Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014 Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu “Þú verðrur að drífa þig á Unglinginn. Hún er skrifuð og leikin af verðandi stjórstjörnum” Auðunn Lútherson LG Lík Mitt - Mój Trup með Boguslav Kierc sýnt í Gaflara leikhúsinu laugardaginn 20. september kl. 20.00 Ókeypis miðar fást í miðasölu Tickets free of charge Víkingastræti 2 midasala@gaflaraleikhusid.is íslenskur texti og sjónlýsing fyrir blinda og sjónskerta ALFA - námskeið Alfa-námskeið er lifandi og skemmtilegt námskeið um kristna trú þar sem fjallað er á einfaldan hátt um mikilvægustu atriði kristinnar trúar á mannamáli. Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 18. september kl. 19:00 Námskeiðið er ókeypis að þessu sinni, aðeins greitt upp í helgarferð. Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu kirkjunnar www.astjarnarkirkja.is Lækjarrallý á köldum læknum Árleg keppni á heimagerðum fleytum Unglingarnir í Setrinu, félags­ miðstöðinni í Setbergsskóla keppa árlega í siglingu niður Hamarskotslækinn sem rennur nánast í gegnum skólalóðina. Keppendur, tveir í hverju liði útbúa sér fley sem þeir geta dregið, ýtt eða með öðru móti komist ákveðna vegalengd eftir læknum á sem stystum tíma. Fimm lið kepptu að þessu sinni og greinilegt var að markmiðið var ekki síður að hafa gaman af en að sigra. Dominik Przybyla og Bergur Magnússon sem sigldu á fleka með flotholtum úr gosflöskum sigruðu í keppninni og það tók þá 1,00.22 mínútu að fara leiðina. Munaði aðeins sekúndu­ broti á þeim og næsta liði. Fengu þeir að launum 1000 kr. gjafabréf frá Vesturbæjarís. Júlíus Freyr Bjarnason og Vignir Guðnason fengu viður­ kenningu fyrir flottasta fleyið en þeir höfðu gert fleka úr krossviði og sterklegum plastdunkum. Lækjarrallýið eða „River rafting“ eins og krakkarnir kusu að kalla þetta er aðeins eitt af mörgu skemmtilegu sem gert er í félagsmiðstöðinni sem er ætluð unglingadeildum skólans. Fleyin voru mismunandi og flutu misvel. Sum flutu alls ekki og má segja að þau hafi verið botnlæg. Sigurvegararnir til hægri. Hjólabretti fór ekki hratt yfir á ójöfnum botninum. Snjósleðinn flaut en hélt ekki uppi farþeganum. Flottasta fleyið lenti í þriðja sæti. Bæði keppendur og áhorfendur skemmtu sér vel. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Framhaldsskólar og heilsuefling Flensborgarhlaupið Flensborgarhlaupið er orðinn fastur liður í hlaupadagskránni en það verður á þriðjudaginn og hefst við Flensborgarskóla kl. 17.30. Boðið er upp á 3 km göngu/hlaup án tímatöku, 5 og 10 km hlaup með tímatöku og er öllum frjálst að vera með, hvort sem þeir tengjast Flensborg sérstaklega eða ekki. Hlauparar fara frá skólanum og í átt að Kaldárseli og tilbaka. Leiðin verð ur vel merkt og verða um ferðarstjórar á öllum gatna­ mótum. Að venju er hlaupið áheita­ hlaup og er í ár verið að safna áheitum fyrir Barnaheill. Allur ágóði af hlaupinu rennur til Barnaheilla. Alltaf er leitað nýjunga og í ár er öðrum framhaldsskólum sérstaklega boðið að vera með í framhaldsskólakeppni í 10 km hlaupi. Fljótasti karlinn og konan úr framhaldsskóla hlýtur titilinn Framhaldskólameistarinn í 10 km og fær bikar að launum. Að auki er keppt um titilinn Fljótasti Flensborgarinn en það er innan­ skólatitill. Skráning er á hlaup.is og mikil vægt er að skrá skóla við­ kom andi (þar sem skrá á hlaupahóp). Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og hlökkum við til að sjá sem flesta. Fjölmörg útdráttarverðlaun eru í boði og góð aðstaða fyrir hlaupið. Hafnarfjarðarbær býður keppendum í sund að hlaupi loknu. Nánari upplýsingar eru á á www.hlaup.is. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Vilja afslátt í Hafnarfirði vegna tafa hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamál Nýir eigendur fengu samþykkt nýtt skipulag og ætluðu að selja Fyrirtækið Costa Invest ehf. vill, í ljósi óvissu með niðurstöðu í kæru til úrskurðarnefndar um ­ hverfis­ og auðlindamála og tafa á þeim úrskurð, að Hafnar­ fjarðarbær veiti þeim undanþágu frá uppsettu verið á gatna­ gerðargjöldum fyrir væntanlegar nýbyggingar að Austurgötu 22 og Strandgötu 19. Upphafið að þessu máli má rekja til þess þegar Nýsir ehf. og Fríkirkjan mynduðu með sér félagið Austurgötu ehf. til kaupa á húsum við Austurgötu, við hlið safnaðar heimilis kirkjunnar. Hús in voru rifin en er Nýsir fór á haus inn fór þetta félag líka á haus­ inn og kirkjan tapaði sínu hlutafé, nokkr um milljónum. Fyrir rúmu ári síðan eignaðist félagið Costa Invest ehf. lóðirnar Austurgötu 22 a og b ásamt efstu hæð Strandgötu 19 í makaskiptum við félögin Skák ehf. og Mát ehf. en bæði félögin voru stofnuð árið 2009. Lagði Costa Invest inn tillögur að nýju skipulagi fyrir lóðirnar í júní 2013 og var það samþykkt af bæjaryfirvöldum. Eigendur Aust­ ur götu 24 kærðu nýtt skipulag til úrskurðar nefndar innar í febrúar sl. en sökum manneklu hjá stofn u­ ninni hefur úrskurður ekki borist. Hafa forsvarsmenn Costa Invest ákveðið að hefja fram­ kvæmdir þrátt fyrir óvissuna um niðurstöðuna og telja meiri líkur en minni á að kærunni verði vísað frá. Í ljósi óvissunnar og þeim fjárhagslega skaða sem fyrir tækið segist vera búið að verða fyrir óskar Sverrir Sverris son fram­ kvæmdastjóri Costa Invest eftir að fá undanþágu frá uppsettu verði á gatnagerðargjöldum og greiða 12 þúsund kr. á fermetra sem hann segir nálægt því sem þekkist í miðbæ Hafnarfjarðar. Kæran er eflaust ekki fyrsta kæra til úrskurðarnefndar sem dregst að svara þrátt fyrir ákvæði laga um að skera eigi úr deilum innan þriggja mánaða en senni­ lega fátítt að þriðji aðili eigi að bera skaðann.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.