Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014 húsnæði í boði Til leigu 3-4 herbergja íbúð. Miðsvæðis í Hafnarfirði er til leigu 75 m² íbúð í tvíbýlishúsi til 1. júní 2015. Upplýsingar í síma 845 4036. húsnæði óskast Tökum að okkur að geyma í Mosfellsbæ og Ásbrú. Fellihýsi - tjaldvagna - bíla - fornbíla - vatnabáta - mótorhjól - hjólhýsi - kerrur. Sími 867 1282, 863 7070. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Húsgagna-, dýnu- og teppa hreins- un. Við djúphreinsum: rúmdýnur, sófasett, tungusófa, hægindarstóla, teppi og mottur. s. 780 8319 eða email: djuphreinsa@gmail.com Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Heimilis- og flutningþrif. Tek að mér heimilis- og flutningsþrif. Er vön og vandvirk. Uppl. í s. 8486698. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. til sölu Gardínur (bodinet) ásamt damask kappa úr Álnabæ, 2, 4 og 2 m og ca. 2,5 á hæð. Tilboð. Uppl. í s. 691 1401. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Ljósmynd Ásgeirs Long Sýning á ljósmyndum Ásgeirs Long í Menningarsalnum stendur yfir á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ásgeir var afkastamikill kvikmyndatökumaður og ljósmyndari en hann er 87 ára í dag. Sýndar eru um 150 ljósmyndir teknar á árunum 1945-1965. Skriðið úr skelinni #2 Annar hluti tónleikaraðarinnar „Skriðið út úr Skelinni“ verður haldinn á hinum nýendurlífgaða A. Hansen bar á laugardaginn kl. 20.30. Fram koma tónlistarmennirnir Magnús Leifur sem leikur lög af væntanlegri breiðskífu sinni Pikaia“, hafnfirski trúbadorinn Kjartan Arnald með frumsamin lög og CeaseTone sem nýlega lenti í öðru sæti í Neil Young ábreiðulagakeppni Rásar 2. Frítt er inn. Kvöldganga í skógi Þriðjudaginn 23. september kl. 19 standa Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar fyrir kvöldgöngu í skógi. Gengur verður frá gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar. Á leiðinni mun sr. Jón Helgi Þórarinsson flytja hugvekju og Jóhann Guðni Reynisson flytur frumort ljóð í tilefni þessarar göngu. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér viðeigandi ljósfæri, s.s. vasaljós, og að göngu lokinni verður boðið upp á súkkulaði og kleinur í húsakynnum Þallar. Sýning í Hafnarborg Nú stendur yfir sýningin Rás í Hafnarborg. Á sýningunni eru ný verk eftir mynd listar mennina Daníel Magn- ús son, Guðrúnu Hrönn Ragn ars- dóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Val- garðs son, Sól veigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurð ardóttur. Á sýningunni Rás er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Lífeyrismál í Hraunseli Opinn fundur fulltrúaráðs Öldungaráðs Hafnarfjarðar verður haldinn í Hraunseli fimmtudaginn 25. septem- ber kl. 17. Auk skýrslu formanns verða tveir fyrirlestrar; Ásta Júlía Arnarsdóttir fulltrúi TR talar um líf- eyris þega og almannatryggingar og Margrét Rósa Kristjánsdóttir og Elsa Ingimundardóttir segja frá réttindum lífeyrisþega hjá Sjúkratryggingum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Sendið stuttar tilkynningar á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Sóðaskapur á lóðum kemur æ oftar til kasta bæjaryfirvalda. Virðast úrræði oft vera lítið annað en að senda viðkomandi fyrirtækjum eða einstaklingum bréf með kröfu um úrlausn. Nú á fólk ekki lengur að komast upp með að virða þau fyrirmæli að vettugi og stefnt er að því að drasl á lóðum verði fjarlægt á kostnað lóðarhafa skirrist menn við að hlíta fyrirmælum. Víða í iðnaðarsvæðum eru lóðir sem ekki hefur verið byggt á eða að ekki hafa verið reistar þær byggingar sem gert er ráð fyrir í skipulagi. Oftar en ekki hefur verið safnað miklu drasli á þessar lóðir, drasli sem eigendur telja oft mikil verðmæti. Sjá má dæmi um þetta m.a. við Trönu­ hraun og í iðnaðarsvæðinu í Hellnahrauni. Sjá nánar á www. hafnarfjordur.is Hér hafa verktaka losað sig við malbik á fyrirhugaðri innkeyrslu á lóðina nr. 8 við Kirkjuvelli en aðkoman er frá Kríuvöllum. Hér hefu íbúa á Völlunum haft gám í leyfisleysi um langan tíma til ama fyrir nágranna. Hann hefur fengið áminningu frá Hafnarfjarðarbæ. Hér hefur lóðarhafi skilið eftir sig drasl á lóð sem ekki hefur verið byggt á. Ekki er lagnt síðan þarna stóð líka byggingarkrani. Víða drasl í bænum — á ekki að líðast Nú verður það ekki liðið! – Hreinsunarátak gefur mönnum kost á að hreinsa ódýrt Eigendur þessarar lóðar við Rauðhellu hafa fengið harðar athugasemdir frá Hafnarfjarðarbæ. Bílapartasölum hefur löngum fylgt mikill sóðaskapur. Lj ós m .: H af na rfj ar ða rb æ r Lj ós m .: H af na rfj ar ða rb æ r Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þekkir þú fólkið? Þessa mynd er meðal þeirra sem sjá má á ljósmyndasýningu Ásgeirs Long á Hrafnistu. Þekkir þú fólkið á reitnum? Afmæli Ásgeirs Long fagnað. - sjá nánar á bls. 4. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hafnar fjörður í Útsvari Keppa á morgun! Hafnarfjörður keppir við Grindavík í fyrsta Útsvars­þætti haustsins. Í liði Hafnarfjarðar eru að þessu sinni Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi, Karl Guðmundsson og Kristbjörn Gunnarsson. Útsendingin hefst á RÚV kl. 20.25.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.