Akureyri


Akureyri - 20.11.2014, Síða 4

Akureyri - 20.11.2014, Síða 4
4 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014 Eitt minnsta atvinnu- leysi landsins í Eyjafirði Haustfundur Atvinnuþróunarfé- lags Eyjafjarðar fór fram í síðustu viku. Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri AFE, segir margt forvitnilegt hafa komið fram á fundinum. Haustfundurinn er formlegur samráðsvettvangur 7 sveitarfélaga við Eyjafjörð með um 25 þúsund íbúa, mesta mannfjölda utan höf- uðborgarsvæðisins. Sveitarfélög- in nota fundinn til að bera saman bækur sínar og skerpa á áherslum til framtíðar. Á fundinum kom fram að sögn Þorvaldar Lúðvíks að Eyjafjörður er ekki láglaunasvæði, að hagnað- ur fyrirtækja á svæðinu er metinn á 54 milljarða 2013, að fyrirtæki á svæðinu jöfnuðu sig á hruninu strax 2011 og að eigið fé þeirra er tæplega tvöfalt miðað við árið 2007 eða um 200 milljarðar. „Fleira forvitnilegt kom fram, s.s. að atvinnuleysi á svæðinu hefur verið 1,5-2% lægra en lands-með- altal frá hruni, og er nú 3%, umtals- vert lægra en annars staðar,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Jafnframt kom fram að eitt brýnasta hagsmunamál þessa landshluta er eðlileg uppbygging millilandaflugs í gegnum fleiri gátt- ir en Keflavík. Því er stýrt af rík- inu í gegnum Isavia til Keflavíkur. Raunniðurskurður til allra flug- valla á landinu fyrur utan Keflavík hefur verið 850 milljónir króna frá 2007, en Isavia ohf. er um þessar mundir að leggjast í 12-15 millj- arða uppbyggingu í Keflavík til að mæta ásókn ferðamanna til lands- ins,“ segir Þorvaldur Lúðvík sem telur sóknarfæri vannýtt í ferða- málum á Norðurlandi. -BÞ „Sorglegt fyrir Bjarta framtíð“ Þungur hugur er í Norð- lendingum eftir að Guð- laug Kristjánsdóttir, odd- viti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og formaður BHM, sendi fyrir hönd BHM harðorða yfirlýs- ingu þar sem félagið tók afstöðu gegn því að Fiskistofa yrði flutt frá Hafnafirði til Akureyr- ar. Liðsmaður Bjartrar framtíðar á Akureyri hef- ur stigið fram og gagnrýnt sam- flokkskonu sína fyrir þann dómgreindarbrest að senda út yfirlýsingu um málið í nafni BHM á sama tíma og hún telj- ist vanhæf til að gera slíkt þar sem Guðlaug sé einnig forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði. Jón Þorvaldur Heiðar- sson sem bauð sig fram í sjötta sætið fyrir Bjarta framtíð á Akureyri sl. vor segir í umræðu um málið á face- book: „Guðlaug Kristjánsdóttir er auðvitað algjörlega vanhæf að tjá sig um þetta sem formaður BHM. Það er eins augljóst og nokkuð getur verið augljóst. Að hún sjái það ekki sjálf er ákaflega sorglegt. Sorglegt fyrir hana og sorglegt fyr- ir Ísland og sorglegt fyrir BF.“ Jón Þorvaldur kennir við Háskól- ann á Akureyri og er ekki einn um skoðun sína þar á bæ því sl.. mánu- dag sendu kennarar við skólann út harðorða yfirlýsingu vegna bréfs Guðlaugar. Þess er krafist að hún dragi bréf sitt til baka. Benedikt Sig- urðarson, framkvæmdastjóri Búseta, gengur þó lengst í ummælum á face- book og krefst afsagnar hennar. „Við deilum ekki þeirri sýn for- mannsins að þetta mál snúist um brot á stjórnarskrá Íslands, en sé formanninum umhugað um skipan stjórnvalds í lýðræðisríki þá teljum við það meginatriði að stjórnsýslan fari fram víða um landið, sé nálæg öllum landsmönnum og ekki safn- að á einn og sama staðinn,“ segja háskólakennarar á Akureyri. -BÞ Skallaði löggu Ungur maður hefur verið dæmd- ur fyrir brot gegn valdstjórninni eftir að hann skallaði lögregu- mann í andlitið við Nætursöluna sunnudagsmorgun einn í júní árið 2013 og sparkaði í kvið annars lögreglumanns. Maðurinn játaði brot sitt. Annar lögreglumannanna, sá sem var skallaður, varð aumur í efri vör og rauður á nefi, en ekki var talin þörf á því að færa hann á slysadeild Sjúkrahússins á Akur- eyri. Þá kemur fram í gögnum að hinn lögreglumaðurinn hafi verið í öryggisvesti og að hann hafi ekki kennt sér ekki meins. Óumdeilt er að hinn brotlegi var undir veruleg- um áfengisáhrifum. Með hliðsjón af framangreindu, játningu ákærða og öðrum rann- sóknargögnum þykir nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Refsing þýðir hæfileg 45 daga skil- orðsbundið fangelsi en maðurinn ungi hafði ekki gerst áður sekur um refsiverða háttsemi. a Jón Þorvaldur Heiðarsson. Guðlaug Kristjánsdóttir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Tillit tekið til barna við snjómokstur Guðjón Hreinn Hauksson mennta- skólakennari hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem hann hvetur bæjaryfirvöld á Akureyri til að standa með öðrum hætti að snjó- mokstri en verið hefur. Undirskriftasöfnun fer vefrænt fram á change.org. Segir þar að nú sé vetur farinn í hönd með snjó og tilheyrandi gleði. Ung og eldri börn í bænum fari að leika á opn- um svæðum og brekkur bæjarins fái nýtt hlutverk. Útivist og leik- ur verði snar þáttur í akureyrskra barna. „En allt of oft gerist það að brekkunum er spillt með grjót- hörðum snjóruðningum sem mokað er af götum bæjarins og þær missa aðdráttaraflið og verða jafnvel hættulegar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að börnin okkar langi til þess að leika sér úti,“ segir upphafsmaður áskorunarinnar. „Við undirrituð viljum skora á stjórnendur Akureyrarbæjar að beita sér fyrir því að útivistar- svæðin spillist ekki vegna snjó- moksturs. Sérstaklega vilja undir- ritaðir benda á brekkuna fyrir neðan Brekkugötu, sunnan Akur- eyrarvallar og brekkuna í botni Stóragerðis ofan af Kotárborgum. Þetta eru vinsæl svæði sem ekki má spilla,“ segir í undirskriftasöfnun Guðjóns. a Ó. Johnson & Kaaber ehf Óskar eftir sölumanni til starfa á Akureyri Starfið felst í kaffiþjónustu og sölu til fyrirtækja og stofnana. Viðkomandi þarf að vera drífandi og skipulagður auk þess að vera góður í mannlegum samskiptum. Gott væri ef viðkomandi hefði reynslu af sölumennsku til fyrirtækja eða kaffiþjónustu. Þeim sem hafa áhuga er bent að leggja inn umsókn og ferilskrá á póstfang ooj@ojk.is Fullum trúnaði heitið Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð Við erum sérfræðingar í barnabílstólum 20% afsláttur fyrir þá sem tryggja hjá Tryggingamiðstöðinni

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.