Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 2
2 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 „Himinlifandi“ „Við erum himinifandi yfir því að þessu skuli loksins vera lokið. Nú tekur við tími sátta og upp- byggingar sem við hlökkum öll til að taka þátt í á ný,“ sagði Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlist- arskólans á Akureyri í fyrradag þegar ljóst varð að sátt hefði náðst í kjaradeilu tónlistarkennara. Verkfalli hefur verið aflétt og hófu tónlistarskólar störf á þriðjudag eftir um fimm vikna verkfall. Samninganefndir tón- listarkennara og sveitarfélaganna funduðu alla aðfararnótt þriðju- dags en samningur verður borinn undir félagsmenn. Niðurstaða kosninga um samninginn liggur fyrir 8. desember nk. „Okkar helsta krafa var að fá launaleiðréttingu. Þegar maður kemur að samningsborðinu í þriðja sinn og það hefur dregið í sundur milli okkar og annarra kennara þá er auðvitað á brattann að sækja. Þetta tók því á, verkfall er erfitt. En ég held að tónlistarkennarar hafi minnt á sig og nú pössum við að halda mönnum við efnið svo að við gleymumst ekki og hrösum aft- ur niður brekkuna,“ sagði Sigrún Grendal, formaður Félags tónlist- arkennara í samtali við mbl.is eftir að sátt var náð. a Landinn gerir vel við sig Talsmenn hótela og veitingahúsa sem bjóða upp á jólahlaðborð í ár eru sammála um að mikil ásókn sé í hlaðborðin og meiri en í nokkurn tíma. Sumir skýra ásóknina með innspýtingu ríkisstjórnarinnar til eignaheimila. Að fólk virðist tilbú- ið að eyða peningum sem það muni fá samkvæmt loforði ríkisstjórnar- innar um lækkun á höfuðstóli hús- næðislána. Icelandair Hotel er einn þeirra staða sem býður upp á hlaðborð fyrir jólin. Þar hefur aldrei verið meira bókað en nú og stefnir í að aukningin verði um 60% milli ára. Í fyrra nýttu sér um 500 manns hlað- borð fyrir jólin en nú hafa um 800 bókað að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur. „Vinsældir veitingastaða stafa fyrst og fremst af orðspori. Við bjóðum upp á glæsilegt og afar girnilegt hlaðborð þessi jólin, á undan því vorum við með steik- arhlaðborð sem mæltust mjög vel fyrir. Ég er með svo mikla snilldar- kokka að ég held að það sé það fyrst og fremst sem skýri vinsældirnar og svo hlýleg aðstaða á hótelinu. Landinn gerir vel við sig á þessum árstíma og það er góður siður hjá starfsmannahópum eða vinahópum að fara saman í jólahlaðborð,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótel- stýra á Icelandair hótel á Akureyri. Á öðrum stöðum þar sem blaðið leitaði upplýsinga báru veitinga- menn sig einnig vel og sögðu stefna í aukningu milli ára, mismikla þó. a Bærinn hefur sigur Kærunefnd útboðsmála hefur sýkn- að Akureyrarbæ eftir málshöfðun Atlantsolíu ehf. Atlantsolía kærði útboð Akureyrarbæjar á eldsneyti fyrir bæinn. Kröfur kæranda voru að nefndin legði fyrir varnaraðila að fella niður eftirfarandi skilmála í útboðslýsingu: „Akureyrarbær hefur ákveðið að taka einu tilboði í allar diselolíur og bensín í þessu útboði. Bjóða verður í allar tegund- ir þessara vörutegunda“. Þá var þess krafist að varnaraðila yrði gert að bjóða innkaupin út að nýju. Krafist var stöðvunar á samningsgerð. Akureyrarbær taldi að sér hafi ver- ið heimilt að gera þær kröfur í útboð- inu sem samrýmdist þörfum bæjarins. Hagræði sé að því að fá umræddar vörur frá sama aðila. Reynslan hafi sýnt að annað fyrirkomulag leiði af sér óhagræði og rugling. Í niðurstöðu kærunefndar segir: „Það er meginregla við opinber inn- kaup að kaupandi hafi forræði á því að skilgreina lögmætar þarfir sínar í útboðsgögnum. Af gögnum máls- ins verður ekki ráðið að varnaraðili hafi tengt saman ólíkar vörur eða með öðrum ómálefnalegum hætti hagað skilmálum útboðsins þannig að þeir yrðu sérstaklega sniðnir að einum eða fleiri þátttakendum. Þannig er ekkert fram komið um að skilyrðið um að fyrrgreindar vörur verði keyptar af einum þátttakanda brjóti gegn jafnræði fyrirtækja eða öðrum reglum um opinber innkaup. Hafa því ekki verið leiddar slíkar líkur að broti gegn lögum um opin- ber innkaup að fullnægt sé skilyrð- um 1. mgr. 96. gr. laga um opinber innkaup. Verður kröfu kæranda um stöðvun útboðsins því hafnað.“ Ákvörðunarorð: „Hafnað er kröfu kæranda, Atlantsolíu ehf., um stöðvun á útboði varnaraðila, Akureyrarbæjar, á eldsneyti.“ a Þessar myndir voru teknar sl. sunnudag við Voga á austurbökkum Ytri-Flóa í Mývatni. Árni Einarsson sem fer fyrir Náttúru- rannsóknarstöðinni við Mývatn telur ekki útilokað að mengun frá eldgosinu hafi áhrif á lífríki vatnsins. Hann telur brýnt að fylgjast vel með. Brennisteinsbakteríur lita botn Mývatns Dæmi eru um að allstórir bleik- hvítir flekkir sjáist nú á botni Mývatns, einkum á grynningum. Forstöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn telur ástæðu til að fylgjast vel með. Á mynd sem fylgir fréttinni sést þessi einkennilegi litur. Myndin var tek- in við austurbakka Mývatns í landi Voga. Blaðið sendi Árna Einarrsyni, forstöðumanni RAMÝ, eintak af myndinni til skoðunar. Hann telur að um brennisteinsbakteríur sé að ræða líklega mest af ættkvíslinni Thiocapsa. „Þær mynda skán á botninum þar sem jarðhitavatn kemur upp, á svæðinu frá ca. Langavogi og út í Helgavog. Þær ná aldrei mjög langt út frá vatnsbakkanum fremur en jarðhitinn. Hingað til hafa bakter- íurnar myndað litla flekki (nokkra fermetra) hér og þar en það eru vís- bendingar um að útbreiðsla þeirra hafi aukist á seinni árum, t.d. í Helgavogi,“ segir Árni. Hann segir að myndin sýni óvenjulega stórt svæði miðað við það sem hann hafi áður séð. „Í Helgavogi eru bakteríurnar farn- ar að mynda fagurbleikar skellur og stundum blöðrur á botninum. Þetta er þróun sem ástæða er til að fylgjast með. Ég vil ekki útiloka að brennisteinsmengun frá gosinu hafi áhrif, en það er ókannað mál sem stendur, breytingin var hafin löngu fyrir gos. Það er þarna hvítur litur líka, en það er erfitt að meta hvort það eru bakteríur eða kísill,“ segir Árni. -BÞ

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.