Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Kátt um helgina KJÓS: Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 19. júlí nk. Þar verður í mörg horn að líta enda vegleg dagskrá í boði. Meðal annars munu ungir bændur keppa í margs- konar þrautum á túninu við Félagsgarð. Á Reynivöllum verður fróðlegt erindi um eftirminnileg ár þjóðskálds- ins Matthíasar Jochumssonar í Kjósinni. Leiðsögn verður um hernámsminjar í Hvíta- nesi kl. 13. Kátína mun ríkja á Kaffi Kjós, tryllt trjásala verður að Kiðafelli 3, Gallerí Nana verður opið við Með- alfellsvatn, Keramik-vinnu- stofa Sjafnar Ólafs verður opin í sumarbústaðahverf- inu í Eilífsdal og margt fleira verður í boði. Nánar um há- tíðina má finna á www.kjos.is –jsb Aflatölur fyrir Vesturland 5. ­ 11. júlí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 23 bátar. Heildarlöndun: 20.294 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 5.754 kg í einni löndun. Arnarstapi 13 bátar. Heildarlöndun: 44.065 kg. Mestur afli: Bárður SH: 26.274 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 38 bátar. Heildarlöndun: 265.601 kg. Mestur afli: Frosti ÞH: 79.247 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík 31 bátur. Heildarlöndun: 68.854 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 4.560 kg í einni löndun. Rif 27 bátar. Heildarlöndun: 75.425 kg. Mestur afli: Magnús SH: 22.324 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 28 bátar. Heildarlöndun: 47.539 kg. Mestur afli: Dísa SH: 4.364 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 68.283 kg. 9. júlí 2. Helgi SH – GRU: 45.992 kg. 6. júlí 3. Frosti ÞH – GRU: 42.139 kg. 6. júlí 4. Frosti ÞH – GRU: 37.108 kg. 9. júlí 5. Magnús SH – RIF: 14.441 kg. 8. júlí mþh Ók rútu útaf DALIR: Rúta fór útaf vegin- um við Haukadalsvatn í Döl- um á sjötta tímanum á sunnu- daginn. Var henni ekið í blaut- an jarðveg við veginn og varð því höggið við útafakstur- inn ekki eins slæmt og ef fyr- irstaðan hefði verið í fastara formi. Um borð voru 26 er- lendir ferðamenn og bílstjóri. Eitthvað var um minnihátt- ar meiðsli meðal farþega en enginn var alvarlega slasað- ur. Björgunarsveitin Ósk frá Búðardal var kölluð út til að- stoðar lögreglu og sjúkraliði á slysstað en hlúa þurfti að far- þegum. Voru þeir fluttir í hús Rauða krossins í Búðardal þar sem þeim var veitt áfallahjálp. Vegfarendur er áttu leið hjá aðstoðuðu einnig við flutning farþeganna. –kóp Sumaruppbót og samið við starfsmenn AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að greiða sérstaka sumaruppbót vegna starfsmanna í Verka- lýðsfélagi Akraness og Starfs- mannafélagi Reykjavíkur. Þá var skrifað undir kjarasamning milli Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveit- arfélaga síðastliðinn föstudag og mun samningurinn fara til umsagnar hjá félagsmönn- um á næstu dögum. Samning- urinn gildir til 30. apríl 2015. Á föstudag var einnig haldinn kynningarfundur á Akranesi á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar sem nýr kjarasamningur var kynnt- ur félagsmönnum. Sá samn- ingur gildir einnig til 30. apríl á næsta ári. Sumaruppbótin er að fjárhæð kr. 26.585 mið- að við fullt starf á ársgrund- velli og gildir þetta sérákvæði á meðan gildandi kjarasamn- ingur er á milli samningsað- ila. Alls munu 220 starfsmenn fá sumaruppbót. