Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Gistinóttum fjölgar VESTURLAND: Gistinæt- ur á hótelum landsins í októ- ber voru 183.600 sem er 16% aukning miðað við októ- ber 2013. Fram hefur kom- ið í fréttum að fjölgun hefur verið í hópi erlendra ferða- manna í öllum mánuðum í ríf- lega fjögur ár. Gistinætur er- lendra gesta í október voru 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 23% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7%. Yfir tólf mán- aða tímabil hefur fjöldi gisti- nátta aukist um 14%. Fjölgun í október á gististöðum á Vest- urlandi og Vestfjörðum var 17%, eða lítið eitt yfir lands- meðaltali. –mm Bréf til bjargar lífi AKRA/BORG: Dagana 3.-17. desember stendur yfir bréfamaraþon Amnesty Int- ernational og er yfirskriftin „Bréf til bjargar lífi.“ Það er einfalt að taka þátt, segir í til- kynningu frá Bókasafni Akra- ness. Þar eru tilbúin bréf til undirskriftar vegna 12 mála. Bókasafnið sér um að koma bréfunum í póst. „Bókasafn Akraness er eitt af fjölmörg- um almenningsbókasöfnum í landinu sem leggja verkefninu lið. Komið við á bókasafninu og takið þátt í einum stærsta mannréttindaviðburði heims- ins,“ segir í tilkynningu. Í dag, miðvikudag stendur Sigur- steinn Sigurðsson arkitekt fyr- ir sambærilegu átaki til að fólk geti sent bréf til bjargar. Verð- ur það til húsa á skrifstofu Hugheima við Bjarnarbraut í Borgarnesi. –mm Mengunarmælir keyptur REYKHÓLAR: Mengun- armælir hefur verið tekinn í gagnið á Reykhólum. Það var skrifstofa Reykhólahrepps sem keypti mælinn til að fylgj- ast með brennisteinsdíoxíði í andrúmslofti, sem kemur frá eldgosinu í Holuhrauni og getur borist um allt land eftir vindátt hverju sinni. Mælirinn er hafður fyrir utan skrifstof- una við Maríutröð á Reykhól- um. Lesið er af honum einu sinni til þrisvar á dag og birt- ast niðurstöðurnar á vefsíðu Umhverfisstofnunar, þar sem einnig má finna ýmsar upplýs- ingar um loftmengun. -grþ Ísfisktogari frá veiðum RVK: Ísfisktogari HB Granda; Ottó N. Þorláksson RE, verð- ur frá veiðum í allt að tvo og hálfan mánuð vegna bilunar í aðalvél. Bilunin kom í ljós fyr- ir næstsíðustu helgi áður en skipið fór til veiða og var það lán í óláni miðað við veðrið sem gekk yfir landið og mið- in þá helgi. Að sögn Gísla Jónmundssonar, skipaeftir- litsmanns hjá HB Granda, er bilunin fólgin í því að höfuð- lega í aðalvél gaf sig. Ekki sé ljóst hve mikið sú bilun hef- ur skemmt út frá sér en menn óttist að sveifarás og fleira hafi einnig orðið fyrir tjóni. –mm Strætisvagninn stoppaði HVALFJ.SV: Í Skessu- horni í liðinni viku var lít- il frétt með fyrirsögninni „Gleymdi að hleypa barni út.“ Var hún um atvik sem átti sér stað í strætisvagni í lok nóvember. Þá lenti tíu ára drengur í því að missa af því að fara úr strætisvagni við Melahverfið í Hvalfjarð- arsveit, þar sem hann býr. Í fréttinni er haft eftir föð- ur barnsins, sem skrifaði á Facebook síðu íbúa í Hval- fjarðarsveit, að strætóbíl- stjórinn í umræddri ferð hafi gleymt að stöðva bíl- inn við Melahverfið. Hafi drengurinn því þurft að fara úr vagninum í Borgarnesi, 25 kílómetrum frá áfanga- stað sínum. Vagninn sem um ræðir er leið 57 sem ekið er frá Reykjavík til Akraness og þaðan norður í land, og er ein af stoppistöðvum vagnsins á leið sinni í Mela- hverfinu. Faðir drengsins birtir í færslu sinni bréf sem hann sendi Strætó vegna málsins og opnaði þannig umræðu um ferðir strætó í Hvalfjarðarsveitinni. Eft- ir birtingu fréttarinnar í Skessuhorni barst leiðrétt- ing frá Strætó. Í rauntíma- skráningu á ferðum strætis- vagnsins í umræddri ferð er hægt að sjá að stætisvagn- inn stöðvaði við Melahverf- ið í 20 sekúndur. Fram hef- ur komið að enginn hafi gefið sig fram til að stíga úr vagninum. Umræddur bíl- stjóri vissi ekki af að í bíln- um væri farþegi sem fór of langt fyrr en komið var í Borgarnes. Þar var drengur- inn sóttur af foreldrum sín- um. Starfsmenn Strætó telja því líklegustu skýringuna að drengurinn hafi sofnað og því misst af því að stíga úr vagninum á afleggjaran- um að Melahverfinu. Þetta leiðréttist hér með. -mm Desember­ uppbót til atvinnuleitenda LANDIÐ: Vinnumála- stofnun mun greiða út des- emberuppbót til atvinnu- leitenda 5. desember næst- komandi í samræmi við reglugerð sem félags- og húsnæðismálaráðherra hef- ur gefið út. Full desember- uppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu. Skilyrði og útreikn- ingur á rétti til greiðslunn- ar verður með sama hætti og undanfarin ár. Greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu. Tekið er mið af bótahlutfalli og fjölda mánaða á atvinnu- leysisbótum. Rétt á desemb- eruppbót eiga þeir atvinnu- leitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistrygg- ingakerfisins og hafa stað- fest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember – 3. desemb- er. –mm Nýverið hurfu hurðir af traktors- gröfu sem stóð á bílastæði í Hval- firði. Jónas Guðmundsson véla- verktaki og eigandi gröfunnar segir tjónið tilfinnanlegt. Nýjar hurðir á vélina kosta hátt í millj- ón krónur. „Grafan hafði staðið í eina til tvær vikur á bílastæðinu við Hernámssetrið á Hlöðum hér í Hvalfirði. Við höfðum lagt vélinni þar eftir að hafa notað hana í ná- grenninu. Hún stóð þarna vegna þess að við höfðum ekki þörf fyrir að nota hana í nokkra daga. Einn morguninn voru hurðirnar svo horfnar.