Akureyri


Akureyri - 20.11.2014, Side 24

Akureyri - 20.11.2014, Side 24
AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS UM DAGINN OG VEGINN JÓN ÓÐINN WAAGE SKRIFAR 14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI Fylgstu með á facebook- Lindex Iceland Pirringur Pirringur er vond tilfinning. Hann kyndir undir slæmar hugs- anir og veldur vanlíðan, jafnvel óhamingju. Ég forðast pirring. Í síðustu viku var ég að aka um bílastæðið hjá Íþróttahöll- inni. Út á milli bíla koma maður gangandi. Honum varð greini- lega hverft við þegar hann mætti mér, þótti ég fara of geist. Hann sló í bílinn hjá mér. Það pirraði mig. Ég fór út úr bílnum og kallaði á hann. Hann virtist óttasleginn, sagðist vita hver ég væri, það var eins og hann héldi að ég myndi leggja á sig hendur. Það pirraði mig enn meira. Ég ætlaði að ræða við hann í góðu. Kona sem átti leið hjá komst ekki leiðar sinnar, bíllinn minn var fyrir. Það var pirrandi. Maðurinn nýtti sér tækifærið og forðaði sér áður en að ég gat rætt við hann. Það var verulega pirrandi. Ég fór inn i bíl og ók í burtu. Ég var gramur við sjálfan mig yfir að hafa brugðist svona við. Það jók á pirringinn sem nú var kominn að suðumarki. Ég hef í tvö ár reynt að hafa það sem reglu að skilja alltaf við alla í góðu, ef það tekst ekki þá er ég ómögulegur. Nú er ég ómöglegur eftir þessi samskipti. Þannig að þú skeggjaði maður í svarta bolnum sem hélst að ég ætlaði að lumbra á þér, þú hafðir rétt fyrir þér, ég ók of hratt mið- að við aðstæður. Ég þarf að hitta þig til að biðja þig afsökunar. Ég ætla að knúsa þig. Hvort sem þér líkar betur eða verr.   Rannsóknir og ráðgjöf vegna raka og myglu í húsum www.husogheilsa.is hh@husogheilsa.is s: 695 0525 rakamæling ◦ sýnataka ◦ loftgæðamælingar Ástandsskoðun ◦ kaup ◦ sala HVERNIG ER  ÁSTANDIРÁ ÞÍNU  HEIMILI EÐA VINNUSTAÐ?  Rannsóknir og ráðgjöf vegna raka og myglu hús & heilsa Fyrsta fyrirtækið á Íslandi Fagmennska og vísindi

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.