Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 29

Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 29
29MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Akranes – fimmtudagur 10. apríl. Páskabingó Gaman – saman verður haldið í Þorpinu að Þjóðbraut 1 kl. 16:30. Um 50 glæsilegir vinningar frá fjölmörgum fyrirtækjum á Akranesi. Spjaldið verður selt á 500 kr. en fjölskyldur geta keypt 3 spjöld saman á 1000 kr. Börn sem eru í Gaman-saman eða Fjölsporti geta keypt spjaldið á 300 kr. Allir eru velkomnir! Dalabyggð – fimmtudagur 10. apríl Árshátíð Auðarskóla verður í Dalabúð kl. 18. Borgarbyggð – fimmtudagur 10. apríl Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðu Snorrastofu kl. 20. Þá er komið að 14. og síðasta kvöldi vetrarins. Kvöldstund í notalegu umhverfi við hannyrðir, spjall og kaffisopa. Allir velkomnir og munið að bókasafnið er opið til útlána þessi kvöld! Hlakka til að sjá ykkur. Kv. Gíslína Borgarbyggð – fimmtudagur 10. apríl Opinn fundur um íþróttir eldri ungmennafélaga verður haldinn á skrifstofu UMSB kl. 20:30. Umfjöllun fundarins er: Hvernig má glæða íþrótta – og félagsstarf meira lífi? Því tökum við ekki þátt, erum virk? Hvað hefur þú fram að færa? Kynning á Landsmóti UMFÍ 50 + og nefnd UMFÍ- Eldri ungmennafélagar. Fundarboðendur eru eldri ungmennafélagar innan UMSB. Borgarbyggð – fimmtudagur 10. apríl Dansleikur á Hvanneyri. Danshljómsveit unga fólksins, Meginstreymi, leikur fyrir dansi á stórdansleik á Kollubar. Dansað verður frá kl. 22 - 01. 1.500 kr. inn. Miðasala við hurðina, tryggið yður miða í tíma. 20 ára aldurstakmark. Borgarbyggð – föstudagur 11. apríl Baróninn á Hvítárvöllum, Þórarinn Eldjárn flytur hina mögnuðu sögu Barónsins í Sögulofti Landnámsseturs í Landnámssetri kl. 20. Hvalfjarðarsveit – föstudagur 11. apríl „Skáldið og biskupsdóttirin“ í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20. Ný ópera í konsertuppfærslu. Miðasala á www.midi.is. Miðaverð er kr. 5.900. Borgarbyggð – föstudagur 11. apríl Hinn landskunni skemmtikraftur, Gylfi Ægisson, kemur og skemmtir fram eftir kvöldi í Edduveröld. Láttu þetta ekki fram hjá þér fara. Aðgangseyrir 1500 kr. Dalabyggð – laugardagur 12. apríl Hestamannafélagið Glaður heldur vetrarleika sína á reiðvellinum í Búðardal. Síðasta mót vetrarins er síðan opið íþróttamót 1. maí. Borgarbyggð – laugardagur 12. apríl Bingó verður haldið í Samkomuhúsinu við kl. 20. Frábærir vinningar eru í boði frá fyrirtækjum í héraði; Hraunsnefi, TK hársnyrtistofu, Knapanum, Omnis og fleirum. Aðalvinningurinn er spjaldtölva sem Kvenfélagið í Þverárhlíð gefur. Spjaldið kostar 700 krónur og er posi á staðnum. Hvalfjarðarsveit – sunnudagur 13. apríl Fjörufjársjóður á Bjarteyjarsandi kl. 11. Árleg páskafjöruferð á Bjarteyjarsandi þar sem skimað verður eftir kræklingi og öðru ætilegu í fjörunni. Góðir og fróðir gestir fara með í fjöruna. Einnig er ætlunin að prófa nýtt þaraeldstæði þar sem soðinn verður kræklingur og grjótkrabbi. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Akranes – mánudagur 14. apríl Stórtónleikar í Tónbergi kl. 18. 