Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 57

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 57
SŒNs^jj Eftir Hlín Agnarsdóttur Eigum við að halda áfram að leika á íslensku? Með þessari spurningu boðaði Leiklistarsamband íslands íslenskt leiklistarfólk til Leiklistarþings um miðjan mars síðastlið- inn. Margir urðu hlessa í fyrstu, flissuðu jafnvel og skelltu upp úr þegar þeir ráku augun í þessa spurningu - eins og það þyrfti tvo heila daga til að svara svonalöguðu? Var ekki hægt að finna neitt merkilegra og mikilvægara að tala um á heilu þingi? Gáfufólkið benti hins vegar á, að þessi sak- leysislega spurning leyndi drjúgum á sér, enda kom á daginn að þingheimur þurfti ekki tvo heldur þrjá daga til að svara henni. Spurningin er svo sem í samræmi við þá íslenskutísku sem núverandi menntamálaráðherra hratt úr vör 1. desember síðastliðinn með ráðstefnu í Þjóðleik- húsinu um stöðu tungunnar. Hann var líka mættur á Leiklistarþingið með barmmerkið I Love íslensku í sér eins og allir hinir. Og auðvitað vildi hann allt fyrir leiklistina gera, eins og fyrir kvikmyndirnar og yfirleitt allt sem ís- lenskt er. Góðir ráðherrar lofa og lofa og nú er bara að lofa honum að efna loforðin, því þingheimur var á einu máli um að menningarstefna stjórnvalda fælist aðallega í auknum fjárframlögum til listarinnar - síðan væri það listamann- anna sjálfra að móta innihald menningarinnar! ÞJÓÐLÍF 57

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.