Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 18. september 2014 Á laugardaginn kl. 20 verður einleikurinn Lík mitt eftir pólska leikskáldið og leikararann Bogusłav Kierc flutt í Gaflara­ leik húsinu. Verkið byggir á ljóðum stórskáldsins Adam Mickiewicz. Verkið verður flutt með íslensk­ um texta og sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta. Aðgangur er ókeypis. Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu Sýningin er hluti af stóru samstarfs verkefni sem Gaflara­ leikhúsið tekur þátt í ásamt Menn ingarstofnunni í Wroclaw í Póllandi, Bíó Paradís og Mynd­ listarskólanum í Reykjavík sem heitir „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“ og er styrkt af menningarsjóði EES og pólska menningarmála ráðu­ neytinu. Verkefnið gengur út á að vera með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta á menn­ ingar viðburðum. Verkefnið hófst síðasta vetur með sýningum á pólskum kvikmyndum í Bíó Paradís og sýningu á Djúpinu í Wroclaw og nú er komið að Gaflaraleikhúsinu að sýna þessa pólsku leiksýningu. Á næsta ári mun Gaflara­ leikhúsið síðan fara með sýningu til Póllands. ..bæjarblaðið Hafnfirðinga í 30 ár! Hafnfirska fréttablaðið Handbolti: 18. sept. kl. 19.30, Framhús Fram ­ Haukar úrvalsdeild karla 19. sept. kl. 18, Kaplakriki FH - ÍBV úrvalsdeild karla 19. sept. kl. 20, Kaplakriki FH - Haukar úrvalsdeild kvenna 21. sept. kl. 15, Ásvellir Haukar - Akureyri úrvalsdeild karla 22. sept. kl. 19.30, Framhús Fram ­ FH úrvalsdeild karla 23. sept. kl. 19.30, Fylkishöll Fylkir ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 23. sept. kl. 19.30, Selfoss Selfoss ­ FH úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 18. sept. kl. 19.15, Hveragerði Hamar ­ Haukar Fyrirtækjabikar kvenna 19. sept. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Fjölnir Fyrirtækjabikar karla 21. sept. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Breiðablik Fyrirtækjabikar kvenna Knattspyrna: 18. sept. kl. 17, Kaplakriki FH - KR úrvalsdeild karla 20. sept. kl. 14, Ásvellir Haukar - Víkingur Ó. 1. deild karla 21. sept. kl. 16, Kaplakriki FH - Fram úrvalsdeild karla 22. sept. kl. 17.15, Kaplakriki FH - Selfoss úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Fyrirtækjabikar, karlar: Grindavík ­ Haukar: (miðv.d.) Haukar ­ Valur: 100­82 Fyrirtækjabikar, konur: Valur ­ Haukar: 88­84 Haukar ­ Njarðvík: 75­38 Knattspyrna úrslit: Karlar: Þór ­ FH: 0­2 ÍA ­ Haukar: 0­2 Handbolti úrslit: D. Astrakha ­ Haukar: 25­26 ÍþróttirLoftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ Tannlæknastofa í Hafnarfirði óskar eftir að ráða aðstoðarmanneskju í hlutastarf frá og með 1. október Ekki er krafa um reynslu á þessu sviði en áhugi, almenn tölvuþekking og sveigjanleiki eru skilyrði. Óskað er eftir hressum og röskum einstaklingi sem er fljótur að tileinka sér nýja hluti. Áhugasamir vinsamlegast sendið ferilskrá á bjartbros@gmail.com Starfsfólk óskast Samkaup úrval Miðvangi óskar eftir að ráða starfsfólk á kassa Upplýsingar veitir Jónatan í síma 861 7771 Umsækjendur, sem þurfa að vera minnst 18 ára, sendi umsóknir á hafnarfjordur@samkaupurval.is Lík mitt – Mój trup Einleikur eftir pólskt leikskáld og leikara Bogusłav Kierc Keppni í úrvalsdeildinni í handbolta er að hefjast. Hjá konunum hefst fjörið hressilega hér í Hafnarfirði því fyrsti leikur liðanna er þeirra á milli. FH tekur á móti Haukum í Kapla­ krika kl. 20 annað kvöld, föstu­ dag og eru bæjarbúar að sjálf­ sögðu hvattir til að mæta og hvetja sitt lið. Liði FH var ekki að ganga vel í undirbúningsleikjum og segir Guðmundur Pedersen þjálfari að meiðsli hafi verið að stríða þeim svo marga leikmenn vantaði í liðið. Hann er þó bjartsýnn og segir mjög gaman að fá Hauka í fyrsta leik. FH hafi unnið einn leik gegn Haukum í fyrra og gert jafntefli í öðrum. Haukar hafi bætt í leikmannhópinn og komi Haukastúlkur eflaust sterkar til leiks í ár. Segist hann gera kröfu til sinna stúlkna og stefnir á að vera fyrir ofan Haukana í deildinni á næsta tímabili eins og því síðasta. FH lendir í 9. sæti af 12 ef eitthvað er að marka spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna lið­ anna en samkvæmt sömu spá verða Haukar í 5. sæti. Samkvæmt sömu spá verður karlalið Hauka í 2. sæti og FH í 3. sæti en liðin hefja keppni í kvöld og á morgun. Haukar heimsækja Fram sem er spáð næst neðsta sæti og hefst leikurinn kl. 19.30 í kvöld en FH tekur á móti ÍBV kl. 20 á morgun í Kaplakrika en ÍBV er spáð 5. sæti. Enn einn heimaleikurinn verður svo á sunnudag er karlalið Hauka tekur á móti Akureyri á Ásvöllum kl. 15. Frá fyrri leik Hauka og FH á Ásvöllum á síðasta keppnistímabili. Hafnarfjarðarslagur í fyrstu umferð FH og Haukar mætast í úrvalsdeild kvenna annað kvöld Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ný glæsileg leikklukka hefur verið tekin í notkun á Ásvöll um. Þar hefur gólfið einnig verið slípað og nýjar línur lagðar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.