Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Side 16

Akureyri - 27.11.2014, Side 16
16 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 AÐSEND GREIN Forgengileiki tilverunnar Af jörðu – De Terrae Listasafnið á Akureyri, Ketilhús 8. nóvember – 7. desember Nú stendur yfir í Ketilhúsinu sýn- ingin Af jörðu – De Terrae. Mynd- listarmaðurinn Bryndís Kondrup hefur gert margþætta mynd- og hljóðinnsetningu sem fyllir sýn- ingarrými Ketilhússins. Bryndís fléttar saman þrívíðum verkum sem hún hengir á veggi, ásamt málverk- um og lituðum ljósmyndum. Á báð- um hæðum er sitthvort videoverkið og yfir sýningunni ómar hjartsláttur Bryndísar. Sterk og fáguð hugmynd hennar sem titillinn vísar í, Af jörðu, leiðir hugann strax til Biblíu tilvitnunar; „af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða“. SAMHLJÓMUR Kynningarmynd sýningarinnar er grípandi ljósmynd af skóm sem ásamt öðrum skópörum hanga á veggjum sýningarrýmisins. Á skóna eru límd landakort og þeir standa á landakorti á kynningarmyndinni. Hér harmónera listaverkin, tit- illinn og inntak sýningarinnar saman á eftirminnilegan hátt og áhorfandinn tengir strax við for- gengileika tilverunnar. Sýningin er annars vegar mjög persónuleg fyrir Bryndísi og hins vegar slær hjarta hennar þar í margvíslegum skilningi. Röntgenmyndir af hluta líkama hennar eru kveikjan að sýn- ingunni sem sjá má á efri hæðinni. En vegna hinnar víðu skírskotunar verða þær einnig sammannlegar og varða okkur öll. ÞAÐ SAMMANNLEGA Sýningin vísar til þess að mann- kynið fær afnot af jörðinni, þaðan sem við erum sprottin og hverfum svo aftur til. Við höfum, hvert og eitt, afmarkaða stund og nýtum hana á mismunandi máta. Sýn- ingin lyftir áhorfandanum á æðra stig mannlegrar hugsunar um til- vist okkar samhliða því sem hjart- slátturinn tengir okkur við eigið hjarta, líf og tilfinningar. Þó læðist að manni dálítill ótti við tilhugs- unina um að tíminn verði styttri en maður óskar og liggur við að vangavelturnar framkalli hjart- sláttartruflanir; kannski er maður ekki alltaf að nýta hann sem best. Þetta leiðir svo af sér nýja hugsun og samviskuspurningar um hvern- ig beri að nýta tímann. Tilvalið er að staldra aðeins við slíkar heim- spekilegar vangaveltur og hugsa um eigin gönguskó og lífsleið. TENGING HLUTANNA Fegurð sýningarinnar er, auk samspilsins, fólgin í því hvernig hlutirnir tengjast saman. Einkum eru það skórnir með landakortun- um og löngu reimunum. Þær lið- ast niður vegginn eins og öldur og mynda áhugaverða teikningu sem birtist líka í endurvarpi sem skuggi á veggjunum. Hægt er að lesa eitt og annað úr þessum reimum; hvaða leið við förum, hvað við skiljum eft- ir okkur þegar við göngum áfram og hvað bindur okkur jarðvistinni. Einnig læðist að manni vitneskjan um að öllum gönguleiðum lýkur að lokum og við þurfum að sleppa bindingum okkar við jörðina og það sem er okkur kært, gefa eftir og sameinast jörðinni á ný. MISMUNANDI VIÐBRÖGÐ Hjartslátturinn hefur greinilega sterk áhrif á áhorfandann sem tengist honum og jafnvel örvast eða verður ómótt og finnst erfitt að eigin hjartsláttur sé ekki í takt við þann sem ómar í salnum. Því má segja að sýningin láti engan ósnort- inn. Samspil skónna og videósins með gangandi fótum myndar blæ- brigðaríka og eftirminnilega heild. Eftir heimsókn 3-4 ára barna frá einum leikskóla bæjarins spurði ég þau hvað væri eftirminnilegast við þessa sýningu og sýninguna Mynd- list Minjar - Minjar Myndlist í Listasafninu. Svör barnanna komu mér svo á óvart að ég læt þau fylgja hér með. Af 11 börnum voru 7 sem nefndu hljóðið en ekki það sjón- ræna, þ.e. hjartsláttinn í Ketilhús- inu og umhverfishljóð við videóverk Haraldar Jónssonar í Listasafninu. Mér finnst þetta mjög áhugavert og gefa tilefni til bæði rannsókna og umræðu um mismunandi vægi skynfæranna og áhrifanna af sam- vinnu þeirra. Guðrún Pálína Guðmundsdótt- ir, fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri. Af jörðu – De Terrae stendur til 7. desember og er opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn verður fimmtu- daginn 28. nóvember kl. 12.15 - 12.45. Steinsmiðja Akureyrar Glerárgata 36, S: 466 2800 Opið mán.-föst. kl. 13-17 Lampar frá: 4.900- Kertastjakar: 1.900- Falleg lýsing í skammdeginu Einstök og hlýleg jólagjöf

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.