Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Greindist með MS í upphafi árs Nú þegar við erum farin að tala um heilsutengd efni segir Þórdís sína eigin sögu. Fyrir rétt tæpu ári, aðeins tveimur mánuðum eftir að hún opnaði verslun sína veiktist hún. „Ég lamaðist allt í einu öðru megin í janúar á þessu ári. Ég jafn- aði mig aftur smám saman á nokkr- um vikum. Fyrst var talið að þetta væri klemmd taug eða eitthvað í þá áttina. Ég hafði verið undir miklu vinnuálagi, desembermánuður ný- liðinn og allt það. En síðan var það í mars-apríl að ég tapaði sjón. Ég var blinduð af birtu, mér fannst ég vera að horfa í sól en það lagaðist ekkert og auðvitað mjög slæmt fyr- ir manneskju í þessum blómageira. Ég gerði hins vegar ekki mikið úr þessu og reyndi eins og ég gat að stunda mína vinnu. Það vissu ekki margir í mínu umhverfi af þessu en ég fór til Arnar Sveinssonar augnlæknis sem er alger snilling- ur. Hann sá að ekki var allt eins og það átti að vera. Ég var send á bráðamóttökuna og við tóku nokk- urra vikna rannsóknir. Svo fékk ég greiningu nú í vor að ég væri með MS taugasjúkdóminn,“ segir Þór- dís. Þessi sjúkdómur er ólæknandi en getur lagst misþungt á fólk. Ein- kenni hans eru sömuleiðis marg- vísleg. MS getur leitt til lömun- ar og ótímabærs dauða, en það eru líka fjölmörg dæmi um að fólk lifi jafn lengi og annað fólk með væg einkenni sjúkdómsins sem geta komið og farið á víxl. „Mér finnst ég heppin að hafa fengið greiningu svona snemma svo ég geti fengið þau lyf sem þarf til að halda sjúk- dómnum í skefjum. “ Uppgjöf ekki valkostur Þórdís segist glíma við sjúkdóm- inn og læra að lifa með honum. „Ég sprauta mig einu sinni í viku. Sum- ir dagar eru þó erfiðari en aðrir. En það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því, enda hef ég geng- ið í gegnum mun erfiðari hluti sem voru veikindi dóttur minnar. Ég er svo þakklát fyrir að vera með búð- ina. Það er auðvelt þegar svona að- stæður koma upp að missa kjark- inn. Verslunarreksturinn gerir það að verkum að ég held mér gangandi með opnunartíma hér frá klukkan 14 til 18 daglega. Sjálfsagt hefði ég aldrei farið út í þetta umstang ef ég hefði verið komin með þessa sjúk- dómsgreiningu í fyrrahaust. Það að hafa þessa búð er að gefa mér svo mikið.“ Uppgjöf kemur ekki til greina þrátt fyrir veikindin. Þórdís svarar ákveðið þegar hún er spurð hvort aldrei hafi hvarflað að henni að hætta rekstri Blómavers. „Nei, nei. Ég er rosalega ákveðin það er ekki í boði að gefast upp en að sjálfsögðu þarf ég að huga að og hlúa að mér. En ég læt ekki sjúkdóminn stjórna mér. Það að reka svona verslun í svona samfélagi er ákaflega gefandi þó enginn verði ríkur af því að reka blómabúð í krónum talið. Hingað kemur fólk bæði í gleði og í sorg til að kaupa blóm. Í þessu litla sam- félagi þekkja allir alla. Allt verður miklu persónulegra, ekki jafn fjar- lægt og í stærri samfélögum eins og til dæmis fyrir sunnan. Mér finnst þetta skipta máli. Mitt markmið er að gera hlutina með hjartanu. Já- kvætt hugarfar og kærleikur skil- ar sér alltaf til baka, “ segir Þórdís Björgvinsdóttir brosandi að lokum. mþh Hugað að leiðum ástvina í Ólafsvíkurkirkjugarði Nú á aðventunni fara margir í kirkjugarðana til að huga að leið- um ástvina og setja upp