Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Jólamorgunstund Brekkubæjar- skóla á Akranesi var haldin síðast- liðinn fimmtudag með tilheyrandi jólagleði. Nemendur skólans léku á hljóðfæri, sungu, léku og dansaðu fyrir leikskólabörn, foreldra sína og aðra aðstandendur en sérlega vel var mætt á pallana. Snjóað hafði á vesturhorni landsins og bætti það enn frekar stemninguna. Viður- kenningar voru veittar nemendum í 1. - 7. bekk og klappað fyrir þeim mörgu nemendum unglingadeildar sem standa sig vel í mætingu. Líkt og vanalegt hefur verið á Jólamorg- unstundinni síðustu ár mættu full- trúar fyrrum nemenda og velunn- arar skólans og færðu honum gjöf. Þetta er liður í Brekkubæjarrallinu sem Haraldur Sturlaugsson startaði árið 2010. Að þessu sinni var það árgangur 1956 sem gaf og afhenti svo árgangi ´57 keflið. grþ / Ljósm. Kristinn Pétursson. Mánudaginn 1. desember síðast- liðinn hélt stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls í Grundarfirði kveðju- veislu fyrir Evu Jódísi Pétursdóttur. Hún er halda á önnur mið en hef- ur gegnt framkvæmdastjórastöðu Dvalarheimilisins síðan 1. febrúar árið 2005. Við keflinu tekur Pat- ricia M Laugesen en hún hefur ver- ið starfsmaður á heimilinu til fjölda ára. tfk Þetta óvenjulega jóladagatal fékk Stefán Magnússon, ungur Skaga- maður, að gjöf frá unnustu sinni Kristínu Ingu Karlsdóttur nú fyrir mánaðamótin. Hefur það að geyma eina flösku af jólabjór, einn fyrir hvern dag til jóla. Dagatalinu er svo komið haganlega fyrir uppi á vegg. Að morgni er flaska dagsins sett í ísskáp og síðan er stjörnugjöf eftir gæðum. mm Nafn: Viðar Páll Hafsteinsson. Fjölskylduhagir/búseta: Giftur og á fjögur börn. Starfsheiti/fyrirtæki: Bátasmiður hjá Bátahöllinni Hellissandi. Áhugamál: Björgunarsveit og fjárbúskapur. Óveðursdagurinn - Sunnudagur 30. nóvember 2014. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég fór á fætur kl. 7:30 með yngstu dótturinni sem er 2 ára. Við fengum okkur morgun- mat og horfðum svo á barnaefni í sjónvarpinu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ristað brauð. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Þar sem að það var sunnudagur og ekki almennur vinnudagur fór ég ekki beint til vinnu en ég fór út um 11 leytið. Fyrstu verk í vinnunni: Ég fór að huga að hlutum utan við heim- ilið, fjárhúsið og vinnustað vegna slæmrar veðurspár endaði þann rúnt svo á að koma við í björgun- arsveitarhúsinu til að taka til bún- að ef sveitin yrði kölluð út vegna veðurofsans sem var væntanlegur. Hvað varstu að gera klukkan 10? Ég og yngsta dóttirin vorum sennilega enn í barnatímanum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Var enn á rúntinum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Tíminn sem fór í að huga að laus- um munum dróst eitthvað fram á daginn. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Var komin heim um 4 leytið. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór bara heim og var eitthvað að græja kvöldmat og líta eftir dótt- ur minni. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Við hjónin hjálpuðumst að við að elda lærissneiðar í matinn. Hvernig var kvöldið? Það var viðburðaríkt. Ég fór á félagsfund hjá Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ kl. 20 og þegar honum var rétt að ljúka kom fyrsta útkall kvöldsins. Þá var mannskapnum skipt upp í tvo hópa og farið af stað því svo voru útköllin hvert á fætur öðru og í nógu að snúast. Við vor- um að til rúmlega 2 um nóttina. Hvenær fórstu að sofa? Hún hef- ur verið rétt að verða 3 um nótt- ina. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fór heim. Hvað stendur uppúr eftir dag­ inn? Ætli það sé ekki að allt hafi gengið eins vel og hugsast gat og engin alvarleg tjón urðu og engin slys á fólki. Það er nú kannski það sem maður þakkar alltaf fyrir. Eitthvað að lokum? Óska öllum gleðilegrar hátíðar sem nú nálg- ast og vona að sem flestir hugsi til björgunarsveitanna þegar líður að áramótum. Dag ur í lífi... Björgunarsveitarmanns Nemendur úr 1. - 7. bekk fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur. Fjölmenni á Jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla Nemendur Brekkubæjarskóla voru íklæddir jólapeysum og jólahúfum í tilefni dagsins. Yngsta kynslóðin söng og spilaði fyrir áhorfendur. Krakkarnir voru í jólaskapi á Jólamorgunstundinni. Eva Jódís og Hildur Sæmundsdóttir formaður stjórnar Fellaskjóls. Kvöddu fram­ kvæmdastjórann Stefán bóndi fékk óvæntan glaðning SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.