Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Við Heiðarbraut 33 á Akranesi
stendur látlaus bílskúr við íbúar-
húsið sem fullur er af gömlum
gersemum. Í honum halda íbú-
ar hússins, þau Björgvin K Björg-
vinsson og Kristbjörg Traustadótt-
ir, skemmtilegan flóamarkað einu
sinni í mánuði. Þar kennir ýmissa
grasa og virðist alltaf vera til nóg af
gömlum og fallegum hlutum, ásamt
fjöldanum öllum af eldri leikföng-
um. Flóamarkaðurinn nýtur mik-
illa vinsælda. Kíkt var í heimsókn á
Heiðarbrautina.
Er bara algjört
áhugamál
„Þetta vatt bara upp á sig. Við
bjuggum sjálf í Danmörku í tví-
gang, fyrst frá 1999 – 2000 og svo
aftur nokkrum árum síðar. Við höf-
um alltaf verið safnarar og fórum
reglulega á alls kyns markaði úti.
Maður er alltaf að leita að einhverju
spennandi og áhugaverðu. Það
sem gerist er að ef maður byrjar að
safna einhverju þá fylgir oft eitt-
hvað með sem maður vill ekki eiga
sjálfur. Við vildum ekki skilja þessa
hluti eftir eða henda þeim. Það
endaði því með því að við ákváðum
að taka munina með í gáminn þeg-
ar við fluttumst heim með búslóð-
ina,“ segir Kristbjörg. Þegar heim
var komið áttu þau fjöldann all-
an af dóti sem þau vissu ekki hvað
þau áttu að gera við. Þeim datt því
í hug að einhver annar vildi eign-
ast þetta og ákváðu að prófa að fara
með hlutina á markað. „Við tókum
þátt í markaði á írskum dögum og
fleiri bæjarhátíðir fylgdu á eftir þar
sem við vorum beðin um að koma
til að lífga upp á stemninguna á
mörkuðum sem þar voru haldnir.
Þetta vakti alltaf athygli og gleði.
Fólk sýndi básnum okkar mikinn
áhuga,“ útskýra þau. Ásamt því
að taka þátt í bæjarhátíðum voru
hjónin með markað í bílskúrnum á
Akranesi einu sinni á ári en pökk-
uðu öllu dótinu niður þess á milli.
„Eftir að okkur var boðið að taka
þátt í Flóamarkaði Vesturbæjar og
á Káratorgi á menningarnótt fóru
hlutirnir að vinda upp á sig. Þarna
hittum við fólk sem hafði búið er-
lendis og þekkti þessa markaðs-
stemningu. Við vorum þarna með
hluti sem fólkið þekkti, hluti eins
og eru á mörkuðum í útlöndum.
Hér á landi er svona litlum heim-
ilishlutum oft hent, fólk fer ekk-
ert með þetta á markaði enda ekki
hefð fyrir því. En svona hófst þetta,
þetta var og er bara algjört hobbý,“
bætir Kristbjörg við.
Áhuginn alltaf að aukast
Hjónin urðu þreytt á að ferðast með
hlutina fram og til baka og ákváðu
að opna sjálf flóamarkað í bílskúrn-
um heima hjá sér. Til að byrja með
var ætlunin að hafa opið einn dag
í mánuði en í dag er opið fyrstu
helgina í hverjum mánuði. „Við
finnum muninn á að hafa opið alla
helgina en ekki bara á laugardegin-
um. Fólkið hérna á Akranesi er ekki
endilega heima á laugardögum.
Við upplifðum það að Akurnesing-
ar virðast nota þann dag til Reykja-
víkurferða og margir báðu okk-
ur um að hafa opið einhvern ann-
an dag. Eftir að hafa prófað að hafa
opið alla helgina kom í ljós að fjöld-
inn dreifðist einhvern veginn betur
yfir helgina. Við sækjumst ekki eftir
því að hafa biðröð út á götu,“ seg-
ir Björgvin.
Hjónin hafa fundið aukinn áhuga
fyrir markaðinum. „Áhuginn er
alltaf að aukast. Fólki finnst þetta
skemmtilegt og áhugavert. Sum-
ir koma langt að utan af landi. Við
höfum fengið fólk alla leið frá Akur-
eyri og Hvolsvelli sem keyrir hing-
að til að koma á markaðinn. Svo eru
alltaf einhverjir sem hafa samband
í gegnum tölvuna,“segir Kristbjörg
en hún hleður myndum af hlutun-
um á Facebook þegar markaðurinn
er opinn. „Við sendum hvert á land
sem er en reynum yfirleitt að finna
far undir hlutina. Það er alltaf fólk
á ferðinni,“ bætir Björgvin við. Þá
hefur markaðurinn einnig spurst út
til fyrirtækja en hjónin hafa leitað
að ákveðnum hlutum fyrir nokkra
veitingastaði og kaffihús víðsvegar
um landið ásamt því að hafa lánað
hluti sem leikmuni í íslenskar kvik-
myndir.