krossa og skreytingar á leiðin. Íbúar Ólafsvík- ur eru engin undantekning á þess- ari notalegu venju landsmanna. Jó- hannes Hjálmarsson var að laga krossinn á leiði tengdaföður síns, Úlfars Víglundssonar, og tengja ljós þegar fréttaritari Skessuhorns átti leið um. Þá voru einnig feðg- arnir Þorsteinn og Vöggur Ingva- son að setja upplýstan kross á leiði móður Vöggs. af Bjargasteinn verður kaffihús í Grundarfirði Eldra hús af Akranesi fær hlutverk kaffihúss eftir endurgerð í Borgarnesi Grundfirðingar ráku upp stór augu á sunnudaginn þegar ekið var með húsið á meðfylgjandi mynd á vöru- bílspalli inn í bæinn. Þarna var ver- ið að koma með og færa á nýsteypt- an grunn væntanlegt kaffihús sem til stendur að opna á næsta ári við fjöruborðið í Grundarfirði. Flutn- ingur hússins úr Borgarnesi gekk klakklaust fyrir sig. Guðbrandur Gunnar Garðarsson, veitingamað- ur, sem jafnframt rekur Narfeyr- arstofu og Plássið í Stykkishólmi, stendur fyrir framkvæmdinni og væntanlegri opnun kaffihússins. Saga þessa húss er býsna athygl- isverð. Það nefnist Bjargasteinn, var byggt árið 1908 á Vesturgötu 64 á Akranesi af Magnúsi Ólafs- syni sjómanni sem bjó þar til 1912 þegar hann drukknaði með Svan- inum, báti sem sigldur var nið- ur. Þar stóð húsið í 105 ár. Það hafði staðið tómt um tíma og jafn- vel stóð til að rífa það. Það var Akraneskirkja sem keypti Bjarga- stein árið 2008 af Christel Ein- varðsson sem hafði þá búið þar í áratugi ásamt manni sínum Jósef Einvarðssyni og fjölskyldu. Húsið þurfti að víkja af stalli sínum til að hægt yrði að fjölga bílastæðum við Akraneskirkju og safnaðarheimil- ið Vinaminni. Í mars 2013 var það hins vegar tekið af sökkli sínum við Vesturgötu og flutt að iðnaðaðar- húsnæði við Vallarás í Borgarnesi þar sem það var lagfært af SÓ hús- byggingum sem höfðu keypt það. Stefán Ólafsson húsasmíðameist- ari er mikill áhugamaður um end- urbyggingu gamalla húsa og má segja að hann hafi bjargað Bjarga- steini frá eyðileggingu. Þegar húsið var tekið af stalli sínum á Akranesi kom í ljós að við- ir þess voru í býsna góðu ástandi miðað við aldur og ekki síður í ljósi þess að það hafi verið múr- húðað á sínum tíma. „Yfirleitt eru þessi timburhús sem hafa verið múrhúðuð ónýt af fúa og myglu en þetta hús reyndist í fínu ástandi,“ sagði Stefán Ólafsson húsasmíða- meistari í samtali við Skessuhorn þegar hann tók húsið til endur- gerðar vorið 2013. Þá kvaðst Stef- án vonast til að finna húsinu verð- ugt hlutverk í framtíðinni. Óhætt er að segja að það hafi gengið eft- ir, en vissulega er saga þessa vest- lenska húss býsna athyglisverð. mm Komið var með Bjargastein til Grundarfjarðar um síðustu helgi þar sem húsið fær nú hlutverk kaffihúss við fjöruborðið. Ljósm. tfk. Jólatrjáa- og leiðisgreinasala Opnunartími Föstudagurinn 12. des. 16-19 Laugardagurinn 13. des. 12-18 Sunnudagurinn 14. des. 12-18 Mánudagurinn 15. des. Lokað Þriðjudagurinn 16. des. Lokað Miðvikudagurinn 17. des. 16-19 Fimmtudagurinn 18. des. 16-19 Föstudagurinn 19. des. 12-18 Laugardagurinn 20. des. 12-18 Sunnudagurinn 21. des. 12-18 Mánudagurinn 22. des. 16-22 Þorláksmessa 16-22 Sími: 841-9960 Kalmansvöllum 2b (húsnæði Björgunarfélagsins) Aðfangadagur 10-12

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.