Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Í ár líkt og undanfarin ár verð-
ur boðið upp á fjölbreytta og fjöl-
skylduvæna dagskrá í Hvalfjarðar-
sveit í aðdraganda páska og hátíðis-
dagana sjálfa. Það eru ferðaþjón-
ustuaðilar í Hvalfirði og fleiri sem
taka sig saman og bjóða upp á við-
burði þessum tíma. „Þetta hefur
verið gert í nokkur ár og nú hef-
ur skapast hefð fyrir að vera með
fjölbreytta og fjölskylduvæna dag-
skrá í dymbilviku. Sumir viðburð-
irnir eru ótrúlega vel sóttir, um
og yfir hundrað manns sem eru
að mæta. Nú er þetta orðið þann-
ig að íbúafjöldi í Hvalfirði tvöfald-
ast um páska vegna fjölda sumarbú-
staða. Fólk flykkist í þá um frídaga
og segja má að þetta sé upptaktur-
inn af sumrinu,“ segir Arnheiður
Hjörleifsdóttir ferðaþjónustubóndi
á Bjarteyjarsandi.
Allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi
Margir fastir liðir eru á dagskrá, líkt
og passíusálmaupplestur og fjöru-
ferð á Bjarteyjarsandi. „Það hefur
líka skapast hefð fyrir páskaeggja-
leit á Þórisstöðum og svo er alltaf
tónlistarviðburður á dagskrá. Nú
er hvorki meira né minna en heil
óperuuppfærsla,“ segir Arnheiður.
Hún bætir því við að ýmislegt fari
í gang fyrir sumarið í þessari viku.
„Undanfarin ár hafa fyrstu opn-
unardagar ársins í sundlauginni á
Hlöðum verið í þessari viku, Fer-
stikluskáli opnar eftir vetrardvalann
og opnað er fyrir vatnaveiði á Þór-
isstöðum. Það er því ýmislegt sem
fer í gang fyrir sumarið og má segja
að páskarnir marki ákveðin tíma-
mót á hverju ári.“ Að þessu sinni
verða einnig skemmtilegar nýjung-
ar á dagskránni. Í fyrsta sinn verð-
ur sýnd á heimaslóðum verðlauna-
stuttmyndin Hvalfjörður og frum-
sýning óperunnar Skáldið og bisk-
upsdóttirin verður í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ um næstu helgi. Þá
er aukin fjölbreytni í gistimögu-
leikum og veitingum. „Fjölsóttustu
viðburðirnir eru þeir sem ætlaðir
eru allri fjölskyldunni enda mikið af
fjölskyldum í sumarbústöðum. En
um leið og birtir til og hlýnar í lofti
þá eykst umferð um fjörðinn. Það
er því líka lögð áhersla á betri þjón-
ustu við fólk sem er á eigin vegum
á rúntinum. Nú verður meira að
segja hægt að fá páskalambið, steik-
ina sjálfa, í Ferstikluskála. Þetta
eru því ekki bara viðburðir heldur
góð blanda af háklassískum menn-
ingarviðburðum í bland við útivist
og góða þjónustu. Allir geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Arn-
heiður að lokum. Nánari upplýs-
ingar um viðburðina má sjá á aug-
lýsingu í blaðinu. grþ
Skagamærin Guðrún Valdís Jóns-
dóttir á Akranesi fékk á dögunum
bréf frá Harvard og Princeton há-
skólunum í Bandaríkjunum þar
sem henni var boðin skólavist næsta
vetur. „Þetta hófst á því að ég sendi
tölvupóst á svona tíu til tuttugu
skóla í Bandaríkjunum. Mér datt
bara í hug að senda í leiðinni póst
á nokkra fáránlega flotta drauma-
skóla. Ég bjóst aldrei við að enda
með þessa tvo,“ segir Guðrún Val-
dís í samtali við Skessuhorn, en hún
er dóttir hjónanna Jóns Helgasonar
og Sigríðar Valdimarsdóttur. Ferl-
ið hófst með því að Guðrún Val-
dís sendi tölvupóst á knattspyrnu-
þjálfarana við skólana en hún hefur
spilað sem markmaður fyrir ÍA og
einnig leikið með 17 ára og 19 ára
landsliðum Íslands í knattspyrnu.
„Það fór fljótlega að grisjast úr og á
endanum sótti ég bara um í þessum
tveimur skólum þar sem þá vant-
aði báða markmann í knattspyrnu-
liðið,“ segir Guðrún Valdís. Hún
þurfti sjálf að leggja inn umsókn
og þurfti að uppfylla allar kröfur
eins og aðrir umsækjendur. Engu
breytti að þjálfarar knattspyrnuliða
beggja skóla hafi getað gefið henni
meðmæli. „Þetta eru svokallaðir
„Ivy League“ skólar, sem er hópur
átta gamalla og virtra skóla í Banda-
ríkjunum. Ég þurfti að taka fjögur
stöðupróf og ná ákveðinni einkunn
í þeim prófum til að standast þær
kröfur sem skólarnir setja,“ útskýrir
Guðrún Valdís. Hún bætir því við
að hún hafi keypt gögn og bækur á
netinu og lært fyrir þessi próf eins
og önnur. Prófin hafi hún tekið í
Reykjavík.
