Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Vesturlandsliðin heppin í bikardrætti VESTURLAND: Í hádeg- inu í gær var dregið í 8-liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna. Í karlakeppninni fær Skallagrímur heimaleik á móti Fjölni og Snæfell á móti Tindastóli, það er að segja að því gefnu að Snæfell hafi unn- ið Val í Hólminum í gær. Úr- slit lágu ekki fyrir áður en Skessuhorn var sent í prent- un. Það var í gær eini leikur- inn sem eftir var í 16-liða úr- slitunum. Í kvennakeppninni fær Snæfell heimaleik á móti sigurvegaranum í leik FSu og Hrunamanna sem fram fer nk. föstudag. Leikdagar í Powe- rade bikarnum verða 17.-19. janúar 2015. Varla verður annað sagt en Vesturlandslið- in hafi í heild verið heppin í þessum drætti að fá öll heima- leiki, en andstæðingarnir eru að vísu allir sterkir. Með- al annarra viðureigna í 8-liða úrslitunum má nefna að kar- lalið KR og Keflavíkur mæt- ast og hjá konunum Grinda- vík og Haukar, Njarðvík-KR og Keflavík-Breiðablik. -þá Aukið líf í fast­ eignaviðskiptum VESTURLAND: Fjöldi þinglýstra samninga um sölu fasteigna á Vesturlandi í nóvember var 39. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjöl- býli, 15 samningar um eignir í sérbýli og átta samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 865 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,2 milljónir króna. Af þess- um 39 samningum voru 23 um eignir á Akranesi. Þar af voru 14 samningar um eignir í fjölbýli, átta samningar um eignir í sérbýli og einn samn- ingur um annars konar eign. Heildarveltan var 544 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 23,6 milljónir króna. Miðað við fasteignamarkað- inn undanfarna mánuði má merkja um þriðjungs fjölgun samninga um sölu. Á þessu ári hefur verið algengt að um 30 eignir hafi skipt um eigendur á mánuði. -mm Tíu umferðar­ óhöpp LBD: Hálka, krapi og slæmt veður hefur reynst ökumönn- um erfið síðustu vikuna. Alls hafa orðið tíu umferðaró- höpp í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum síðustu daga. Að sögn lögreglu má rekja flest óhappanna til hálku, en um helmingur þeirra varð að kvöldi mánudags. Meðal annars þegar vöruflutninga- bíll með tengivagn fauk út af. Fólksbifreið sem skilin var eft- ir mannlaus á svipuðum slóð- um fauk út af veginum og lá fyrri utan veg á toppnum er að var komið á þriðjudags- morgun. Vindhraðinn undir Hafnarfjalli náði hámarki um klukkan 23:00 er mælir vega- gerðarinnar sýndi 60 metra/ sek hviður en veginum var lokað um klukkan 21:30. Öll þessi óhöpp voru án slysa. –þá Í tilefni veðurfars má benda fólki á að huga að því að gefa smáfuglunum. Einnig er vert fyrir hrossaeigendur að huga vel að útiganginum. Nú er hætta á hnjúskamyndun. Vetrartíð er í veðurkortunum næstu daga. Á fimmtudag er spáð hvassri norðanátt og snjókoma eða éljum, en yfirleitt þurru og björtu veðri sunn- anlands. Á föstudag verði minnkandi norðanátt og él norðaustanlands en léttir víða til annars staðar. Vestan 5-10 vestantil undir kvöld og él. Talsvert frost. Á laugardag er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt 5-13 og snjókomu eða él, einkum sunnan til en vaxandi norðaustanátt um kvöldið. Á sunnu- dag er gert ráð fyrir áframhaldandi norðanátt með éljum fyrir norðan og snjókomu austan lands, en víða bjart annars staðar. Frost 2 til 7 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Er nægjanlega spornað við fá- tækt í landinu?