45 manna kammersveit frá tónlistarskóla í Kraká með glæsilega tónleika í Tónbergi. Einstakur viðburður. Aðgangur ókeypis. Akranes – þriðjudagur 15. apríl Blóðbankabíllinn við Ráðhúsið á Akranesi. Gefðu blóð fyrir Páskahátíðina. Blóðsöfnun frá kl. 10 – 17. Au pair í Svíþjóð Fjölskylda í Lundi í Svíþjóð leitar að barngóðri,duglegri og sjálfstæðri stúlku til þess að hjálpa til með tvo drengi, 1 árs og 6 ára. Auk þess sinna léttum heimilisstörfum. Óskast frá maí/ júní 2014 og í 1 ár. Frekari upplýsingar gefur Birna Guðbjartsdóttir í tölvupósti: birnag@hotmail.com ÓE sumarvinnu Tæplega fertug kona leitar eftir sumarvinnu, allt kemur til greina. Get unnið frá 1. júní til 20. ágúst. Vinsamlegast svarið hér eða sendið línu á 67dagny(hjá)gmail.com Handverksmaður óskar eftir vinnu Handverksmaður, með margskonar þekkingu óskar eftir vinnu til sveita. Helst á Norður- eða Vesturlandi. Húsnæði og fæði þarf að vera til staðar. Er reglusamur á annað en tóbak. Með mér fylgir hundtík, ljúf og góð. Er sveigjanlegur með vinnutíma. Bústörf koma einnig til greina. Uppl. í síma 696-2731. Skoda Octavia Til sölu Skoda Octavia árg. 1999, 1600cc, 5 gíra, bensín. Er með krók, ný smurður og skoðaður 2015. Uppl. í síma 866-2151. (ATH ekki station, afturhlerinn opnast með afturrúðunni). Suzuki XL-7 2003 Til sölu frábær Suzuki Grand Vitara XL-7 árg. 2003, ekinn 166.000. Allur ný yfirfarinn og lítur mjög vel út, skoðaður 2015. V-6 2,7, beinskiptur, léttur og sprækur og myndi henta vel til breytinga. Traustur og góður bíll á góðu verði: 890 þús. Upplýsingar í síma 663-2508. Langferðabíll til sölu Iveco 50c, 2007 árgerð, 19+1 sæta, fallegur og góður bíll. Nánari upplýsingar hjá Sæmundi í síma 862- 1373. Subaru Legacy til sölu Til sölu Subaru Legacy Wagon árgerð 2001, ekinn 189 þús. Næsta skoðun 2015. Nýlegt púst, tímareim, bremsudiskar og demparar aftan. Lítur vel út. Er í Borgarnesi. Verð kr. 600 þús. stgr. Engin skipti. Upplýsingar í s. 864- 1766. Týnd rauðstjörnótt hryssa Rauðstjörnótt hryssa á þriðja vetri tapaðist úr girðingu á Bakka í Melasveit, líklega um áramótin. Ef einhver hefur séð til hennar vinsamlega hafið samband í síma 892-0088, 8931325 eða með tölvupósti á ponsa@simnet.is Chesterfield stólar Tveir enskir Chesterfield stólar í mjög góðu standi. „Ox blood“ litur. Mál: 90 cm (D) x 105 cm (B) x 74 cm (H). 95 þús kr. parið. Sími: 696-2334. Fallegur glerskápur Mjög fallegur gamall glerskápur úr mahogany. Mál: 63 (B) x 43 (D) x 142 (H) cm. Verð: 85 þús. kr. Upplýsingar í s. 696-2334. Fallegur fataskápur Mjög fallegur gamall fataskápur til sölu úr mahogany. Mál: 102 cm x 55 cm x 193 cm (H). 65 þús. kr. Upplýsingar í s. 696-2334. Jörð óskast til leigu Jörðin þarf að hafa sæmilega stórt íbúðarhús og einhver útihús. Mega þarfnast viðhalds. Nánari uppl. í síma 842-6474. Til leigu flott 3 herbergja íbúð á frábærum stað á Akranesi Stór 3 herbergja íbúð til leigu á Akranesi, langtímaleiga. Er á 1 hæð í fjölbýli nálægt Grundaskóla og íþróttasvæði. Íbúðinni er mjög vel viðhaldið, suðursvalir og með aðgang að stórri geymslu í kjallara ásamt þvottahúsi og hjólageymslu. Laufey, gsm. 867-6122. Vantar leiguhúsnæði í Borgarnesi Okkur fjölskylduna vantar leiguhúsnæði í Borgarnesi. Geðgóð og prúð. Sonja Lind s. 862-8908. Íbúð Borgarnesi eða Akranesi30. 