Ekki bara nördar sem
komast inn
Guðrúnu Valdísi hefur ætíð geng-
ið vel í skóla og segir hún að það
hafi án efa hjálpað. „Þetta er sam-
bland af góðum námsárangri og
fótboltanum,“ segir Guðrún Val-
dís en henni gekk vel bæði í grunn-
skóla og í fjölbraut. „Ég var bæði
í píanónámi og fótbolta þannig að
þetta er bara spurning um að skipu-
leggja sig og vera samviskusam-
ur. Það eru ekki bara milljónamær-
ingar og nördar sem komast inn í
svona skóla, þetta er alveg mögu-
legt fyrir aðra,“ segir Guðrún Val-
dís og brosir. Umsóknarferlið inn í
skólana tók töluvert lengri tíma en
gengur og gerist hérlendis. Guðrún
Valdís sótti um inngöngu í skólana í
desember 2013 en segja má að um-
sóknarferlið sjálft hafi tekið langan
tíma. „Ég byrjaði í samskiptum við
skólana 2012, á meðan ég var enn
nemandi við FVA þannig að þetta
ferli tók um 18 mánuði. Umsóknin
sjálf var líka flókin, það tekur alveg
einn til tvo mánuði að fylla hana
út. Síðan þarf að skrifa ritgerðir og
fleira sem þarf að skila með um-
sókninni.“
Á eftir að velja
Guðrún Valdís hefur ekki enn
ákveðið hvorn skólann hún mun
velja. Mikill heiður er að komast
inn í þá báða enda voru einung-
is um 5% af 34.295 umsækjendum
sem komust inn í Harvard og rétt
rúmlega 7% af þeim 26.641 sem
fengu skólavist í Princeton. „Ég
bjóst aldrei við því að komast inn
í báða skólana. Ég fékk fyrst bréf-
ið frá Princeton og á meðan ég var
að lesa það sá ég að ég hafði fengið
tölvupóst frá Harvard. Þetta er án
efa erfiðasta ákvörðun sem ég hef
þurft að taka í lífinu.“ Hún segir
margt líkt með skólunum en ann-
að mjög ólíkt. „Princeton er mun
minni skóli og er í vernduðu um-
hverfi í New Jersey á meðan Har-
vard er stór og fjölmennur skóli,
staðsettur í miðri Boston,“ segir
Guðrún Valdís sem hefur heimsótt
báða skólana, dvalið á heimavistun-
um og farið í kennslustundir. Guð-
rún Valdís fær ekki íþróttastyrk til
að stunda nám við skólana eins og
þekkist í mörgum bandarískum há-
skólum. „Þessir „Ivy League“ skól-
ar veita ekki íþróttastyrki. Þeir veita
fjárhagsstyrk sem er mishár eft-
ir hvernig fjárhagur fjölskyldunn-
ar er. Fjölskyldan mín þurfti því að
fara í gegnum eins konar greiðslu-
mat og á eftir að koma í ljós hve
mikið þetta mun kosta,“ segir hún.
Hún mun þó spila og æfa með fót-
boltaliði skólans. „Skólarnir eru
akademískt séð mjög svipaðir, líka
fótboltalega séð. Það veltur því að-
allega á því hvað kemur út úr þessu
með styrkina hvorn skólann ég vel,
því námið er mjög dýrt. Ég vel lík-
lega skólann sem kemur til með að
kosta minna. Ég fæ svör fljótlega og
hef svo út mánuðinn til að ákveða
mig.”
Búin að melta
þetta lengi
Guðrún Valdís mun því hefja fjög-
urra ára nám í sameindalíffræði við
annan hvorn skólann í haust og
spila knattspyrnu samhliða. Hún
æfir enn með ÍA en má ekki keppa
með liðinu út af reglum skólanna
ytra. „Ég verð því uppi í stúku í
sumar. Svo fer ég út um miðjan
ágúst. Ég skráði mig í sameinda-
líffræðina en ég er að klára fyrsta
árið í því fagi við Háskóla Íslands
núna. Ég fæ samt ekkert af því met-
ið, heldur verður það bara góð-
ur grunnur. Grunnnámið tekur
fjögur ár og svo veit ég ekki alveg
hvað ég geri, það kemur bara í ljós.
Þetta er frekar almennt fyrstu tvö
árin þarna úti, svo útskrifast mað-
ur með eitt aðalfag og eitt auka-
fag,“ útskýrir Guðrún Valdís. Hún
segir það skrýtna tilhugsun að vera
á leið í burtu í svona langan tíma.
„En ég er búin að melta þetta lengi.
Ég kem alveg heim í fríum þann-
ig að þetta verður ekkert svo langur
tími í einu. Ég hlakka bara til. Bið-
in hefur verið löng en nú er ég bara
orðin spennt.“ grþ
Opnað hefur verið fyrir vatnaveiði á Þórisstöðum.
Fjölbreytt páskadagskrá í Hvalfirði
Boðið upp á ævintýralega fjöruferð á Bjarteyjarsandi fyrir alla fjölskylduna þar
sem skimað verður meðal annars eftir kræklingum í soðið og veitt fræðsla um
lífríki fjörunnar.
Margt spennandi er á dagskrá
fyrir börnin í Hvalfjarðarsveitinni yfir
páskana.
Komst inn í tvo af virtustu skólum heims
Guðrún Valdís alsæl með bréfin frá báðum skólunum.
Guðrún Valdís ásamt Höllu Margréti
systur sinni á Harvard Stadium.
Við Nassau Hall í Princeton.