri flutningaleið skipa. Ólaf-
ur Ragnar svaraði loks fyrirspurn-
um úr sal frá nemendum í lok mál-
stofunnar.
Eftir að málstofu lauk afhenti
Hallur Jónasson, formaður Sjen-
tilmannaklúbbsins á Bifröst, for-
setanum gjöf frá samfélaginu á Bif-
röst sem innihélt bréfahníf gerðan
úr hornum holdanauts frá Ferju-
bakka og hannaður af Rítu og Páli
í Grenigerði. Að endingu var svo
haldið kaffiboð fyrir forsetann,
nemendur og starfsfólk Háskólans
á Bifröst að gömlum íslenskum sið.
Þar var boðið upp á flatkökur með
hangikjöti, hnallþórur, kleinur og
pönnukökur.
Heimsókn forseta Íslands var
skipulögð af Sjentilmannaklúbbn-
um á Bifröst í samráði við skólann
og skrifstofu forseta Íslands.
mm/ bþþ
Framkvæmdir standa nú yfir á veg-
um Vegagerðarinnar á veginum sem
liggur út að Svörtulöftum á Snæ-
fellsnesi. Verið er að hækka veg-
inn upp og taka af honum kröpp-
ustu beygjurnar. Með þessu er ver-
ið að gera ökumönnum hópferða-
bíla og reyndar smærri bíla einn-
ig aðveldara að aka um veginn. Að
sögn Björns vegagerðarstjóra verð-
ur ekki lagt á veginn bundið slitlag í
þessari atrennu, en vonast til að það
komi síðar. þa
Í vikunni lýsti Sigurður Ingi Jó-
hannsson sjávarútvegsráðherra því
yfir að til standi að setja makríl-
veiðar í kvóta á næsta ári. Þar verði
miðað við aflareynslu skipa. Kvót-
arnir eiga að verða framseljanlegir.
Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali
sem fréttastofa Stöðvar 2 tók við
ráðherrann og sýnt var á sunnu-
dagskvöld. „Síminn á skrifstofu
Landssambandsins hefur hreinlega
logað í allan dag vegna makríl-
fréttar Stöðvar 2 í gærkveldi,“
sagði á vef Landssambands smá-
bátasjómanna daginn eftir. Á liðnu
sumri veiddu trillukarlar alls 4.655
tonn af makríl á grunnslóðinni við
landið. Veiðarnar voru stundað-
ar allt frá Steingrímsfirði í norðri,
vestur um land og austur í Beru-
fjörð. Alls stunduðu 98 smábátar
þessar veiðar. Þar af voru 37 frá út-
vegshöfnum á Vesturlandi. Veiddu
margir þeirra langt yfir meðal-
tal smábátanna á landsvísu, enda
gjöfular makrílslóðir í Faxaflóa og
Breiðafirði.
„Í sumar var meðalafli á smábát
47 tonn. Kílóverðið var upp undir
100 krónur og að sjálfsögðu greidd
veiðigjöld af því. Það var fín af-
koma hjá mörgum á þessum veið-
um en menn hafa ekki aflað sér
neinnar veiðireynslu. Það má segja
að makrílveiðar smábátanna hafi
ekki byrjað að neinu ráði fyrr en í
sumar. Við þurfum að byggja upp
öflugri smábátaflota fyrir mak-
rílveiðarnar til að við getum veitt
þennan fisk á grunnslóðinni upp
við land. Þar fara menn ekkert á
stóru skipunum með flotvörpurn-
ar. Reynslan sýnir hins vegar að
þar er oft mjög stór og vænn mak-
ríll. Þetta er eftirsótt hráefni fyr-
ir landvinnsluna og skapar mörg
störf. Við trúum því hreinlega
ekki að ráðherra sé alvara að ætla
nú að kvótasetja smábátaflotann á
makrílveiðunum. Menn eru mjög
óhressir ef það á að verða raunin,“
segir Örn Pálsson framkvæmda-
stjóri Landssambands smábáta-
eigenda í samtali við Skessuhorn.
Að hans sögn má vænta þess að
fleiri smábátar reyni við makrílinn
næsta sumar. „Þessi fiskur er mjög
víða við landið og góður hugur í
mönnum.“ mþh
Gluggað í gögn um sögu skólans í Hollvinastofunni. F.v. Þórir Páll, Ólafur Ragnar
og Vilhjálmur.
Forseti Íslands sótti heim
háskólasamfélagið á Bifröst
Forsetinn ræddi um alþjóðamál á málstofu og svaraði síðan spurningum.
Gert við veginn að Svörtuloftum
Mangi á Búðum SH var einn þeirra
smábáta sem stunduðu makrílveið-
arnar í sumar sem leið.
Kvótasetning á makríl veldur
uppnámi hjá trillukörlum