03. 2014 Óska eftir 3-4 herbergja íbúð á Akranesi eða Borgarnesi. Æskilegt að megi vera með smáhunda. Geymsla í bílskúr fyrir búslóð eða annað 31,5 fm. bílskúr til leigu á Akranesi. Rafmagn en hvorki hiti né vatn. Hreinn og fínn fyrir búslóð. Uppl. fridmeyhelga5@hotmail.com eða í síma 867-6927. Íbúð óskast á Akranesi Íbúð óskast í sumar, allt kemur til greina. Vinsamlega sendu línu á Sumar14@hotmail.com Vantar íbúð á Akranesi Er að leita húsnæði í sumar. Allt kemur til greina, með eða án húsgögnum. Sími: 616-9642. Bílskúr eða skúr óskast á Akranesi Óska eftir að taka á leigu bílskúr eða skúr fyrir bifhjól. Uppl. í síma 852-2144 og 436-1131. Húsnæði óskast á Akranesi Óskum eftir 3-5 herb. húsnæði til leigu á Akranesi sem leyfir hundahald, vantar frá 1. júlí. S. 691-0636. Iðnaðarhúsnæði í Borgarnesi Til leigu 60 fm iðnaðarhúsnæði í Borgarnesi. Uppl. í síma 892-8589 eftir kl. 18. Viltu losna við bjúginn og sykurþörfina fljótt? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. Einn pakki með 100 tepokum er á kr. 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið kr. 7.800. Sykurþörf og bjúgur minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Þú getur fengið grænt lífrænt te með á kr. 1.500. Sími 845-5715 (Nína). Massy Ferguson og WV caddy sendibíll Til sölu Massy Ferguson árg. ´76 og WV Caddy sendibíll árg. 2007. Keyrður 73 þús. Uppl. í síma 892-8589 eftir kl. 18. Bílaþvottur Silvíu sanngjörnu verði. Get sótt og skilað innan Akraness ef þess þarf. Nota aðeins hágæða efni. Er vandvirk og hef ágætis reynslu. Sími: 862-1859 eða https://www.facebook.com/ bilathvottursylviu Gefins rúm Vegna flutninga fæst rúm gefins gegn því að vera sótt á Hvanneyri, 140x200 cm. Orðið tíu ára en í fínu lagi. nem. hfo1@lbhi.is Sólarhringsleiga Lítið sumarhús til leigu á friðsælum og fallegum stað í Borgarfirði. Svefnpláss fyrir 4 - 6, heitur pottur. Hanna Kristín Steinunnar sími 435-1360 sveitin@ vesturland.is Á döfinni ÝMISLEGT ATVINNA ÓSKAST BÍLAR/VAGNAR/KERRUR DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna á www.SkeSSuhorn.iS fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM ATVINNA Í BOÐI Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500 1. apríl. Drengur. Þyngd 3.600 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Ásdís Hanna Bergvinsdóttir og Hjalti Már Guðmundsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 5. apríl. Drengur. Þyngd 3.550 gr. Lengd 51,5 sm. Foreldrar: Lilja Guðríður Halldórsdóttir og Arnór Þorsteinsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 6. apríl. Drengur Þyngd 3.715 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Helga Hermannsdóttir og Sigurþór Ingi Sigurðsson, Kjós. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 7. apríl. Stúlka. Þyngd 3.775 gr. Lengd 54,5 sm. Foreldrar: Björk Stefánsdóttir og Sigurður Torfi Sigurjónsson, Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Halldóra Kristjánsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.