Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Hafa krappar vetrarlægðir áhrif á þig? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Örlygur Stefánsson: Já, þær hafa áhrif á mig. Ég fæ hellu fyrir eyrun. Ólöf Una Ólafsdóttir: Mér finnst þetta leiðinlegt veður en þær fara ekki í mig. Gunnar H. Kristinsson: Nei, þær gera það ekki. Guðmundur Valsson. Já, maður verður svolítið þreytt- ari en vanalega. Sigríður Gróa Sigurðardóttir: Nei ósköp lítið. Maður hefur það bara kósý heima. Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi var haldinn í golfskála klúbbsins þriðjudaginn 2. desember síðastliðinn. Þórður Emil Ólafsson, formaður Leynis fór yfir skýrslu stjórnar, Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri fór yfir starfið og kynnti rekstraráætlun næsta árs og Hannes Lárus Ellertsson gjaldkeri fór yfir reikninga. Í tilkynningu kemur fram að rekstur GL hafi gengið vel rekstr- arárið 2014 og var veltan 72,5 m.kr. samanborið við tæpar 67 m.kr. árið 2013. Veltuaukning var því 9%. Rekstrarhagnaður klúbbsins var rúmar 5 m.kr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Á fundinum kom fram að reksturinn hefði gengið vel þrátt fyrir mikið rigningasumar. Vinnu lauk við vélaskemmu á vormánuð- um og klúbburinn hóf endurnýjun á vélakosti en keypt var ný Toro röff- sláttuvél. Einar Lyng var ráðinn sem íþróttastjóri og bindur stjórn mikl- ar vonir við störf hans. Framundan er stórt og mikið rekstrarár þar sem klúbburinn fagnar 50 ára afmæli og Íslandsmót í höggleik verður haldið um miðjan júlí 2015. Í rekstraráætlun fyrir árið 2015 var lagt til að félagsgjöld yrðu hækk- uð fyrir félagsmenn 19 ára og eldri meðan félagsgjöld barna og ung- linga yrðu lækkuð og var það sam- þykkt af félagsmönnum. Tvær konur voru kjörnar í stjórn Leynis; Berg- lind Helgadóttir og Ingibjörg Stef- ánsdóttir. Þær koma í stað Tryggva Bjarnasonar og Ellu Maríu Gunn- arsdóttur sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórn Leynis er þannig skipuð: Þórður Emil Ólafsson, Hannes Marinó Ell- ertsson, Eiríkur Jónsson, Hörður Kári Jóhannesson, Berglind Helga- dóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Félagsmenn í Leyni eru 390 og fækkaði úr 405 frá 2013. Fjölgun varð í spiluðum hringjum milli ára og voru spilaðir um 18.200 hringir samanborið við 17.700 hringi árið 2013. Fjölbreytt mótahald var á vegum GL í sumar með góðri þátt- töku félagsmanna og gesta og var aukning milli ára um 8,5% en fjöldi móta var um 50. Viðurkenningar Viðurkenningar voru að venju veittar. Guðmundar- og Óðins- bikarinn, sem veittur er þeim félagsmanni sem leggur mik- ið á sig í sjálfboðavinnu, fékk Halldór Jónsson. Halldór hefur unnið gríðarlega mikið á vellin- um undanfarin misseri auk þess sem hann lék alls 64 hringi með „starfi“ sínu á vellinum. Axel Fannar Elvarsson fékk háttvísis- verðlaun GSÍ og viðurkenningu fyrir mestu forgjafarlækkun hjá Leyni á árinu 2014. Axel, sem er 16 ára, lækkaði úr 9,3 í 4,4 á árinu 2014 og lék hann alls 40 keppn- ishringi. gs/mm Ungmennafélag Grund- arfjarðar tók á móti Aftur- eldingu B í 1. deild kvenna í blaki síðasta fimmtudag. Fyrir leikinn var Aftur- elding á toppnum í deild- inni en Grundarfjörður í 3. sæti. Leikurinn var jafn og spennandi en heima- menn sigruðu fyrstu hrin- una með minnsta mun eða 26-24 og tóku því forystu. Í annarri hrinu var það sama upp á teningnum og mikil barátta. Grund- firsku stelpurnar unnu þó 25-20 og komust í 2-0 og voru í góðum mál- um fyrir þriðju hrinuna. Hún hófst með látum