“ Langflestir eru á því að svo sé ekki. „Nei“ sögðu 78,66%, „já“ var svar 9,55% og 11,78% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Hvernig verður 2015 fyrir þig fjárhagslega? Útsvarslið Vesturlands í RUV eru Vest- lendingar vikunnar. Fólkið hefur verið að standa sig prýðilega það sem af er keppni og til alls líklegt í sextán liða úr- slitum. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson starfandi dómsmálaráðherra hafði það sem sitt síðasta embættisverk í ráðuneyti dómsmála sl. fimmtudag að undirrita reglugerð um umdæmi lögreglustjóra. Lauk þar með óvissu sem ríkt hefur um nokkur atriði er varðar staðsetningu emb- ætta í landinu. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu níu lög- regluumdæma landsins og um leið hvar aðal stöð lögreglustjóra skuli vera innan hvers umdæmis svo og lögreglustöðvar. Þar kemur fram að aðalstöð lögreglustjóra Vesturlands verður í Borgarnesi. Bæði Akranes- kaupstaður og Borgarbyggð hafa sótt það stíft að fá embætti lögreglu- stjóra og lagt fram gild rök fyrir því. Skagamenn segja t.a.m. flesta íbúa á sínu svæði meðan Borgfirðingar nefna að héraðið liggi miðsvæðis í hinu nýja umdæmi lögreglustjóra. Nýtt umdæmi er jafnframt gamla Vesturlandskjördæmið eins og það var fyrir síðustu kjördæmabreyt- ingu og nær yfir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Snæfellsbæ, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundar- fjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkis- hólmsbæ og Dalabyggð. Lögreglu- stöðvar verða jafnframt á Akranesi, í Stykkishólmi, Búðardal, Ólafsvík og Grundarfirði. Breytingar þessar munu koma til framkvæmda um næstu áramót. Innanríkisráðuneytið birti drög að reglugerðinni á vef ráðuneytis- ins 8. október síðastliðinn og ósk- aði eftir umsögnum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að fjöldi um- sagna hafi borist. Eins og fram hef- ur komið mun sýslumaður Vestur- lands hafa aðsetur í Stykkishólmi og mun Ólafur K Ólafsson sýslumaður Snæfellinga taka við því embætti. Úlfar Lúðvíksson fráfarandi sýslu- maður á Patreksfirði verður lög- reglustjóri Vesturlands, með aðset- ur í Borgarnesi eins og fyrr segir. mm/ Ljósm. hlh. Á fundi bæjarráðs Akraness síð- astliðinn fimmtudag var tekin fyr- ir samantekt frá Faxaflóahöfnum og siglingasviði Vegagerðarinnar varðandi ósk HB Granda um auk- ið landrými við Akraneshöfn. Um er að ræða áform um umfangsmikla uppbyggingu HB Granda á Akra- nesi samfara stóraukinni starfsemi í bænum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfis- ráðs og til starfshóps vegna Breið- ar og hafnarsvæðisins. Ráðið vakti jafnframt athygli á mikilvægi þess að greina áhrif landfyllingar á fjör- una við Langasand. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna telur lík- legt að áformað verkefni og breytt skipulag muni kalla á umhverfis- mat. Áætlað er að umrædd landfyll- ing verði 60 - 70 þúsund fermetr- ar (6-7 hektarar) og muni kosta um eða yfir tvo milljarða. Landfylling- in kæmi á svæði sunnan núverandi hafnargarðs. Gísli telur að ef bæj- arfélagið ákveði að stefna á þessa stækkun hafnarsvæðisins þá verði það væntanlega samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, Faxaflóahafna og HB Granda. Stóraukin umsvif og uppbygging- aráform HB Granda og breytingar á skipulagi samfara þeim hafa verið til umfjöllunar hjá bæjarstjórn og um- hverfis- og skipulagsnefnd í nokk- urn tíma. Vilhjálmur Vilhjálms- son forstjóri HB Granda greindi lesendum Skessuhorns frá þess- um áformum í sérblaði um sjávar- útvegstengda starfsemi á Akranesi í mars síðastliðnum. Stærsti