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að markmiðið með sumarupp- bótinni sé að mæta almenn- um starfsmönnum Akranes- kaupstaðar sem vinna gjarn- an við lægst launuðustu störf- in. Ennfremur samþykkti bæj- arráðið að greiða þeim starfs- mönnum Akraneskaupstaðar sem hafa hvað lengstan starfs- aldur og eru í Verkalýðsfélagi Akraness svokallaða sérstaka orlofsuppbót, eða 6% ofan á laun í júní. –þá Sex sóttu um rektorsstöðu BORGARNES: Sex um- sóknir voru um stöðu rektors Menntaskóla Borgarfjarðar, en nýlega var kynnt að Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefði verið ráðin. Aðrir umsækj- endur voru Aðalsteinn Júlíus Magnússon, Einar Þorvaldur Eyjólfsson, Sigríður Jónsdótt- ir, Sigurlína H Styrmisdóttir og Unnar Þór Bachmann. –kóp Deiliskipulag fyrir nýjan urðunar- stað í landi Höskuldsstaða í Lax- árdal var tekið til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar í byrjun mánaðarins. Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst frá 27. febrúar til 11. apríl sl. og var tillag- an jafnframt send umsagnaraðilum. Ein athugasemd barst við skipulag- ið og var hún frá Vegagerðinni. Þar var talið að vegtenging svæðisins við Laxárdalsveg sé ekki í lagi vegna ófullnægjandi sjónlengda og lögðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar til að tengingin verði færð 50-60 m til vesturs nær Höskuldsstöðum. Um- hverfis- og skipulagsnefnd Dala- byggðar samþykkti að taka tillit til athugasemdar Vegagerðarinnar og færa vegtenginguna. Í greinargerð og uppdrætti dags. 30. júní 2014 er búið að færa inn þessar breyt- ingar. Þá er frá auglýstum gögnum búið að minnka lóð urðunarsvæðis í 2,5 ha og byggingarreitur minnk- aður til samræmis. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Dalabyggðar, síðast breytt 15. apríl 2014. Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykki fyrirliggjandi deiliskipu- lag á umræddum fundi. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segist vona að umsókn um starfsleyfi fái afgreiðslu hjá Umhverfisstofnun á næstunni þannig að framkvæmdir við svæð- ið geti hafist með haustinu. Um er að ræða urðun á grófum ómeng- andi efnum svo sem steypu, bygg- ingarefni og jarðvegi. Slíkt svæði er við bæjarmörkin að norðanverðu en það er orðið fullnýtt og búið að loka því. þá Starf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveit- ar var auglýst laust til umsóknar eftir kosningarnar í vor. Rann um- sóknarfrestur út 7. júlí síðastliðinn. Alls sóttu sjötíu og þrír um starfið. Tíu umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka og því var endanleg- ur fjöldi umsókna sextíu og þrjár. Í þessum stóra hópi er fólk ýmist með mikla reynslu eða menntun, hvorutveggja eða hvorugt; ráðgjaf- ar og fyrrum forstjórar svo dæmi séu tekin. Allt litrófið ef svo má segja, en ljóst að mikil eftirspurn er eftir að taka við að stýra einu efn- aðasta sveitarfélagi landsins. Umsækjendur voru eftirtaldir: • Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórn- málafræðingur • Bergur Hauksson, lögfræðingur • Bjarni Kr. Grímsson, verkefna- stjóri • Björn S. Lárusson, verkefnastjóri • Davíð Ólafsson, fasteignasali og viðburðastjórnandi • Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskipta- fræðingur • Egill Skúlason, umhverfis- og orkufræðingur • Einar Kristján Jónsson, verkefna- stjóri • Eirný Vals, ráðgjafi • Elías Pétursson, verkefnastjóri • Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi • Garðar Lárusson, ráðgjafi • Grétar Þór Jóhannsson, lögfræð- ingur • Guðjón Þórðarson, sérfræðingur • Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti og bílstjóri • Guðrún Agða Aðalheiðardóttir, ráðgjafi • Gunnar Alexander Ólafsson, verkefnastjóri • Gunnar Freyr Róbertsson, mark- aðsstjóri • Gunnar Þ. Andersen, viðskipta- fræðingur • Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir, lögfræðingur • Gylfi Þór Þorsteinsson, ráðgjafi • Hallgrímur Ólafsson, viðskipta- fræðingur • Hekla Gunnarsdóttir, verkefna- stýra • Hilmar Einarsson, lögfræðingur og gullsmiður • Hjördís Sigurðardóttir, lands- lagsarkitekt • Hjördís Stefánsdóttir, forstjóri • Hrönn Pétursdóttir, ráðgjafi • Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri • Jóhanna Aradóttir, stjórnsýslu- fræðingur • Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur • Jón Egill Unndórsson, kennari • Jón Hartmann Elíasson, stjórn- sýslufræðingur • Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri • Jón Pálmi Pálsson, ráðgjafi • Jón Pálsson, viðskiptafræðingur • Jónas Pétur Hreinsson, markaðs- og auglýsingaráðgjafi • Jónína Kristjánsdóttir, viðskipta- fræðingur • Kolbrún Garðarsdóttir, lögfræð- ingur • Kristinn Dagur Gissurarson, við- skiptafræðingur • Kristján Bjarnar Ólafsson, rekstr- arráðgjafi • Lárus Páll Pálsson, viðskipta- fræðingur • Magnús Jónasson, byggingafræð- ingur • Margrét Einarsdóttir, sérfræð- ingur • María Lóa Friðjónsdóttir, fjár- málastjóri • Marta Birna Baldursdóttir, stjórn- sýslufræðingur • Ólafur Guðjón Haraldsson, við- skiptafræðingur • Ólöf Guðmundsdóttir, viðskipta- fræðingur • Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri • Óskar Már Ásmundsson, for- stöðumaður • Páll Línberg Sigurðsson, ferða- málafræðingur • Ragnar Þorgeirsson, sparisjóðs- stjóri • Rannveig Margrét Stefánsdóttir, viðskiptalögfræðingur • Rósa Harðardóttir, kennari • Sigrún Jónsdóttir, stjórnmála- fræðingur • Sigurður Óli Hauksson, lögfræð- ingur • Sigurður Tómas Björgvinsson, ráðgjafi • Skúli Þórðarson, stjórnsýslufræð- ingur • Steingrímur Hólmsteinsson, sér- fræðingur • Sverrir Berg Steinarsson, ráðgjafi • Sverrir Þ. Sverrisson, sérfræðing- ur • Sævar Birgisson, ráðgjafi • Theódór S. Halldórsson, fjár- málaráðgjafi • Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrar- hagfræðingur. Félagar í Ungmennafélaginu Reyn- ir á Hellissandi fögnuðu 80 ára af- mæli félagsins um síðustu helgi en þá fór einnig fram Sandara- og Rifs- aragleði. Afmælishátíðin var haldin á Reynisvelli á Hellissandi. Sigur- steinn Einarsson formaður félags- ins bauð gesti velkomna á hátíð- ina. Ungmennafélagið veitti Þóru Olsen viðurkenningu fyrir störf sín fyrir félagið en hún og maður henn- ar hafa séð um að koma upp bún- ingsaðstöðu við völlinn sem stað- sett er í tveimur gámum og er að- staðan orðin mjög góð. Voru gám- arnir látnir heita eftir þeim hjón- um og heita því Óskar og Þóra. Stúlkur sem voru á söngnámskeiði hjá Öldu Dís Arnarsdóttur í sum- ar sungu fyrir gesti. Að sjálfsögðu voru veitingar í boði eins og í öllum betri afmælisveislum og var boð- ið upp á popp, grillaðar pylsur og svala. Hátíðinni lauk svo með því að keppt var í Bubble bolta á vell- inum. Dómari í leiknum var Krist- inn Jónasson bæjarstjóri. þa Farið að tilmælum Vegagerðar varðandi nýjan urðunarstað í Dölum Sigursteinn Einarsson afhenti Þóru Olsen viðurkenningu. Ungmennafélagið Reynir á Hellissandi 80 ára Starf sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit gríðarlega eftirsótt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.