Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 50. tbl. 17. árg. 10. desember 2014 - kr. 600 í lausasölu VELKOMIN Í SPARILAND Bíbí, Blaki og Ari búa í Sparilandi, sem er nýja krakkaþjónustan okkar. Kíktu á arionbanki.is/Spariland og athugaðu hvernig þú getur fengið sparibauk. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Þín eigin þjóðsaga og Leitin að Blóðey Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal lesa úr nýútkomnum bókum sínum, á Sögulofti. Miðvikudagur 10. des. kl. 17:30 Ókeypis aðgangur Garðar Cortes & Robert Sund Fimmtudagur 11. des. kl. 20:30 Kristjana og Svavar Knútur á Sögulofti Fimmtudagur 18. des. kl. 20:00 KK & Ellen á Sögulofti Föstudagur 19. des. kl. 20:30 Alla föstudaga í desember Jólalegt hádegishlaðborð Skata í hádegi á Þorláksmessu Borðapantanir í síma 437-1600 og landnam@landnam.is Gleðilega aðventu! SK ES SU H O R N 2 01 4 Jólastemning og gleði réðu ríkjum í Ólafsvíkurkirkju þegar systkinin Ellen og Kristján Kristjánsbörn stóðu fyrir jólatónleikum í samstarfi við Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar. Barna- og skólakór Snæfellsbæjar hitaði upp fyrir gestina. Tónleikarnir þóttu skemmtilegir og frjálslegir. Ljósm. þa. Skipulagið á Grundartanga samþykkt í sveitarstjórn Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar stað- festi á fundi sínum á fimmtudag- inn í liðinni viku skipulagsáætlanir varðandi iðnaðar- og athafnasvæð- ið á austursvæði Grundartanga og breytta landnotkun. Um er að ræða skipulag vegna lands í Katanesi þar sem áformað er að sólarkísilverk- smiðja Silicor Materials rísi. Fjór- tán athugasemdirnar við skipulag- ið bárust frá ellefu aðilum og voru af ýmsum toga. Athugasemdirnar voru margar hverjar allviðamiklar og var fundurinn á fimmtudaginn sérstak- ur aukafundur eftir að afgreiðslu var frestað vikuna áður. Skipulagstillagan fer nú samkvæmt lögformlegu ferli til Skipulagsstofnunar til umfjöllun- ar og væntanlegrar afgreiðslu. Silicor menn hafa beðið afgreiðslu skipu- lagsins og nú gera áætlanir fyrirtæk- isins ráð fyrir að fjárhagslegri lúkn- ingu verkefnisins ljúki seinni hluta janúarmánaðar eða í byrjun febrúar á næsta ári. Fátt virðist því í vegi fyr- ir að áform um byggingu sólarkísil- verksmiðju verði að veruleika á Kata- nesi. Eins og fram hefur komið í frétt- um Skessuhorns mun verksmiðj- an skapa vel á fimmta hundruð störf auk afleiddra starfa. Verður því hér um gríðarlega innspýtingu að ræða í atvinnulíf á Vesturlandi. Ef svip- að hlutfall starfsmanna Silicor mun velja sér búsetu á Vesturlandi, í sam- anburði við starfmenn annarra stór- iðjufyrirtækja á Grundartanga, má gera ráð fyrir að 270 starfsmenn bú- setji sig á Akranesi og 90 í Hvalfjarð- arsveit og Borgarbyggð. Auk þess er fjöldi afleiddra starfa sem ekki eru inni í þeirri tölu. Væntanlegar bygg- ingar á Katanesi munu þekja um 12 hektara lands og eru vonir bundnar við að hér verði um að ræða einhverja umhverfisvænustu stóriðju hingað til á Íslandi. Gert er ráð fyrir að bygging verksmiðjunnar muni kosta 94 millj- arða króna og að á þriðja tug fjár- festa komi að verkefninu. Áætlað er að innlendir fjárfestar muni eiga um þriðjung í hinu nýja fyrirtæki þegar verksmiðjan verður fullbyggð. Árleg framleiðsla verður um 19.000 tonn af hreinum sólarkísil sem nýtist til framleiðslu á 3,5 GW af sólarorku. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fékk UMÍS, Umhverfisráðgjöf Ís- lands ehf., til þess að gera óháð mat vegna áforma fyrirtækisins og er nið- urstaða þess að „í stuttu máli virðist fyrirhuguð verksmiðja Silicor Materi- als á Grundartanga stefna í að verða umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi til þessa.“ Ennfremur falla áformin að þeirri hugmynd sem sveitarfélög og hagsmunaaðilar á svæðinu hafa uppi um stofnun þróunarfélags sem hafi það að markmiði að stuðla að upp- byggingu á umhverfisvænni starfsemi við Grundartanga. „Áform Silicor Materials eru að mati sveitarstjórn- ar í fullu samræmi við nýsamþykkt- ar skipulagsáætlanir og áherslur sem Hvalfjarðarsveit leggur til við upp- byggingu á iðnaðarsvæðinu. Sveitar- stjórnin bindur vonir við að hreins- un kísilmálms til framleiðslu á sólar- kísil nái fram að ganga og styður við fyrirhugað verkefni Silicor Materials á Grundartanga,“ segir í tilkynningu frá Hvalfjarðarsveit sem Skúli Þórð- arson sveitarstjóri sendi út eftir fund sveitarstjórnar. mm Horft yfir mannvirkin á Grundartanga og út mynni Hvalfjarðar. Katanes er til vinstri en mannvirki Silicor munu þekja 12 hektara lands þar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.