Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Fimmtudagskvöldið 4. deseem- ber var haldið aðventukvöld í Kolbeinsstaða- og Fáskrúðar- bakkasókn. Að þessu sinni var það haldið í Lindartungu. Var þetta mjög ljúf og notaleg stund, Séra Páll Ágúst Ólafsson fluttu hug- vekju og kveikti á fyrsta kertinu í aðventukransinum með hjálp tveggja fermingardrengja. Barna- kór Laugargerðisskóla tók nokk- ur falleg lög. Hjónin Branddís og Kristján á Snorrastöðum tóku lagið. Kirkjukór sóknarinnar flutti einnig nokkur lög og svo kórón- uðu kvöldið Valgerður Guðna- dóttir ásamt Vigni Þór píanóleik- ara en þau tóku nokkur hress og skemmtileg lög fyrir mannskap- inn. Að lokum gæddu gestir sér á dýrinds kaffiveitingum sem kven- félagið Björk sá um. iss Búskapurinn til sveita á Íslandi hef- ur tekið miklum breytingum síð- ustu áratugina. Ferðaþjónustan er sumsstaðar komin í stað hefð- bundnu búgreinanna og fyrir löngu orðið viðurkennd atvinnugrein enda sú sem skapar hvað mestar þjóðartekjur. Sem betur fer segja margir því útiljósin á bæjunum væru án hennar mun færri fram til dala og sveita. Dalasýslan býður á margan hátt upp á mikla kosti varð- andi ferðaþjónustu. Það er ekki að- eins þessi aragrúi sögustaða sem þar er, heldur hitt að stutt er frá þjóðvegi jafnvel alveg fram í dal- botna og ekki langt í Dalina af höf- uðborgarsvæðinu. Þennan kost komu þau auga á Níels S Olgeirs- son matreiðslumeistari og kona hans Ragnheiður Valdimarsdóttir þegar þau árið 2007 keyptu jörðina Seljaland fremst í Hörðudal. Þar hafa þau síðustu fimm árin starf- rækt Seljaland ferðaþjónustu. Bær- inn er í þjóðleið þeirra hópa sem ferðast um á hestum að sumrinu og göngufólks. Níels í Ferðaþjónust- unni Seljalandi segir að mikil ásókn sé í það hjá hestafólki að koma við og gista. Síðasta sumar hafi færri fengið en vildu koma og meirihlut- inn verið útlendingar. „Íslendingar eru oft svolítið seinir að panta en ég er þegar farinn að taka á móti þó- nokkrum pöntunum og næsta sum- ar lítur vel út,“ segir Níels. Reyna að vera sjálfbær Níels og Ragnheiður eru bæði af höfuðborgarsvæðinu en voru áður með bústað og aðstöðu fyr- ir sín hross á Rauðanesi á Mýr- um, en Ragnheiður tengist fólkinu þar. „Við vildum stækka við okkur og það var ástæðan fyrir því að við keyptum hérna á Seljalandi,“ segir Níels. Þau Ragnheiður hafa kom- ið sér upp mjög skemmtilegri að- stöðu. Auk hestanna eru þau með nokkrar kindur og hænur, en einn- ig ræktar Ragnheiður grænmeti og garðávexti í litlu gróðurhúsi. „Ég er með lítinn hitalampa í því og hann dugar alveg til að skapa nægan hita. Við reynum að vera sjálfum okkur nóg og vera sjálfbær,“ segir Ragn- heiður. Níels bætir við að skóg- ræktin sé líka þeirra áhugamál og Valgerður Guðnadóttir kom og söng nokkur skemmtileg lög við undirleik Vignis Þórs píanóleikara. Aðventukvöld í Lindartungu Kirkjukór Fáskrúðarbakka- og Kolbeinsstaðarsóknar. Starfrækja ferðaþjónustu á Seljalandi fremst í Hörðudal í Dölum búið sé að gróðursetja 70 þúsund skógarplöntur í Seljalandi. Góður andi í gamla húsinu Þau byrjuðu með ferðaþjónstuna á Seljalandi vorið 2009. Þá var ekki búið að innrétta fjárhúsin fyrir veit- inga- og