og mikið jafnræði var með liðunum en það fór svo að lok- um að stelpurnar úr UMFG sigldu þessu heim og unnu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0. Þær sitja þó enn í þriðja sætinu með 13 stig eftir þennan frækna sigur en eiga þó leik til góða gegn Bresa sem var frestað vegna veðurs á dögunum. Jófríður Frið- geirsdóttir var stigahæst í liði Grundarfjarðar með 15 stig en hún átti sann- kallaðan stórleik. Anna Kara Eiríksdóttir kom næst með 11 stig og Katrín Sara Reyes, sem jafnframt fagnaði 20 ára afmæli sínu þennan dag, með 10 stig. Þær fara því fullar sjálfstrausts inn í jólavertíðina en næsti leikur þeirra verður á Akranesi í byrjun janúar gegn Bresastúlkum. tfk Inga Elín Cryer sundkona frá Akranesi sýndi góð- an árangur á HM-25 sem haldið var í Doha dag- ana 3.-7. desember sl. Inga Elín keppti í 800m skriðsundi á fimmtudeginum, stórbætti eigið Ís- landsmet um þrjár sekúndur og synti á 8,38.79. Hafnaði hún í 27. sæti af 53 keppendum. Á föstu- deginum synti hún 400m skriðsund og bætti þar einnig sitt eigið met um tæpar tvær sekúndur, en það setti hún fyrir þremur vikum á Íslansmeistar- mótinu í 25m laug. Hafnaði hún í 25. sæti af 37 keppendum. mm Um mánaðamótin var stofnað í Borgarbyggð nýtt íþróttafélag og fær það aðild að UMSB. Félagið nefnist Mótorsportfélag Borgar- fjarðar og er það fyrsta af sinni teg- und í sveitarfélaginu. Að sögn Jak- obs Guðmundssonar formanns félagsins er megintilgangur þess að styðja við áhugafólk á öllum aldri um motocross og enduro akstur á þar til gerðum brautum. „Hér hafa oft verið áhugahópar um þessa íþrótt en ekkert formlegt félag. Við höfum sótt um inngöngu í UMSB og förum inn á þeim forsendum að þetta sé eins og hver önnur íþrótt,“ segir Jakob í samtali við Skessu- horn. Engin æfinga- eða keppn- isbraut fyrir þessi hjól hefur verið gerð í Borgarbyggð enn sem komið er og segir formaðurinn að félagið komi til með að vinna í þeim mál- um í samstarfi við sveitarfélagið. Stjórn félagsins skipa ásamt Jakobi þau Bergur Þ. Jónsson gjaldkeri, Kristín Gísladóttir ritari, Magnús Indriðason og Viktor Ingi Jakobs- son meðstjórnendur og Finnbogi Jónsson varamaður. grþ Um liðna helgi hófst heimsmeistaramótið í keilu sem haldið var í Abu Dabi. Þar keppti Skagamað- urinn Skúli Freyr Sigurðsson með íslenska karla- landsliðinu. Skúli Freyr keppti bæði í einstaklings- keppninni og tvímenningi. Í einstaklingskeppn- inni var spilað var í löngum olíuburði, 43 fet. Skúli Freyr lauk keppni með 1067 stig sem gera 177,83 í meðaltal. Lokastaða hans í einstaklings- keppninni var því 243. sæti. Skúli keppti einnig í tvímenningi ásamt Stefáni Claessen úr ÍR. Þeir léku í fyrsta riðli á mánudagsmorgun. Strákarn- ir voru smá stund að ná sér í gang en betur gekk þegar leið á. Skúli spilaði 1270 (211,67 í mtl) og Stefán 1181 (196,83 í mtl). Samtals spiluðu þeir því 2451 sem gera 204,25 í meðaltal. grþ Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis Þórður Emil og Halldór Jónsson sem fékk Guðmundar- og Óðinsbikarinn.Axel Fannar Elvarsson fékk háttvísisverðlaun GSÍ og viðurkenningu fyrir mesta forgjafarlækkun á árinu. Með honum er Þórður Emil Ólafsson formaður. Skúli Freyr á stórmóti Inga Elín bætti tvö eigin met Grundfirðingar höfðu betur gegn toppliði Aftureldingar Stjórn Mótorsportfélags Borgarfjarðar. Frá vinstri: Magnús Indriðason, Finnbogi Jónsson, Jakob Guðmundsson, Bergur Jónsson, Viktor Ingi Jakobsson og Kristín Gísladóttir. Nýtt íþróttafélag í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.