“ Einsýnt er að einhverjir hafa séð vélina þar sem hún stóð á bílastæðinu og séð sér leik á borði að hirða af henni báðar hurðirnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem einhverjir fara ránshendi um Hvalfjörð. Ítrekað hefur gerst að olíu hafi verið stolið af vinnuvél- um sem staðið hafa næturstund í firðinum. Tjónið hefur verið til- finnanlegt, jafnvel svo að þúsund- ir lítra hafa horfið. „Það var stol- ið olíu af vélum hjá okkur síðast í sumar sem leið. Þetta hefur gerst ítrekað á liðnum árum,“ segir Jón- as. Málin hafa verið kærð til lög- reglu. mþh Hjónin Magnús Hannesson og Andrea Björnsdóttir á Eystri-Leir- árgörðum í Hvalfjarðarsveit hafa til margra ára skreytt hús sitt á að- ventu. Gárungar sveitarinnar hafa haft það á orði að vegna fjölgunar jólaljósa hafi verið brugðið á það ráð að virkja bæjarlækinn. Buga- virkjun var einmitt tekin í notkun á árinu. Í það minnsta er fallegt heim að líta að Eystri-Leirárgörðum á aðventu nú sem fyrr. mm Þáttagerðarmennirnir og Akurnes- ingarnir Gunnlaugur Jónsson og Ásgeir Eyþórsson hlutu síðastliðinn föstudag verðlaunin „Lítill fugl.“ Verðlaunin hlutu þeir fyrir þættina „Árið er..“ sem fluttir eru á Rás 2 og hafa notið mikilla vinsælda. Verð- launin eru veitt þeim fjölmiðla- manni sem þykir hafa skarað fram úr í stuðningi við íslenska tónlist. Jakob Frímann Magnússon, for- maður Félags tónskálda og texta- höfunda, afhenti verðlaunin. Í rökstuðningi dómnefndar segir að verðlaunin hafi verið veitt vegna afar metnaðarfullrar útvarpsþátta- raðar þar sem fjallað er um íslenska dægurtónlist frá stofnun Rásar 2 allt til dagsins í dag, með afar vand- virkum og lifandi hætti. Verðlauna- gripinn gerði listakonan Kogga. grþ Skorradalshreppur er eitt af þrem- ur sveitarfélaga í landinu sem legg- ur lægsta útsvar landsins á íbúa sína. Hitt er Grímsnes- og Grafn- ingshreppur og þá mun Ásahrepp- ur á Suðurlandi fylgja í kjölfarið á næsta ári. Útsvarið er oftast veiga- mesti tekjustofn sveitarfélaga og er dregið af launum launþega ásamt tekjuskatti ríkisins. Fasteigna- gjöld eru þó stór tekjuliður víða, m.a. í Skorradal og Hvalfjarðar- sveit. Útsvarsprósentan getur ver- ið mismunandi frá einu sveitarfé- lagi til annars. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga get- ur sú prósenta hæst verið 14,52% en lægst 12,44%. Flest sveitarfélög í landinu leggja á hámarksútsvar og einungis þau fyrrnefndu leggja 12,44% á íbúa sína. Skráðir íbúar í Skorradalshreppi eru 58 og gæti þetta misræmi á út- svari milli sveitarfélaga búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lög- heimili sitt þangað. Þannig fá þeir hærri laun á mánuði. Árni Hjör- leifsson, oddviti Skorradalshrepps, sagði nýlega frá því í viðtali á Vísi. is að fólk hafi verið að fá að breyta sumarbústöðum sínum í heilsársbú- staði til að fá að vera með lögheim- ili í hreppnum. Fólkið sé svo með lítið afdrep í bænum. Hann segir jafnframt að hreppurinn þurfi hins vegar að breyta deiliskipulagi til að þetta geti orðið að veruleika. Telur hann að það sé akkur fyrir einstak- linga að færa lögheimili sitt í hrepp- inn til að njóta þessara skatta. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgar- svæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skipt- ir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra,“ sagði Árni í samtali við Vísi. Að endingu seg- ist hann reikna með að hrepps- nefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulaginu til að gera sumarbústaðaeigendum kleift að vera með heilsársbúsetu í Skorradalshreppi. grþ/ Ljósm. kj. Raforkubændur skreyta híbýli sín Skattaskjól í Skorradalshreppi Gunnlaugur Jónsson og Ásgeir Eyþórs- son með verðlaunagripinn. Ljósm. Ólafur Páll Gunnarsson. Skagamenn hlutu Litla fuglinn Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi í Hvalfirði við gröfu sína sem hurðunum var nýverið stolið af við Hernámssetrið á Hlöðum. Hurðum stolið af traktorsgröfu í Hvalfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.