Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Ljósmyndararnir Ágústa Friðriks- dóttir og Guðni Hannesson opna sýningu í Safnaskálanum í Görð- um föstudaginn 12. desember kl. 16. Ágústa og Guðni eru eigend- ur Myndsmiðjunnar ehf og starf- ræktu saman um árabil ljósmynda- stofu með því nafni á Akranesi. Einn hluti sýningarinnar eru ein- mitt myndir frá þeim tíma, af kar- akterum á Skaganum. Hinn hluti sýningarinnar eru valdar stemn- ingsmyndir frá báðum ljósmynd- urunum. Alls verða um 50 mynd- ir á sýningunni sem verður opin á opnunartíma Byggðasafnsins kl. 13-17 virka daga vikunnar til og með þriðjudagsins 30. desember. Ágústa og Guðni bjóða alla vel- komna á sýninguna en við upp- setningu hennar nutu þau styrks frá Menningarráði Vesturlands. þá Sunnudaginn 14. desember stend- ur Kalman-listafélag fyrir ein- stökum tónlistarviðburði í Akra- neskirkju. Þar mun organistinn Haukur Guðlaugsson halda orgel- tónleika klukkan 17. Það eru ár og dagar síðan Haukur hélt síðast tón- leika á Akranesi. Hann var um ára- bil organisti við Akraneskirkju og allt í öllu í tónlistarlífi staðarins. Hann lærði orgelleik í Þýskalandi hjá Försteman og á Ítalíu þar sem kennari hans var Fernando Ger- mani. Haukur starfaði sem söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar árin 1974-2001. Í tíð Hauks jókst nám- skeiðahald á vegum söngmálastjóra til muna. Hann lagið sig einnig mikið fram við að styrkja kórastarf á landsbyggðinni. Þá var útgáfu- starfsemi mjög öflug í hans tíð. Á sunnudaginn kemur Haukur aftur á kirkjuloft Akraneskirkju þar sem hann þekkir hvern krók og kima. Aðgangeyrir er kr. 1.500 en Kal- mansvinir kr. 1.000. -fréttatilkynning Fyrsta jólafrumsýning Frystiklefans í Rifi verður föstudaginn 19. desemb- er næstkomandi. Er það verkið MAR sem frum- sýnt verður en það er nýtt íslenskt leikverk úr smiðju Frystiklefans í Rifi. Að sögn Kára Viðarssonar Frysti- hússtjóra er verkið byggt á tveimur sjóslysum sem urðu við strendur Snæfells- ness á síðustu öld. „Fyrra slysið átti sér stað í febrúar 1962 þegar togarinn Elliði sökk út af Öndverðarnesi. Í áhöfninni voru 28 manns, 26 björguðust. Síðara slys- ið gerðist í júlí 1997 þegar trillan Margrét hvarf ásamt tveimur mönnum. Báðir voru skipverjar héðan úr bæjarfélaginu okkar,“ segir Kári. „Slysin eru nátengd okkar samfélagi og marg- ir heimamenn tóku þátt í björgunaraðgerðum,“ bæt- ir hann við. Einstök gerð heimildar Texti verksins MAR er byggður á viðtölum við aðila sem tengjast slysunum og raunverulegum upp- tökum frá talstöðvasamskiptum á neyðarbylgju útvarpsins. Kári seg- ir að hér sé um að ræða algjörlega einstaka gerð heimildar, sem aldrei hefur verið nýtt í íslensku leik- húsi áður. Leikarar í sýn- ingunni eru þau Kári Við- arsson og Freydís Bjarna- dóttir, sem segir sína eigin sögu í verkinu. Auk þeirra koma að verkinu ljósa- og hljóðhönnuðir, grafískur hönnuður, smiður, sýning- arstjóri og keyrslumaður sem sér um ljós og hljóð á hverri sýningu. „Þetta nýja leikverk verður mikilvæg viðbót við sagnaarf Snæ- fellinga. Markmið verksins er að dýpka skilning áhorf- enda á þeim afleiðingum sem slík stórslys hafa í för með sér á sjó og í landi,“ segir Kári. Frumsýning verður 19. desember næst- komandi og gilda frjáls framlög frá áhorfendum sem aðgangseyrir, líkt og nú þekkist í Frystiklefan- um. „Þetta færir verðlagn- ingu á viðburðinum yfir í hendurnar á gestum sýn- ingarinnar og gerir um leið öllum kleift að koma á hana, óháð því hvernig fjárhagsstaða hvers og eins kann að vera,“ segir Frystihús- stjórinn Kári að endingu. grþ Slökkvilið Grundarfjarðar kíkti í heimsókn í leikskólann Sólvelli í síð- ustu viku, eins og þeir gera á hverju ári á þessum árstíma. Þar fræddu slökkviliðsmennirnir börnin um eldvarnir og mikilvægi þeirra. Svo hjálpuðu þeir krökkunum að leysa forvarnatengd verkefni. Að lokum fengu þau sýnikennslu í því hvern- ig reykkafarar bera sig að í reykköf- un og loks vakti mikla lukku þegar slökkvibíllinn var skoðaður. tfk Ljósmyndararnir Ágústa Friðriksdóttir og Guðni Hannesson. Ágústa og Guðni sýna í Safnaskálanum Tónleikar Hauks Guðlaugssonar í Akraneskirkju Verk byggt á sjóslysum frumsýnt í Frystiklefanum Yngstu börnin frædd um eldvarnir Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433 1200 - bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranes.is Skagamenn kynna bækur og spil á Bókasafni Akraness á aðventunni 12. desember kl. 16:00 - 18:00 Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur verður með fyrirlestur og kynningu á spennandi spilum „Ljáðu mér eyra“ sem undirbúa barnið þitt fyrir lestrarnám. 15. desember kl. 20:00 Þrír Skagamenn kynna áhugaverðar nýútkomnar bækur sínar: Magnús Þór Hafsteinsson kynnir bókina Tarfurinn frá Skalpaflóa og sýnir gamlar kvikmyndir af kafbátahernaðinum Smári Jónsson kynnir bókina Pabbi, átt þú uppskrift? ... og býður upp á smakk á einum rétti úr bókinni Guðríður Haraldsdóttir kynnir bókina Galdraskjóða Gurríar Heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir! SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.