Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir frá Stað í Borg- arhreppi munu heimsækja heima- hagana í dag, miðvikudaginn 10. desember. Klukkan 17:30 ætla þeir að koma sér fyrir á Sögulofti Land- námssetursins í Borgarnesi og lesa úr bókunum sínum, verðlaunabók- inni Ótrúleg ævintýri afa og Þinni eigin þjóðsögu. Það kostar ekkert inn og allir eru velkomnir. Bækurn- ar verða til sölu á staðnum, en að sjálfsögðu má líka kaupa þær ann- ars staðar og koma með þær til árit- unar. -fréttatilkynning Það var að venju mikið af fallegum munum á árlegum jólabasar Félags eldri borgara í Snæfellsbæ sem haldinn var um helgina. Basarinn er orðinn einn af föstu punktunum í jólaundirbúningi bæjarbúa á aðventunni. Á basarnum var að finna alls kyns vandaða handgerða muni unna af eldri borgurum ásamt bakkelsi og sultum. Þegar gestir höfðu skoðað basarinn og gert góð kaup var svo tilvalið að gæða sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum með sultu og rjóma undir nota- legum harmonikkutónum. þa Líkt og víða um land var jólatrésskemmtuninni í Snæfellsbæ, sem átti að vera 1. desember síðastliðinn, frestað vegna óveðursins sem gekk yfir landið um mánaðamótin. Ljósið á trénu í Ólafsvík voru því tendruð síðastlið- inn fimmtudagsmorgun. Þar fjölmenntu börnin úr leikskólanum Krílakoti, ásamt foreldrum og starfs- fólki leikskólans. Gengið var í kringum jólatréð og jólalög sungin. Mesta athygli fengu jólasvein- arnir sem komu fagnandi og gáfu börnunum gott í gogginn. af Hinn árlegi jólamarkaður í Breiða- bliki á Snæfellsnesi var haldinn á sunnudaginn. Átti hann að vera helgina áður en vegna veðurs þurfti að fresta honum. Sem fyrr var mik- ið úrval í boði, prjónavörur, ýmiss- konar matvörur t.d. sultur, hun- ang, heimagert bakkelsi og reyktur fiskur. Einnig voru þar ljósmynd- ir, koddar, kerti, vörur frá Sonju Design, skartigripir og margt, margt fleiri. Sem fyrr var nóg að gera í vöfflu- og kaffisölunni og er óhætt að segja að jólamarkaðurinn á Breiðabliki sé orðinn ómissandi hluti af jólunum á Snæfellsnesi. iss Áratuga hefð er fyrir því hjá fé- lögum í Briddsfélagi Borgarfjarð- ar að spila jólasveinatvímenning á aðventunni. Síðastliðið föstudags- kvöld fór spilamennskan fram, þrátt fyrir steyting í veðrinu, sem eitthvað dró úr aðsókn. Engu að síður mættu 18 galvaskir spilarar. Fyrirkomulagið er þannig að pör draga sig saman. Hér eru sigurveg- arar með verðlaunagripi sína í föstu og fljótandi formi. Logi Sigurðs- son og Jóhann Oddsson sigruðu að þessu sinni. Í öðru sæti urðu Baldur Björnsson og Egill Kristinsson og þriðju Hallgrímur Rögnvaldsson og Flemming Jessen. Mánudagana 8. og 15. des verð- ur spilaður léttur tvímenningur ef veður leyfir. mm Karlakórinn Kári á Snæfellsnesi hélt jólatónleika í Grundarfjarðar- kirkju annan sunnudag í aðventu. Þá flutti kórinn vel valin jólalög og var góður rómur gerður að flutn- ingi þeirra Káramanna. Það má segja að jólaandinn hafi svifið um í salnum og tónleikagestir hafi farið í sannkölluðu jólaskapi heim. tfk Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði stendur fyrir svokölluðum konuhittingi þriðju hverja viku í Sögumið- stöðinni í Grundarfirði. Þar eru allar konur velkomnar og hægt að taka í prjóna, föndra eða bara spjalla um heims- málin. Þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið hjá þá sátu þær í kaffi og meðlæti enda var þetta síðasti hitt- ingurinn ársins. Þeim fannst þó ekkert tiltökumál að líta aðeins upp frá prjónunum og brosa fallega til fréttaritara. tfk Í froststillu og jólalegu veðri á fimmtudaginn kveiktu nemend- ur 1. bekkjar í Grunnskóla Stykk- ishólms ljósin á jólatrénu í Hólm- garði. Tréð er gjöf frá Drammen, vinabæ Stykkishólms í Noregi. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri flutti ávarp við athöfnina og þakkaði íbú- um í Drammen fyrir þessa höfðing- legu gjöf. Í Hólmgarði, sem kven- félagskonur í Hringnum byrjuðu að rækta fyrir mörgum áratugum, er líka félagsheimili kvenfélagsins, Freyjulundur. Þar var selt súkkulaði með rjóma og piparkökur sem var vel þegið í frostinu og þar birtust, öllum að óvörum, Stekkjastaur og bræður hans sem einhverra hluta vegna stálust til byggða fyrr en ráð var fyrir gert. Því miður gat lúðra- sveitin ekki leikið eins og venju- lega, enda krakkarnir nýkomnir aft- ur til starfa í skólanum, en það kom ekki í veg fyrir söng og sprell jóla- sveinana sem enduðu svo á hring- dansi við tréð með börnum og for- eldrum. Fjöldi viðburða er á aðventunni eins og venjulega í Stykkishólmi. Þennan sama dag var aðventustund Aftanskins í safnaðarheimilinu og Jólamarkaður Norska hússins um kvöldið. Einnig var Karlakórinn Kári með tónleika í kirkjunni og verða þeir endurteknir í Grundar- fjarðarkirkju á sunnudaginn. eb Kári á jólatónleikum Jólamarkaðurinn í Breiðabliki Kampakátir verðlaunahafar í Jólasveinatvímenningi Bræður lesa í Landnámssetrinu Jólabasar eldri borgara í Snæfellsbæ Jólaljósin tendruð í Ólafsvík Konuhittingur í Grundarfirði Upplýst jólatré í Hólmgarði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.