Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 í passíuviku Páskadagskrá 1. apríl. Voropnun á Þórisstöðum og vatnaveiði hefst. Dagleg veiði milli kl. 07.00 og 23.30. Afgreiðsla veiðileyfa fer urriða á Þórisstöðum! Nánari upplýsingar í síma: 433 8975. www.thorisstadir.is 11. apríl. Frumsýning óperunnar: á midi.is. Önnur sýning laugardaginn 12. apríl. 12. apríl. 13. apríl. www.bjarteyjarsandur.is 16. apríl. fer fram á Bjarteyjarsandi og hefst kl. 20.15. Að lokinni sýningunni munu systurnar Aldís og Stefanía sælkerasússí. Lifandi tónlist á borðapantanir í síma: 433 8831 /891 6626 eða á arnheidur@bjarteyjarsandur.is. 17. apríl. 18. apríl. Passíuganga frá Leirárkirkju og að Hallgrímskirkju í 18. apríl. 19. apríl. Páskaeggjaleit á Þórisstöðum. Í skóginum við Þórisstaði www.thorisstadir.is 19. apríl. og 17 19. apríl. 20. apríl. 20. apríl. (að páskadegi undanskildum) milli kl. 13 og 19. Sjón er sögu ríkari! páska. Velkomin í Hvalörð www.visithvalordur.is Þröstur Aðalbjarnarson, formaður Búnaðarfélags Eyja- og Miklaholts- hrepps „Í mínum huga er aukin samvinna lykilorð þegar kemur að Svæðis- garðinum og er gott að sjá að sveit- arfélögin og atvinnufélögin á Snæ- fellsnesi hafi myndað eina heild með þessum hætti. Garðurinn á klárlega eftir að efla samtal fólks í ólíkum greinum á svæðinu og sjáum við sem störfum í landbúnaði fjöl- breytt tækifæri blasa við. Hér mætti nefna mögulega samtengingu bú- skapar við ferðaþjónustu á svæð- inu, t.d. hvað varðar framleiðslu á vörum sem ferðaþjónustufyrir- tæki gætu boðið upp á. Með tíman- um gæti samstarf á vettvangi garðs- ins síðan stuðlað að hagræðingu á svæðinu, t.d. með sameina það í eitt sveitarfélag.“ Sigurjón Grétarsson, formaður Búnaðarfélags Staðarsveitar „Að mínu mati eru fullt af tækifær- um fyrir nánast alla á Snæfellsnesi fólgin í Svæðisgarðinum og hef- ur garðurinn alla burði til að efla ímynd svæðisins. Vafalaust munu margir nýta þau en framtakið eyk- ur líkurnar á því að fólk á ólík- um starfssviðum á svæðinu viti af hverju öðru og geti mögulega sam- stillt sig í framboði á vöru og þjón- ustu. Væntingar standa til að með tíð og tíma verði jafnvel til sér- stakt merki sem allir innan vébanda garðsins gætu nýtt sér, hvort sem það er í sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu eða öðru. Því bet- ur sem menn nýta sér garðinn, því virkari verður hann.“ Sigurjón Hilmarsson, formaður Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi „Samstaðan stendur okkur í Snæ- felli efst í huga við stofnun Svæð- isgarðsins. Það er ánægjulegt að standa með svona fjölbreyttum hópi heimamanna að þessu verk- efni og tel ég að sú samstaða gefi góð fyrirheit um framhaldið. Svæð- isgarðurinn á örugglega eftir að hafa veruleg áhrif á næstu árum í mörgu tilliti, sérstaklega í sam- bandi við ferðamanninn. Tæki- færin eru æði mörg og er hægt að nefna sem dæmi að sala á afurðum á svæðinu, t.d. sjávarafurðum, gæti styrkst með því að auðkenna vörur með merkjum Svæðisgarðsins. Við í sjávarútveginum horfum aðeins í þá áttina nú um stundir.“ Þorkell S. Símonarson, hjá Ferðamálasam- tökum Snæfellsness „Það er alltaf ánægjulegt að menn gleymi hrepparíg og öðrum vit- leysisgangi og fari í samstarf, hvað þá af stórum skala eins og í Svæð- isgarðinum. Ég myndi segja að megin árangurinn nú sé að hafa leitt þennan hóp saman undir merkjum Svæðisgarðsins. Garðurinn hefur ótvíræða kosti, t.d. í að virkja sam- legðaráhrifin á Snæfellsnesi og á hann örugglega eftir að vera öflugt tæki til þess að koma mörgu snið- ugu í verk. Þá er markmið garðs- ins að styrkja þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Einnig horfa menn til þess að garðurinn dragi fram kosti Snæfellsness og efli svæðið sem að- laðandi búsetukost, ekki síst fyrir ungt fólk.“ Helga Hafsteinsdóttir, formaður SDS „Stjórn SDS samþykkti að láta fé- lagið vera með því við litum svo á að Svæðisgarðurinn geti orðið mik- ilvægur vettvangur til að byggja upp atvinnulífið á Snæfellsnesi. Öflugt atvinnulíf skilar sér í öflugra sam- félagi. Það er allra hagur að stuðl- að sé að uppbyggingu með sam- starfi eins og þessu og er ánægju- Hvernig líst þér á Svæðisgarðinn? legt að sjá svona marga aðila komna saman í það verk. Við í stjórn SDS vorum sammála um að þetta væri gott skref fyrir félagið um leið og það styrkir okkar atvinnuumhverfi. Við vonumst til að garðurinn eigi eftir að stuðla að frekari atvinnu- uppbyggingu og batnandi kjör- um launafólks. Um leið vonum við að samvinna innan garðsins muni fjölga íbúum á svæðinu með tíman- um, ekki síst ungu fólki.“ Björg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri Svæðis- garðsins hjá Alta í Grundarfirði „Við hjá Alta erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að aðstoða við og taka þátt í uppbyggingarverk- efni sem þessu. Svæðisgarðurinn snérist um breitt samstarf þar sem horft væri til langs tíma þar með byggingu varanlegra samskipta í huga á milli atvinnulífs og sveit- arfélaganna. Á 20. öldinni hef- ur gríðarleg þekking byggst upp í atvinnulífi á Íslandi og stórstíg- ar framfarir orðið, í rauninni bylt- ing í atvinnu- og búsetuháttum, t.d. með vexti þéttbýlisstaðanna á Snæfellsnesi. Byggðirnar, dreif- býli og þéttbýli, á svæðinu vaxa nú ekki lengur eins og á síðustu öld og aðrar áskoranir eru því uppi. Við byggjum áfram á þeirri þró- un sem var á síðustu öld, en auk- um nú þekkinguna enn frekar í nýrri sókn. Því er ég mjög stolt af Snæfellingum sem hafa ákveðið að þekking og samvinna sé undirstað- an fyrir framfarir á þessari öld. Það þarf nýjar leiðir til að opna nýjar dyr. Enn og aftur eru Snæfellingar frumkvöðlar.“ hlh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.