Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild karla Föstudaginn 19. desember kl. 19:15 ÍA - KFÍ Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Gæði - Úrval Þjónusta Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 Jólagleði Fimmtudaginn 11. desember verður jólagleði í Búkollu. Verðum með opið frá kl. 12-15. Opnum svo aftur kl. 18 og höfum opið til kl. 21. Um kl. 19 ætlar kór Saurbæjarsóknar að kíkja í heimsókn og taka nokkur lög. Karlakórinn Svanir kemur svo um kl. 20 og heldur gleðinni áfram. Ka og konfekt. Hlökkum til að sjá ykkur! Undanfarna mánuði hafa verið stofnaðar ýmsar síður á Facebook í þeim tilgangi að fólk geti hjálpað öðrum sem á þurfa að halda. Skessu- horn hefur nýlega sagt frá síðunni Matargjafir á Akranesi, þar sem meðlimir síðunnar geta bæði óskað eftir og auglýst matargjafir. Í byrjun nóvember var svo stofnuð síða sem tengist jólunum og ber hún nafnið „Jólakraftaverk“. Það var Akurnes- ingurinn Védís Kara Reykdal sem stofnaði síðuna en meðstjórnendur hennar eru Aníta Rún Harðardótt- ir og Alda Björk Guðmundsdóttir. Skessuhorn heyrði í Dalakonunni Anítu Rún og spurðist fyrir hvern- ig hlutirnir ganga fyrir sig á jóla- kraftaverkasíðu sem þessari. Mikil þörf „Það var Védís Kara sem fékk þessa hugmynd, við hinar bættumst við eftir á, henni til hjálpar. Uppruna- lega bauðst hún til að sauma jóla- kjóla á Facebooksíðu fyrir gefins hluti. Það voru svo miklar viðtökur við þeirri hugmynd að henni datt í hug að gera sérstaka síðu fyrir jól- in,“ útskýrir Aníta Rún. Hún segir að það sé alveg ljóst að mikil þörf var á framtaki sem þessu. „Það var virkileg þörf á þessu og alveg hræði- legt hvað margir kvíða jólunum. Það er lítill peningur til á mörgum heimilum og jólunum fylgja mik- il a uka útgjöld. Það vilja allir geta gert sitt besta fyrir fjölskylduna sína en eiga ekki endilega alltaf til fjár- magnið til þess,“ segir Aníta. Á síð- unni getur fólk boðist til að aðstoða fjölskyldur með gjöfum fyrir jólin, hvort sem þær eru handgerðar eða keyptar og beðið um aðstoð. „Þetta virkar eiginlega þannig að ef þeir sem geta hjálpað leggja smáveg- is til, þá getur það orðið til þess að aðrir geti haldið gleðileg jól.“ Hundruð barna fengið gjafir Nú þegar hafa hundruð barna og tugir fullorðinna fengið aðstoð í gegnum síðuna. Meðlimir henn- ar eru rúmlega 2200 og fer sífellt fjölgandi. Aníta Rún segir marga ekki vilja koma fram undir nafni og þá geti þeir haft samband við stjórnendur síðunnar með skila- boðum. „Það hrúguðust inn skila- boðin fyrstu vikurnar, ég hafði varla undan að svara þeim öllum. En nú er farið að hægjast aðeins um. Ég fæ svona þrjú til fjögur skilaboð á dag.“ Hún segir marga lýsa að- stæðum sínum í skilaboðunum. „Ég átti stundum erfitt með lest- urinn til að byrja með. Maður trú- ir því varla að aðstæður fólks geti verið svona slæmar hérna á Íslandi árið 2014. En núna reyni ég bara að hugsa með mér að það er dásam- legt að geta komið fólki til aðstoð- ar,“ bætir hún við. Aníta Rún er frá Sámsstöðum í Laxárdal en býr nú í Búðardal. Aðspurð um hvort það sé ekki erfitt að halda utan um þessa hluti þaðan segir hún að fólk sendi gjafirnar vestur og hún