Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013
Rökkurdagar hafa staðið yfir í Grundarfirði
undanfarna viku en hátíðin hófst á miðviku-
daginn og lýkur annað kvöld. Þetta er í tí-
unda skipti sem hátíðin fer fram en hún var
fyrst haldin árið 2003. Að sögn Öldu Hlínar
Karlsdóttur, menningar- og markaðsfulltrúa
Grundarfjarðarbæjar, hefur hátíðin farið vel
fram og viðtökur verið framar vonum. Góð
mæting hafi verið á þá fjölmörgu viðburði
sem fram hafa farið en að hennar sögn var
reynt að bjóða upp á viðburði fyrir alla ald-
urshópa. „Fullt hús var á opnun hátíðarinnar
þegar veðurfræðingurinn Guðrún Nína Pet-
ersen hélt afar fróðlegt erindi sem bar heitið
„Ég elska þig stormur“ og fjallaði um veðr-
áttu í Grundarfirði. Á þriðja tug þátttakenda
mætti síðan í Ostaskólann á fimmtudaginn og
unga kynslóðin mætti vel til að hlýða á Frið-
rik Dór á kaffihúsakvöldi FSN sama kvöld,“
segir Alda sem segir Friðrik hafa slegið í gegn
meðal grundfirskra ungmenna.
Meðal annarra viðburða sem fram fóru
á hátíðinni var vöfflukaffi í Sögumiðstöð-
inni, verðlaunaafhending í ljósmyndasam-
keppni Grundarfjarðarbæjar og bókaverð-
laun barnanna, franskt þema í Bæringsstofu,
leiksýningar og dans svo eitthvað sé nefnt.
„Til dæmis má nefna fjörugt harmonikkuball
sem fram fór í dvalarheimilinu Fellaskjóli á
sunnudaginn þar sem þær Kristín Friðfinns-
dóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir léku af
krafti fyrir dansi og var mikil ánægja með
ballið,“ bætir Alda við. Hún vildi að lokum
koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem
hafa lagt leið sína á hátíðina og til allra þeirra
sem stóðu fyrir viðburðum á hátíðinni. „Það
var sérlega ánægjulegt að finna hvað fólk var
til í að koma og vera með á hátíðinni, ekki síst
þeir sem þurftu um langan veg að fara. Það er
mjög ánægjulegt að vita til þess,“ sagði Alda
að lokum.
Northern Wave
Hátíðarhald er með engu móti lokið í
Grundarfirði þrátt fyrir að Rökkurdögum
ljúki á morgun því að á föstudaginn hefst al-
þjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave.
Þetta er í sjötta skipti sem hátíðin fer fram
en hún stendur yfir fram á sunnudag. Eins og
Dögg Mósesdóttir skipuleggjandi hátíðar-
innar sagði í viðtali í Skessuhorni 23. október
síðastliðinn, þá hefur 91 stuttmynd verið val-
in til sýninga á hátíðinni í ár og koma þær frá
öllum heimshornum á borð við Austur-Evr-
ópu, Ameríku, Mið-Asíu, Miðausturlönd-
um og Evrópu. Einnig skipa íslenskar mynd-
ir sinn sess á hátíðinni en sýning þeirra fer
fram á sunnudeginum. Sýningar fara fram í
Samkomuhúsinu og Bæringsstofu. Meðfram
sýningum er loks efnt til annarra skemmti-
viðburða á borð við vinnusmiðju, fiskiréttar-
keppni, tónleika og balls. Dögg sagði í sam-
tali við Skessuhorn í gær að þónokkur hóp-
ur aðstandenda myndanna sem sýndar verða
á hátíðinni sé væntanlegur til Grundarfjarð-
ar auk annarra gesta sem mætt hafa ár eftir
ár. Því er von á fjölda fólks á hátíðina líkt og
fyrri ár.
Nánari upplýsingar um hátíðina má nálg-
ast á heimasíðu hennar, www.northernwave-
festival.com hlh / Ljósm. tfk.
Rökkurdagar og Northern Wave í framhaldi
Vöfflukaffi var á bókasafninu í Grundarfirði sl. fimmtudag. Meðan gestir gæddu sér á vöfflum voru
Bókaverðlaun barnanna afhent. Almennings- og skólabókasöfn landsins veita verðlaunin hvert ár fyrir
tvær bækur, aðra frumsamda og hina erlenda.
„Ég elska þig stormur“ var heiti fyrirlestrar um veðurfar í Grundarfirði sem Guðrún Nína Petersen
veðurfræðingur hélt fyrir fullum sal í Bæringsstofu síðasta miðvikudag. Þetta var fyrsti dagskrárliður
Rökkurdaga.
Nemendafélag FSN stóð fyrir tónleikum með Friðriki Dór í skól-
anum sl. fimmtudag.
Ostaskólinn var með osta- og vínsmökkun sl. fimmtudag. Þar
var hægt að fræðast um vín og samspil þessara tveggja afurða á
bragðlaukana. Þemað var Frakkland og því eingöngu franskir ostar
og vín á boðstólum.
Ragnheiður Arnardóttir og Alexander Ágústsson hlutu Bókaverð-
laun barnanna.
Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2013
með verðlaun sín. F.v. Sunna Njálsdóttir, sem tók við verðlaunum
fyrir hönd dóttur sinnar Signýjar Gunnarsdóttur sem varð í þriðja
sæti, Tómas Freyr Kristjánsson sem varð í fyrsta sæti og Salbjörg
Nóadóttir sem varð í öðru sæti.
Unga kynslóðin lét sig ekki vanta í Bæringsstofu á föstudaginn þar
sem kvikmyndin Goðsagnirnar fimm var sýnd.
Kvenfélagið Gleym mér ey stóð fyrir kökukaffi og markaði í Sögu-
miðstöðinni á laugardaginn. Hér sést Hildur Sæmundsdóttir ljós-
móðir við köku- og söluborðið.Létt stemning var í Sögumiðstöðinni á laugardaginn.