hlutinn af þeim er stækkun verksmiðjuhúsa bæði í bolfiski, uppsjávarfiski og fiskþurrkun (Laugafiski). Með þess- Stjórn Landssambands hesta- mannafélaga samþykkti sam- hljóða á fundi sínum 2. desember síðastliðinn að verða við beiðni Gullhyls um breytt staðar- val á Landsmóti hestamanna árið 2016. Mótsstaðurinn verð- ur færður frá Vindheimamel- um í Skagafirði heim að Hólum í Hjaltadal. Fyrirhugaðir samn- ingar miðast við þá staðetningu. Samþykktin er með þeim fyr- irvara að Gullhylur sendi stað- festingu þess efnis til LH, frá mennta- og menningarmálaráð- herra og sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir 22. desember nk. Eins og kemur fram í beiðni Gull- hyls, þá var Landsmót síðast haldið að Hólum 1966 og því viðeigandi að fagna þeim tímamótum að slétt 50 ár séu liðin með því að halda glæsilegt Landsmót á þessum sögufræga stað að nýju. Á Hólum er góð aðstaða fyrir hendi; mikill fjöldi hesthúsplássa, þrjár reið- hallir, mikið gistirými auk þess sem Sögusafn íslenska hestsins er að Hólum. Þar er einnig rekin hestafræðideild Hólaskóla sem er opinber miðstöð menntunar og rannsókna á sviði hrossarækt- ar, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu á Íslandi. Þetta kem- ur fram í tilkynningu sem Lár- us Ástmar Hannesson formað- ur LH sendi út eftir fundinn í síð- ustu viku. mm Lögreglustjóri Vesturlands verður í Borgarnesi Mikil uppbyggingaráform HB Granda á Akranesi kalla á umfangsmiklar landfyllingar Þannig líta grunnhugmyndirnar út um stækkun hafnarsvæðisins. Ríðum heim til Hóla ­ eftir fimmtíu ára bið um framkvæmdum myndi fylgja stórbætt aðstaða ekki síst á kæl- ingu og færslu hráefnis um svæð- ið á lyfturum en ekki bílum eins og þarf í dag. Einnig er í áformum HB Grandamanna að með tíð og tíma rísi frystigeymsla á stækkuðu at- hafnasvæði á Akranesi. Frekari viðræður nauðsynlegar Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir bæjaryfirvöld jákvæð gagn- vart áformum HB Granda. „Við höfum kallað eftir því að fjölga störfum í sjávarútvegi á Akranesi og einnig að hér fari fram löndun í ríkari mæli en verið hefur. Akra- nes býr að sterkri sjávarútvegs- hefð og hér er mikill mannauður fólginn í þekkingu starfsfólks sem vinnur við sjávarútveginn. Einnig hafa ýmis smærri fyrirtæki í bæn- um sérhæft sig í þjónustu við at- vinnugreinina,“ segir Regína. Hún segir málið þó á frumstigi varðandi skipulagsmálin en gild- andi aðalskipulag geri engu að síður ráð fyrir enn stærri landfyll- ingu en þeirri sem um ræðir. Reg- ína segir að frekari viðræður verði að eiga sér stað við HB Granda og Faxaflóahafnir um aðkomu að verkefninu og framkvæmd. HB Grandi hefur aukið starf- semi mikið á Akranesi síðustu misserin sem og fjárfest í sjávar- útvegsfyrirtækum, svo sem með kaupum á hrognavinnslu Vign- is G Jónssonar ehf. og Norð- anfiski. Einkum er það bolfisk- svinnsla fyrirtækisins sem hef- ur aukist og starfsfólki fjölgað um tugi. Bolfiskur til vinnslu á Akranesi hefur aukist á nokkrum árum frá því að vera 2000 tonn á ári upp í að verða um 6.500 tonn eins og stefnir í á þessu ári. For- svarsmenn HB Granda sjá fram á aukinn bolfisk til landvinnslunn- ar í kjölfar breytinga í skipaflota félagsins þar sem frystitogurum hefur verið breytt úr frystitogur- um í ferskfiskskip og byrjaði með breytingum á Helgu Maríu AK á síðasta ári. Þrengt hefur mjög að athafnarými fyrirtækisins við Reykjavíkurhöfn á síðustu árum við aukin umsvif ferðaþjónust- unnar. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.