Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Nýr mannauðsstjóri kom til starfa hjá Elkem Ísland 1. október síðast- liðinn, Þóra Birna Ásgeirsdóttir. Hún hefur starfað um árabil hjá stór- iðjufyrirtækjunum í landinu eink- um á sviði öryggismála. Þóra Birna kom til Elkem Ísland frá Rio Tinto í Straumsvík við Hafnarfjörð. Þóru Birnu finnst skemmtileg tilbreyting að kynnast samfélaginu við Grund- artanga. Smábæjarsamfélagi eins og hún upplifir það, þar sem taka þarf tillit til allt annarra þátta en í Hafn- arfirði. „Annars er ég ennþá að kynnast fólkinu og á fullu að setja mig inn í málin. Ég er nú ekki búin að vera hérna nema í tvo mánuði,“ sagði Þóra Birna þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hana hjá Elkem Ís- land á Grundartanga í síðustu viku. Málfræðingur frá Indiana Þóra Birna er Hafnfirðingur að uppruna og hefur lengst af átt þar heima. Hún er málfræðingur, með meistaragráðu í almennum málvís- indum frá Indiana í Bandaríkjunum. „Þegar ég kom heim frá námi gerð- ist ég þýðandi í utanríkisráðuneyt- inu. Mér þótti það ekkert sérstak- lega skemmtileg vinna. Þegar mér bauðst að fara austur á Reyðarfjörð til að halda námskeið fyrir verktaka vegna byggingu álversins þar, stökk ég á það. Það fyndnasta var að þeg- ar ég byrjaði á þessu verkefni vissi ég ekkert um öryggismál, en þegar því lauk var ég orðinn mikill sérfræðing- ur í þjálfun fólks varðandi öryggis- mál. Ég stýrði þessu fræðslustarfi al- veg frá upphafi til enda og var síðan ráðgefandi í byrjun eftir að Fjarða- ál hóf starfsemi. Ég var fyrir aust- an 2005 og 2006. Fannst það ekki henta mér alveg og fór svo suður aft- ur þegar leið á árið 2007. Ég var svo í ýmissi verkefnavinnu, svo sem fyr- ir HRV hjá Norðuráli og vorið 2009 vann ég að verkefni hérna hjá El- kem. Um það leyti bauðst mér starf hjá Rio Tinto í Straumsvík sem ég tók.“ Kynjahlutfallið þarf að lagast Þóra Birna býr eins og áður í Hafn- arfirði og segir skemmtilegan mun á samfélaginu þar og í Hvalfjarðar- sveit. „Hérna þarf maður að taka mið af allt öðru en þar. Þegar ég var að undirbúa viðburðinn gagnvart starfs- aldurafmælinu var mér til dæmis bent á að nú stæði rjúpnaveiðitímabilið yfir og kannski myndi ekki einhver komast út af því. Svo eru það göngur og réttir, sláturtíðin og þorrablótin. Við þurfum væntanlega að taka mið af þessu hérna við skipulagningu við- burða, en spáum ekkert í þessa hluti í Hafnarfirði,“ segir Þóra Birna og brosir. Þóra Birna segir að eitt af því sem þurfi að huga að sé að fjölga kon- um í störfum hjá Elkem Ísland. „Ég kom strax auga á að hlutfall kvenna er alltof lágt meðal starfsmanna. Það þarf að huga að því að laga það. Með- al almennra starfsmanna er hlutfallið aðeins tíu prósent, en í framkvæmda- stjórninni er það betra þó það megi lagast meira.“ Spurð um hvað sé helst á döf- inni í hennar starfi sem mannauð- stjóri segir Þóra Birna. „Við munum áfram leggja mikla áherslu á fræðslu og þjálfun starfsmanna, ásamt því að leggja höfuðáherslu á gott sam- starf og samskipti innan fyrirtækisins og út á við. Við ætlum áfram að vera samkeppnishæfur vinnustaður enda erum við hér á öflugu vinnusvæði þar sem samkeppni er um starfsfólk,“ sagði Þóra Birna að endingu. þá Þóra Birna Ásgeirsdóttir mannauðsstjóri kom til starfa 1. október sl. Skemmtileg tilbreyting að kynnast nýju samfélagi Lynghálsi, Reykjavík lifland@lifland.is Lónsbakka, Akureyri www.lifland.isSími 540 1100 Lífland söluráðgjöf Lífland kynnir nýja reiðvöru- og búrekstrarverslun að Borgarbraut 55 ,Borgarnesi (áður efnalaugin). Verslunin verður rekin af Gunnfríði Harðardóttur sem Knapann um árabil. Reiðfatnaður og mél, bætiefni, valdar fóðurvörur og gæludýravörur á sérstöku opnunartilboði. Verslunin opnar kl. 12 fimmtudaginn 11. desember. Allir velkomni , heitt á könnunni og Guffý tekur vel á móti ykkur. Efstubraut, Blönduósi Borgarbraut, Borgarnesi Í lok síðustu viku barst merkileg gjöf til Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar í Safnahúsinu í Borgarnesi. Um var að ræða ljósmyndasafn Einars Ingi- mundarsonar málara sem lést fyr- ir um 17 árum. Safnið er mikið að vöxtum og afar vandað. Einar var fæddur í Borgarnesi 24. júní 1929. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Einarsson og Margrét Helga Guðmundsdóttir og var Einar næstelstur sex bræðra. Hann nam myndlist í Þýskalandi og Svíþjóð og mörg verka hans eru merkar heimildir um staðhætti og byggingar í Borgarfirði. Einar starfaði lengst af sem húsamálari í Borgarnesi, en sinnti einnig mynd- listinni talsvert og hélt sýningar, þá fyrstu í Borgarnesi árið 1947. Hann tók einnig ljósmyndir og kvikmyndir af merkum atburðum í Borgarfirði og hélt sýningar á þeim í Borgarnesi og víðar. Einar hafði sem myndlistarmaður næmt auga fyrir myndefni og formum og við- fangsefni hans voru oftast úr hans heimahéraði. Ljósmyndir hans eru því vönduð staðfræðileg heimild um Borgarnes og nágrenni á ára- bilinu 1960-1980. Það var Ingimundur Einarsson, sonur Einars, sem færði Héraðs- skjalasafninu myndirnar fyrir hönd fjölskyldu sinnar með það í huga að sem flestir geti notið þeirra í fram- tíðinni. Jóhanna Skúladóttir hér- aðsskjalavörður tók á móti þessari veglegu gjöf sem er sérstakur feng- ur nú, þar sem vinna við ritun sögu Borgarnes stendur yfir. Sú bók kemur út á vegum Borgarbyggðar árið 2017 í tilefni af 150 ára afmæli Borgarness og er höfundur henn- ar Egill Ólafsson. Ljósmyndir skipa stóran sess í bókinni, en einnig er fyrirhuguð sýning á ljósmyndum Einars í Safnahúsi í tengslum við afmælið þegar þar að kemur. mm/gj Ljósmyndagjöf til Héraðs­ skjalasafns Borgarfjarðar Ingimundur Einars- son sýnir hér Agli Ólafssyni söguritara hluta myndanna úr safni föður síns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.