Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 18. september 2014 Hafðu það bragðgott alla daga! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 14 -0 5 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 Munið krakka matseðilinn ELDBAKAÐAR PIZZUR FLOTTIR HAMBORGARAR BBQ KJÚKLINGUR QUESADILLA GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR Hádegisverðartilboð alla daga vikunnar Borðað í sal eða sótt í lúgu Vilja keppa í blaki Konur sem æft hafa blak í Setbergsskóla vilja nú keppa Þær kölluðu sig Blakfélag Hafnarfjarðar, konurnar sem í fyrra leigðu tíma í íþróttahúsi Setbergsskóla til að æfa blak. Karólína Helga Símonardóttir er ein forsprakka félagsins og segir hún í samtali við Fjarðar­ póstinn að nú vilji þær ganga alla leið og stefna á að keppa í greininni. Til þess þurfa þær að vera fullgilt íþróttafélag og aðili að ÍSÍ. Eftir nokkra umhugsun komust þær að því að auðveldara væri að tengjast einhverju félag­ inu í Hafnarfirði. Þær hafa fengið góða aðstoð hjá Haukum og Blakdeild Hauka gæti því orðið að veruleika. Íþróttahús Setbergsskóla er allt of lítið fyrir blak og þær hafa ekki getað fengið tíma í öðrum húsum þar til Haukarnir gátu látið þær hafa tíma kl. 22 á fimmtu dögum og kl. 20 á sunnu­ dögum á Ásvöllum. Karólína segir að eins og er séu aðeins konur í hópnum en þær vilji gjarnan að karla komi líka. Alls eru 22 konur nú skráðar en sífellt eru fleiri að bætast við. Segist hún hafa trú á því að deildin eigi eftir að vaxa og dafna enda sé blakið hentugt svo mörgum og eldri en þeim sem eru að keppa í hinum bolta­ íþróttunum. Það sé löngu tímabært að Hafnarfjörður eignist alvöru blaklið. Þeir sem áhuga hafa á að vera með geta litið við á æfingu að Ásvöllum. Stúlkurnar æfa nú á Ásvöllum, fimmtudags- og sunnudagskvöld. Lj ós m .: B la kd ei ld H au ka Það er góð tilbreyting að leika svokallað strandblak en þessa mynd tók Ragnheiður Berg í Fagralundi í Kópavogi. 87 ára og sýnir ljósmyndir Ásgeir Long sýnir á Hrafnistu Ásgeir Long á langan og glæstan feril að baki sem kvik­ mynda gerðarmaður og ljós­ myndari. Hann var einn af frum­ kvöðum íslenskrar kvik mynda­ gerðar og gerði m.a. Tunglið, tunglið, taktu mig 1953 og Gili­ trut 1957 með Valgarði Runólfs­ syni. Ásgeir gerði fjölda heimilda mynda og auglýs inga­ mynd og rak með öðrum kvik­ myndafyrirtækið Kvik. Ásgeir var einnig hagleiks­ smiður ekki síst á járn og starfaði lengi í Vélsmiðju Hafn ar fjarðar þar sem hann tók fjöl margar ljósmyndir af mönn um við vinnu sína. Ljósmyndir hans einkennast af lífi og ljóst að þar fór vel saman kvikmyndagerðin og ljósmyndunin. Sl. þriðjudag, á 87 ára afmæli Ásgeirs, var opnuð sýning í menningarsalnum á Hrafnistu á ljósmyndum úr safni Ásgeirs. Ýmsar þessara mynda voru sýndar í Hafnarborg fyrir nokkr­ um árum. Á sýningunni má sjá myndir frá kvik mynda gerð, úr atvinnulífinu, bæjarlífinu og úr fjölskyldu Ásgeirs. Þarna má sjá mörg kunnugleg andlit úr bæjarlífinu og vel þess virði að kíkja á myndirnar. Ásgeir Long Fra opnun sýningar Ásgeirs í menningarsalnum á Hrafnistu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.