gistiþjónustu og því tek- ið á móti fólki til gistingar í gamla íbúðarhúsinu og þremur smáhýs- um. Níels og Ragnheiður hafa reist fimm smáhýsi á jörðinni, um 15 fermetra hvert, þrjú eru til gisting- ar og tvo hús fyrir snyrtingar. „Við héldum fyrst að það þyrfti að laga gamla húsið mikið til að nýta það en þegar við skoðuðum það betur var með litlum lagfæringum hægt að gera það að algjörri antik, enda líkar fólki vel þar. Það er svo góð- ur andi í þessum gömlu húsum,“ segir Níels. Hann segir reið- og gönguleiðirnar þarna í nágrenn- inu mjög skemmtilegar. „Hérna fyrir framan er Laugardalurinn sem er algjör perla. Upp af hon- um er Sópandaskarð þar sem farið er í Langavatnsdal. Þetta er mjög vinsæl reiðleið og héðan er ekki nema 39 kílómetrar í Svignaskarð. Á þessari leið eru gangamannakofi Borghreppinga Torfhvalastað- ir við Langavatn og gagnamanna- kofi Álfthreppinga sem hóparnir gista gjarnan í á leið sinni í Dalina. Hingað eru að koma hópar með allt að 100 hesta, þá um 25 manns í hverjum hópi. Mér finnst sjálfum mjög fallegt að koma hingað ríð- andi úr Borgarfirðinum. Það hag- ar líka svo skemmtilega til hjá okk- ur að börnin okkar fjögur eru líka hrifin af sveitinni. Linda Sif dóttir okkar býr á Hellum í Bæjarsveit og er að ljúka BS í búvísindum. Hún er mikil hestamanneskja og temur og járnar fyrir okkur. Svo er elsta systirin af þremur líka í búvísinda- námi á Hvanneyri.“ Ættarmót og afmælisveislur Níels segir að til að byrja með hafi aðallega kjötsúpa verið á borðum í Seljalandi fyrir hópana og fólk mjög ánægt með það. „Svo hef- ur fólk farið að gera betur við sig í mat og það er talsvert um að gest- irnir séu farnir að taka sér steikur og betri mat. Hestamönnum finnst mjög gott að grilla hérna hjá okk- ur og hafa þá aðstöðu í hlöðunni ef þannig viðrar. Hérna eru haldin ættarmót og svo eru sveitungarnir líka farnir að koma í mat til okkar. Hérna hafa verið haldnar fámenn- ar afmælisveislur,“ segir Níels. Hann gekk um hús og vistarver- ur ásamt blaðamanni og sýndi að- stöðuna. Veitinga- og gistiaðstað- an er mjög skemmtileg og það er ýmislegt sem Níels heldur upp á og er hluti af þessari skemmtilegu vin sem þau Ragnheiður eiga á Selja- landi. Þar hefur greinlega ekki ver- ið setið auðum höndum í þau sjö ár sem þau hafa átt jörðina. Meira að segja eru komið ágætis geymslu- húsnæði í kjallara fjárhúsanna. Þar eru meðal annars gamlir uppgerðir traktorar, en gamlir munir eru upp- áhald þeirra Níelsar og Ragnheið- ar. „Já, hérna leiðist okkur ekki og hér er alltaf hægt að hafa nóg fyrir stafni,“ sagði Níels þar sem blaða- maður kvaddi hann á bæjarhlaðinu á Seljalandi. þá Virðulegur Farmall Cub er meðal uppgerðra dráttarvéla og tækja í kjallara fjár- hússins. Níels S Olgeirsson matreiðslumeistari og kona hans Ragnheiður Valdimarsdóttir. Veitingaaðstaða og hluti gistiaðstöðunnar er í gamla fjárhúsinu sem var innréttað fyrir starfsemina. Séð heima að Seljalandi en þar eru m.a. fimm smáhýsi. Heimilisleg herbergi eru í gamla íbúðarhúsinu. Níels og Ragnheiður eru mikið fyrir gamla muni og þeir skreyta húsakynni á Selja- landi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.