komi þeim svo áfram til þeirra sem á þurfa að halda. „Við höfum fengið helling af gjöfum. Ef þær eru nothæfar í jólagjafir eða fyrir jólasveininn, þá sendir fólk þær vestur til mín. Við viljum fá skilaboð send ef fólk vill gefa gjafir, það auðveldar okkur að halda utan um þetta og passa að þeir sömu fái ekki gjöf tvisvar. Það er líka gert til að koma í veg fyrir misnotkun á þessu. En ef fólk vill gefa jólaföt eða eitthvað svoleið- is, þá er það birt á veggnum. Enda höfum við ekki tíma til að halda utan um allt það líka.“ Jólin eru erfiður tími Gjafirnar sem óskað er eftir eru í flestum tilfellum jólagjafir sem for- eldrar óska eftir handa börnum sín- um. Í einhverjum tilfellum eru þær frá ömmum og öfum til barna- barnanna að sögn Anítu Rúnar. „Það er svo leiðinlegt fyrir börnin ef þessi tími er undirlagður af áhyggj- um og kvíða eins og gerist hjá svo mörgum. Jólin eru mörgum mjög erfiður tími og þá sérstaklega for- eldrum. Það er svo margt sem þarf að huga að og við þekkjum það flest að við viljum eiga góðar minningar frá þessum hátíðardögum. Sérstak- lega við sem erum foreldrar, því við viljum búa til góðar minningar fyr- ir börnin okkar,“ segir Aníta Rún. Hún segir að þær stöllur treysti því að fólk sé í virkilegri þörf þegar það hefur samband. „Það eru margir sem hafa samband við okkur sem eiga kannski ekki rétt á úthlutun frá Mæðrastyrksnefnd, en eru samt í neyð.“ Vilja bara fá pakka undir tréð Aníta segir að reynt sé að fara eft- ir óskum um gjafir en því mið- ur sé það ekki alltaf hægt. „Sumir óska eftir ákveðnum hlutum fyrir börnin sín, líkt og Frozen dóti eða Playmo, en öðrum er alveg sama. Vilja bara fá pakka til að setja undir tréð. Við reynum samt að passa að gjafirnar henti hverjum og einum og spyrjum til dæmis um áhuga- mál barnanna áður en reynt er að finna gjöf.“ Hún segir erfiðast að finna gjafir fyrir unglingsstráka. „Það er erfiðast að redda því. Það stendur helst eftir. Við reynum samt að klára eina fjölskyldu í einu og láta ekki einn úr fjölskyldunni standa eftir. Ég bíð frekar með að senda þetta til fjölskyldunnar þar til komnar eru gjafir fyrir alla.“ Aftur að ári Stúlkurnar sem stjórna síðunni ætluðu að reyna að veita matarað- stoð líka en sáu svo fram á að það gætu þær ekki. Kolbeinn Sigurðar- son hefur því verið að hjálpa þeim með að reyna að fá mataraðstoð fyrir fólk þó að síðan snúist aðal- lega um jólagjafir og jólaföt. Aníta Rún segir verkefnið vera tímafrekt. „Þetta tekur allan tímann minn. En ég var að ljúka fæðingarorlofi og hef haft nægan tíma til að vera við tölvuna. Ég hef haft gaman af því að geta nýtt tímann í þetta og að geta gert eitthvað heima. Mið- að við hvað þetta gengur vel mun ég pottþétt gera þetta aftur að ári ef ég hef tíma,“ segir Aníta Rún að endingu. grþ Aníta Rún ásamt dóttur sinni, Bríeti. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir. Standa fyrir jólakrafta­ verkum á Facebook Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast á Tannlæknastofu Borgarness, Skallgrímsgötu 1. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Uppl. hjá Önnu Gerði á tannbor@simnet.is SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.