Akureyri


Akureyri - 20.11.2014, Side 18

Akureyri - 20.11.2014, Side 18
18 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014 Negrasálmar í Akureyrarkirkju 16. nóvember sl. efndi Kirkjukór Akureyrarkirkju til tónleika í kirkj- unni. Á efnisskránni voru framar öðru negrasálmar en auk þeirra eitt „ragtime“ verk fyrir hljóðfæri, píanó og meðhljóðfæri, og einnig einn „gospel-sálmur“. Ýmsum kann að finnast, að í þessu hafi hinn mikli og góði kór Akureyrarkirkju tekið nokkuð niður fyrir sig, margreynd- ur sem hann er í flutningi hinna torveldustu og viðkvæmustu kór- verka hinn klassíska kirkjustíls, en í flutningi slíkrar tónlistar hefur hann sannað ágæti sitt og ekki síð- ur kórstjórinn eða kantorinn, Eyþór Ingi Jónsson, víðfeðma hæfni sína á hinu klassíska sviði. Kórinn hefur líka reynt sig við flutning nútíma- legrar tónlistar og líka þar sannað getu síns til góðrar verka. Hví þá að láta slíkan kór syngja nokkuð svo „alþýðlegt“ sem negrasálma? Hlýt- ur það ekki að vera nokkuð miklu neðan við hans virðingu? Slíkar spurningar kunna að vakna í huga ýmissa, en þær eru að fullu út í hött. Það að flytja negrasálma þannig, að flutningur þeirra þjóni eigind þeirra, er ekki neitt smámál. Þessi tónlist krefst síns brags, eigi hún að njóta sín. Fjöldi íslenskra kóra hefur reynt sig við flutning þessarar tónlistar og langt í frá tekist og hefur undir- ritaður iðulega setið undir slíku og liðið. Sannast sagna hefur hann talið það ólíklegt, að hann nokkurn tímann ætti eftir að njóta íslensks flutnings þeirri mögnuðu tónlist, sem runnin er frá þeim blökku mönnum, sem fluttir voru nauðugir vestur um Atlantshafið og gerðir að þrælum hvítra plantekrueigenda. Af harmi þeirra, frelsissviptingu og frelsisþrá spratt þessi tónlist, þrungin tilfinningum og óflytjandi, nema þessi atriði komi fram, af því að þau eru eigind hennar í samruna afrískrar tónlistar heimalanda þrælanna og einkum trúartónlistar húsbændanna á búgörðunum. Í ljósi þessa má líta svo á, að Kirkjukór Akureyrarkirkju hafi ekki lagst lágt í því að ráðast í sem næst í heila tónleikaskrá negrasálma. Miklu frekar mætti segja, að hann og kantor hans hafi ráðist á garðinn, þar sem hann er hár og sannleikurinn er reyndar sá, að það var með nokkrum kvíða, sem undirritaður sat á kirkjubekknum og beið upphafsverksins. Skyldi enn komið að óþægilegri stund og það í boði eins af uppáhalds kórun- um, Kirkjukórs Akureyrar? Víst skorti nokkuð á. Tónninn hefði á nokkrum stöðum mátt vera breiðari, fyllri, ef til vill hrárri. Blæbrigðin hefðu á stundum mátt vera meira afgerandi, en hreinn var söngurinn, ákveðinn og hik- laus. Iðulega kom líka fram ekta blær, þar sem náðist taktleikur og synkópur, sem lyftu flutningnum yfir hið venjulega. Víða hæfilegur leikandi, hæfileg upplyfting, hæfi- leg hrif; í heild tekið hiklaust það besta í flutningi tónlistar negranna, sem fyrir eyru undirritaðs hefur nokkurn tímann borið úr börkum íslenskra kórmanna. Haraldur Hauksson söng eitt einsöngslag og gerði í heild tekið vel. Nokkuð skorti þó á samfellu í tónblæ, en túlkun var almennt í góðu lagi og röddin mjög áheyrileg. Alls ekki má láta ógetið hljóð- færaleikaranna, þeirra Daníels Þorsteinssonar á flygil kirkjunnar, Jóns Rafnssonar á kontrabassa og Halldórs G. Hallssonar á slagverk. Þessir menn fóru á kostum. Þar verður framar öðrum og án þess að halla á nokkurs manns hlut sérlega að nefna Daníel Þorsteins- son, sem enn einu sinni sýndi hina ótrúlegu fjölhæfni sína við hljóm- borðið jafnt í meðleik með kórnum, sem ætíð var við hæfi og iðulega skreyttur viðeigandi og hrífandi slaufum, en þó ekki síst í innlifuð- um spuna, sem bar sannan keim af jazzi, inn á milli hluta í flutningi kórsins. Allur blær flutningsins á tónleikunum hlaut mikinn lit af tilleggi hljóðfæraleikaranna allra. Jafnvel má segja, að þeir hafi að miklum hluta haldið uppi stemmn- ingunni. Að lokum: Vonandi ræðst Kirkjukór Akureyrarkirkju undir stjórn hins hæfa kantors síns í hlið- stætt verkefni síðar. Múrinn hefur verið rofinn. Næst er að halda fagn- andi og sigurviss um skarðið. a Í heild tekið hiklaust það besta í flutningi tónlistar negranna, sem fyrir eyru undir- ritaðs hefur nokkurn tímann borið úr börkum íslenskra kórmanna.RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI | SÍMI 460 1300 | FAX 460 1301 | no@no.is | www.no.is Styrkir til samfélagsverkefna 2015 Norðurorka hf. veitir styrki til samfélagsverkefna, veittir eru styrkir til menningar- og lista, æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlí. Umsókn um styrki skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu Norðurorku hf. www.no.is (undir tenglinum UM NO) eða í þjónustuveri að Rangárvöllum, 603 Akureyri. Fylgiskjöl með umsókninni má senda hvort heldur sem er í tölvutæku formi með tölvupósti eða með póstlagðri umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2014 Með pósti á Norðurorka hf., Rangárvöllum, 603 Akureyri eða sem fylgiskjal með tölvupósti á netfangið no@no.is 1 2 Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni Kór Akureyrarkirkju, stjórnandinn Eyþór fyrir miðju.

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.