Á stórt vélmennasafn
Hjónin eru ekki einungis með flóa-
markað í bílskúrnum. Í íbúðarhús-
inu má finna stórt safn leikfanga,
nánar tiltekið vélmenna, sem eig-
andinn hefur safnað í 15 ár. „Upp-
hafið af þessu öllu er í raun leik-
fangasafnið. Við fórum á leikfanga-
messu í Jótlandi, sem er markaður
einungis með leikföngum en þang-
að koma safnarar nánast alls stað-
ar að úr heiminum. Þar rakst ég á
róbóta sem var flottur, enn í kass-
anum. Ég keypti hann og síðan hef
ég safnað þeim,“ útskýrir Björg-
vin. Hann safnaði áður leikfanga-
bílum af stærðarflokknum 1:43 en
í dag eiga vélmennin hug hans all-
an. „Ég vissi hreinlega ekki að það
væri til grein af söfnurum sem safna
bara róbótum. Í dag safna ég nánast
einungis róbótum og geimtengd-
um leikföngum.“ Björgvin hef-
ur útbúið sér aðstöðu undir safn-
ið í einu herbergi í íbúðarhúsinu.
Þar er vélmennunum raðað í gler-
skápa, alveg frá gólfi og upp í loft.
Hann sækist helst eftir vélmennum
frá árabilinu 1950 – 1975 og á í dag
á sjötta hundrað vélmenna. Hann
segir að ekkert þeirra sé úr hans
eigu frá því hann var barn. „Nei, ég
átti ekki svona fín leikföng í æsku.
Við vorum margir bræðurnir og
það sem einn var hættur að nota
gekk niður til þess næsta.“ Þá seg-
ir hann að hann hafi fundið fá vél-
menni á Íslandi. „Ég finn nánast
engin hér. Þó fékk ég eitt frá konu
sem hringdi eftir að frétt um safnið
birtist í sjónvarpinu. Sonur hennar
hafði átt einn róbót frá því hann var
barn og geymt hann,“ segir Björg-
vin.
Smáhlutir frá
1950 - 1970
En hvernig hluti selja þau í bíl-
skúrnum og hvaðan koma þeir?
„Við stílum inn á tímabilið frá 1950
– 1970 og síðan einnig hönnunar-
vöru. Þetta eru aðallega smáhlutir
sem tilheyra heimilinu, búsáhöld,
skrautmunir, lampar, töskur, leik-
föng og fleira. Við kaupum hluti af
fólki beint, höfum verið beðin um
að koma inn á heimili til að skoða
og velja hluti þar. Við eigum einnig
ennþá hluti frá því að við bjuggum í
Danmörku. Erum ekki enn farin að
opna alla kassana sem við fluttum
heim. Svo förum við sjálf á mark-
aði um helgar. Við getum ekki allt-
af verið með sama dótið og reyn-
um að finna eitthvað nýtt og spenn-
andi. Svo skiptum við hlutunum út,
setjum aftur niður það sem ekki
selst og tökum annað upp í staðinn.
Eftir smá tíma skiptum við aftur.
Við höfum einnig verið með vörur
af gömlum lagerum, vörur frá 1950
- 65 sem eru búsáhöld og skraut-
munir ásamt gjafavöru og leikföng-
um,“ segir Kristbjörg.
Að sögn þeirra hjóna hafa þau
ráðgert að halda áfram með flóa-
markaðinn á Akranesi. „Planið er
að halda þessu óbreyttu, að vera
með markaðinn tíu til tólf sinn-
um á ári eins og nú. Við viljum
ekki binda okkur yfir þessu eins og
verslun. Eftir að sjónvarpið kom í
heimsókn til okkar og fjallaði um
leikfangasafnið þá komst fólk ekki
inn. Það þurfti að hleypa inn í holl-
um. Við erum bara tvö í þessu og
þetta er bara áhugamálið okkar,“
bæta þau við. Sjálf eru þau alltaf að
kaupa eitthvað, ekki síst í leikfanga-
safnið. Á næstunni eru þau á leið
út til Danmerkur að passa barna-
barn sitt. „Hver veit nema við tök-
um eitthvað smáræði með heim?
Við erum jú safnarar,“ segja hjónin
Kristbjörg Traustadóttir og Björg-
vin K Björgvinsson að lokum. grþ
Dunda sér við leikfangasafn og flóamarkað í heimahúsi
Rætt við hjónin Kristbjörgu Traustadóttur og Björgvin Björgvinsson á Akranesi
Kristbjörg og Björgvin fyrir framan bílskúrinn góða sem hýsir flóamarkaðinn.
Það má finna ýmsa antikmuni á flóamarkaðinum í bílskúrnum. Hér er plássið nýtt
til hins ýtrasta og hlutum raðað upp úti í góða veðrinu.
Björgvin á stórt og mikið leikfangasafn en hann hefur safnað vélmennum og
geimtengdum leikföngum í 15 ár.
Alls kyns leikföng og varningur er til sölu á flóamarkaðnum.